Annir í embætti 11. júlí 2006 07:00 Öfugt við svo marga sem nú eru í sumarleyfum frá vinnu og liggja með tærnar upp í loft þeysist Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, á milli landa og landshluta í opinberum erindagjörðum. Á mánudag í síðustu viku var hann í Boston og hélt þar ræðu á alþjóðlegu þingi Lionsmanna. Daginn eftir var hann kominn til Íslands til að taka á móti fyrrverandi forseta Bandaríkjanna. Daginn þar á eftir ræddi hann meðal annars við Bjarna Tryggvason geimfara og á fimmtudag hófst opinber heimsókn Grikklandsforseta hingað til lands og stóð hún fram á föstudag. Á laugardag var Ólafur Ragnar kominn til Siglufjarðar til að opna Þjóðlagasetur sr. Bjarna Þorsteinssonar og nú er hann aftur kominn til Bandaríkjanna til að borða með Bandaríkjaforseta. Oft í Bandaríkjunum Annars eru Bandaríkin tíður viðkomustaður forseta Íslands. Á þessu ári eru heimsóknir hans þangað orðnar tvær og árið aðeins rétt rúmlega hálfnað. Á síðasta ári fór Ólafur Ragnar fimm sinnum til Bandaríkjanna í opinberum erindagjörðum en árið þar áður voru heimsóknirnar tvær. Árin 2003 og 2 fór hann þrívegis hvort ár til Bandaríkjanna, einu sinni 2001 en tvisvar árið 2000. Bannað að reykja Frá og með 1. október verða reykingar alfarið bannaðar á sjúkrahúsinu á Akureyri – sem raunar heitir Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri. Starfsfólki hefur verið meinað að reykja á spítalanum í áratug og nú á að ganga skrefi lengra og taka fyrir reykingar sjúklinga sem fram til þessa hafa mátt reykja í þar til gerðum herbergjum. Ekki er nóg með að bannað verði að reykja innan veggja spítalans heldur nær reykingabannið einnig til lóðar hans. Sjúklingum á Landspítalanum – sem raunar heitir Landspítali - háskólasjúkrahús – er heimilt að reykja í sérstökum herbergjum en líkt og nyrðra eru reykingar starfsfólks bannaðar. Innlent Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Öfugt við svo marga sem nú eru í sumarleyfum frá vinnu og liggja með tærnar upp í loft þeysist Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, á milli landa og landshluta í opinberum erindagjörðum. Á mánudag í síðustu viku var hann í Boston og hélt þar ræðu á alþjóðlegu þingi Lionsmanna. Daginn eftir var hann kominn til Íslands til að taka á móti fyrrverandi forseta Bandaríkjanna. Daginn þar á eftir ræddi hann meðal annars við Bjarna Tryggvason geimfara og á fimmtudag hófst opinber heimsókn Grikklandsforseta hingað til lands og stóð hún fram á föstudag. Á laugardag var Ólafur Ragnar kominn til Siglufjarðar til að opna Þjóðlagasetur sr. Bjarna Þorsteinssonar og nú er hann aftur kominn til Bandaríkjanna til að borða með Bandaríkjaforseta. Oft í Bandaríkjunum Annars eru Bandaríkin tíður viðkomustaður forseta Íslands. Á þessu ári eru heimsóknir hans þangað orðnar tvær og árið aðeins rétt rúmlega hálfnað. Á síðasta ári fór Ólafur Ragnar fimm sinnum til Bandaríkjanna í opinberum erindagjörðum en árið þar áður voru heimsóknirnar tvær. Árin 2003 og 2 fór hann þrívegis hvort ár til Bandaríkjanna, einu sinni 2001 en tvisvar árið 2000. Bannað að reykja Frá og með 1. október verða reykingar alfarið bannaðar á sjúkrahúsinu á Akureyri – sem raunar heitir Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri. Starfsfólki hefur verið meinað að reykja á spítalanum í áratug og nú á að ganga skrefi lengra og taka fyrir reykingar sjúklinga sem fram til þessa hafa mátt reykja í þar til gerðum herbergjum. Ekki er nóg með að bannað verði að reykja innan veggja spítalans heldur nær reykingabannið einnig til lóðar hans. Sjúklingum á Landspítalanum – sem raunar heitir Landspítali - háskólasjúkrahús – er heimilt að reykja í sérstökum herbergjum en líkt og nyrðra eru reykingar starfsfólks bannaðar.
Innlent Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira