Hlakkar til að vinna að frekari prófunum á lyfinu Óli Kristján Ármannsson skrifar 27. júní 2006 06:00 Kári Stefánsson Forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar segir að jákvæðar niðurstöður prófana sem hér fóru fram á tilraunalyfinu CEP-1347 hafi verið kynntar fyrir samstarfsaðila fyrirtækisins í lok síðustu viku og við taki frekari prófanir. Fréttablaðið/E.Ól Íslensk erfðagreining er langt komin með að þróa lyf við astma upp úr lyfi sem upphaflega var ætlað að fást við Parkinson-sjúkdóm. Í gær voru kynntar niðurstöður rannsóknar sem fram fór hér á landi meðal 160 sjúklinga. Tilraunalyfið CEP-1347 hefur jákvæð áhrif á ýmsa þætti lungnastarfsemi og á bólguþátt sem tengist astma án alvarlegra aukaverkana. Þetta kemur fram í kynningu Íslenskrar erfðagreiningar á helstu niðurstöðum úr fyrstu prófunum fyrirtækisins á lyfinu, en upplýst var um niðurstöðurnar í gær. Lyfið var upphaflega þróað af alþjóðlega lyfjafyrirtækinu Cephalon við Parkinson-sjúkdómi og tóku yfir þúsund manns þátt í prófunum Cephalon á lyfinu við þeim sjúkdómi. Niðurstöður erfðarannsókna Íslenskrar erfðagreiningar hafa hins vegar sýnt að bólguferlið sem lyfið hefur áhrif á gegnir mikilvægu hlutverki í astma. Því hófu fyrirtækin samstarf um frekari þróun á lyfinu við astma, segir í tilkynningu Íslenskrar erfðagreiningar, en prófanir meðal íslenskra astmasjúklinga hófust í maí í fyrra. Þar var um að ræða tvíblinda rannsókn með þátttöku 160 sjúklinga, en þeim var skipt í fjóra jafnstóra hópa þar sem þrír fengu misstóra skammta af lyfinu og sá fjórði lyfleysu til viðmiðunar. Hvorki þátttakendur né stjórnendur rannsóknanna vissu fyrirfram hvaða meðferðarflokki hver þátttakandi tilheyrði. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir útlit fyrir að erfðafræðirannsóknir fyrirtækisins á astma hafi leitt það að mikilvægu lífefnaferli í sjúkdómnum og að lyfið, sem upphaflega var þróað við allt öðrum sjúkdómi, hafi þau áhrif sem vonast hafi verið til á það ferli. „Afskaplega spennandi er að vera komin þetta langt í að þróa lyf við jafn algengum sjúkdómi og astma. Við kynntum niðurstöðurnar fyrir samstarfsaðila okkar í lok síðustu viku og við hlökkum til að ræða við þá um hvernig við getum notað þessar jákvæðu niðurstöður við frekari prófanir, segir hann og bætir við að á síðustu árum hafi fyrirtækið náð góðu forskoti í erfðarannsóknum á algengum sjúkdómum. „Markmiðið hefur verið að nota niðurstöður þeirra til að þróa ný lyf. Sú vinna hefur gengið afskaplega vel undanfarið og ég held að fá fyrirtæki séu að fást við jafn spennandi verkefni í lyfjaþróun. Mjög ánægjulegt er að geta núna í annað sinn kynnt jákvæðar niðurstöður úr prófunum á sjúklingum á lyfi sem við erum að þróa á grundvelli erfðarannsókna.“ Viðskipti Mest lesið Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap Viðskipti innlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Fleiri fréttir Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Sjá meira
Íslensk erfðagreining er langt komin með að þróa lyf við astma upp úr lyfi sem upphaflega var ætlað að fást við Parkinson-sjúkdóm. Í gær voru kynntar niðurstöður rannsóknar sem fram fór hér á landi meðal 160 sjúklinga. Tilraunalyfið CEP-1347 hefur jákvæð áhrif á ýmsa þætti lungnastarfsemi og á bólguþátt sem tengist astma án alvarlegra aukaverkana. Þetta kemur fram í kynningu Íslenskrar erfðagreiningar á helstu niðurstöðum úr fyrstu prófunum fyrirtækisins á lyfinu, en upplýst var um niðurstöðurnar í gær. Lyfið var upphaflega þróað af alþjóðlega lyfjafyrirtækinu Cephalon við Parkinson-sjúkdómi og tóku yfir þúsund manns þátt í prófunum Cephalon á lyfinu við þeim sjúkdómi. Niðurstöður erfðarannsókna Íslenskrar erfðagreiningar hafa hins vegar sýnt að bólguferlið sem lyfið hefur áhrif á gegnir mikilvægu hlutverki í astma. Því hófu fyrirtækin samstarf um frekari þróun á lyfinu við astma, segir í tilkynningu Íslenskrar erfðagreiningar, en prófanir meðal íslenskra astmasjúklinga hófust í maí í fyrra. Þar var um að ræða tvíblinda rannsókn með þátttöku 160 sjúklinga, en þeim var skipt í fjóra jafnstóra hópa þar sem þrír fengu misstóra skammta af lyfinu og sá fjórði lyfleysu til viðmiðunar. Hvorki þátttakendur né stjórnendur rannsóknanna vissu fyrirfram hvaða meðferðarflokki hver þátttakandi tilheyrði. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir útlit fyrir að erfðafræðirannsóknir fyrirtækisins á astma hafi leitt það að mikilvægu lífefnaferli í sjúkdómnum og að lyfið, sem upphaflega var þróað við allt öðrum sjúkdómi, hafi þau áhrif sem vonast hafi verið til á það ferli. „Afskaplega spennandi er að vera komin þetta langt í að þróa lyf við jafn algengum sjúkdómi og astma. Við kynntum niðurstöðurnar fyrir samstarfsaðila okkar í lok síðustu viku og við hlökkum til að ræða við þá um hvernig við getum notað þessar jákvæðu niðurstöður við frekari prófanir, segir hann og bætir við að á síðustu árum hafi fyrirtækið náð góðu forskoti í erfðarannsóknum á algengum sjúkdómum. „Markmiðið hefur verið að nota niðurstöður þeirra til að þróa ný lyf. Sú vinna hefur gengið afskaplega vel undanfarið og ég held að fá fyrirtæki séu að fást við jafn spennandi verkefni í lyfjaþróun. Mjög ánægjulegt er að geta núna í annað sinn kynnt jákvæðar niðurstöður úr prófunum á sjúklingum á lyfi sem við erum að þróa á grundvelli erfðarannsókna.“
Viðskipti Mest lesið Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap Viðskipti innlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Fleiri fréttir Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Sjá meira