Erlent

Segir af sér vegna Hirsi

Ali Hirsi Hollenska þingkonan sem svipt var ríkisborgararétti.
Ali Hirsi Hollenska þingkonan sem svipt var ríkisborgararétti. MYND/nordicphotos/afp

Hollenski forsætisráðherrann, Jan Peter Balkenende, lýsti því yfir að þriggja ára samsteypustjórn hans muni segja af sér eftir að þrír ráðherrar sögðu sig úr henni í gær. Ætlar Balkenende að senda Beatrix drottningu bréf þess efnis í dag.

Ástæðan er ósætti sem ríkt hefur innan stjórnarinnar eftir að þingkonan Ali Hirsi var svipt ríkis­borgararétti sínum, en hún er af sómölskum uppruna. Sviptingin hefur verið dregin til baka.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×