Erlent

Efast um flugöryggi Rússa

Sorgardagur Rússar syrgðu í gær 127 farþega sem fórust í flugslysi á sunnudag. Vladimír Pútín sést hér í þingsal í gær.
Sorgardagur Rússar syrgðu í gær 127 farþega sem fórust í flugslysi á sunnudag. Vladimír Pútín sést hér í þingsal í gær. MYND/AP

Þrjú óhöpp í rússneskum flugvélum í gær urðu til þess að fjölmargir Rússar ásökuðu flugmálayfirvöld um slakt eftirlit með flugvélum landsins.

Á sunnudag fórust 127 manns í flugslysi í Síberíu. Sjötíu og fimm manns lifðu slysið af, en margir þeirra liggja þungt haldnir á sjúkrahúsi. Talið er að bremsukerfi vélarinnar hafi bilað.

Óhöpp gærdagsins voru tvær nauðlendingar farþegaþotna, sem og misheppnað flugtak. Slösuðust þrír hermenn í því síðastnefnda.

Í maí fórst farþegavél í Svartahafinu og fórust 113 manns með vélinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×