Erlent

Mótmæla kjarnorku

Nítján biskupar ensku biskupakirkjunnar hafa sent bresku ríkisstjórninni opið bréf þar sem þeir fara fram á að hún endurskoði kjarnorkuáætlun Bretlands. Bréfið var birt í dagblaðinu The Independent í gær.

Ríkisstjórnin, sem Tony Blair forsætisráðherra leiðir, ætlar að taka ákvarðanir síðar á þessu ári um endurnýjun fjögurra kjarnorkuknúinna kafbáta í eigu hersins, en hver þeirra getur borið allt að sextán kjarnorkueldflaugar sem ganga undir nafninu Trident.

Kjarnorkuvopn eru bein afneitun á kristilegum skilningi á friði og sáttum, segir í bréfinu.


Tengdar fréttir

Dúkkur hafa lækningarmátt

Dúkkur og bangsar geta hjálpað Alzheimer-sjúklingum við að hafa samskipti við annað fólk. Þetta kemur fram í nýrri rannsókn sem breskir vísindamenn gerðu á hjúkrunarheimili í Newcastle í Bretlandi, Alzheimer-sjúkdómurinn getur valdið því að fólk tapar vitrænum, félagslegum og tilfinningalegum hæfileikum sínum. Engin lækning er til við honum, en hann herjar helst á aldrað fólk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×