Launaskrið dregur úr sveigjanleika fyrirtækja Óli Kristján Ármannsson skrifar 22. júní 2006 06:00 Ingvar Arnarson Launskrið er meira en ráð var fyrir gert. Milli apríl og maí hækkuðu laun um 0,9 prósent og nemur hækkun á tólf mánuðum 8,7 prósentum. Launaskrið kann að minnka svigrúm fyrirtækja til að sitja á hækkunum vegna gengis krónunnar. Laun landsmanna hækkuðu um tæpt prósent á milli apríl og maímánaðar samkvæmt tölum Hagstofu Íslands. Launaskrið er heldur meira en reiknað var með en laun hafa þannig hækkað um 8,7 prósent á 12 mánuðum. Þetta er umtalsverð hækkun launa bæði sögulega séð og í alþjóðlegu samhengi. Hækkunin er einnig langt umfram framleiðnivöxt á sama tíma. Munurinn kemur fram í vaxandi verðbólguþrýstingi um þessar mundir. Launahækkanir þessar skila því litlu í auknum kaupmætti, segir í áliti greiningardeildar Glitnis banka og bent á að yfir sama tímabil hafi verðbólgan verið 6,5 prósent og kaupmáttur því aukist um 2,2 prósent á tímabilinu. Miklar launahækkanir endurspegla þá spennu sem er á innlendum vinnumarkaði. Atvinnuleysi er nær ekkert, mikið framboð af störfum, atvinnuþátttaka mikil og vinnudagurinn hjá hverjum starfandi langur. Ingvar Arnarson, sérfræðingur á greiningardeild Glitnis banka, segir ljóst að við endurskoðun kjarasamninga í haust þurfi að huga vel að þeim aðstæðum sem upp séu því líklegt sé að verhækkanir fylgi launahækkunum og kaupmáttaraukning verði því lítil. Hækkun launavísitölunnar er meiri en við reiknuðum með og vonandi að hún verði ekki jafnmikil yfir árið í heild, segir hann og telur að launaskrið undangenginna missera skýri ef til vill hversu hratt gengislækkun krónunnar hafi skilað sér í aukinni verðbólgu. Ætla má að þegar gengið styrktist hafi menn getað haldið sínu verði eða jafnvel lækkað það þrátt fyrir aukinn launakostnað. Núna hækka hins vegar báðir þættir, verð á innfluttum vörum og launaliðurinn og þá skilar það sér mikið hraðar út í verðlag. Birtist í Fréttablaðinu Viðskipti Mest lesið „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap Viðskipti innlent Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Viðskipti innlent Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Atvinnulíf Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Sjá meira
Launskrið er meira en ráð var fyrir gert. Milli apríl og maí hækkuðu laun um 0,9 prósent og nemur hækkun á tólf mánuðum 8,7 prósentum. Launaskrið kann að minnka svigrúm fyrirtækja til að sitja á hækkunum vegna gengis krónunnar. Laun landsmanna hækkuðu um tæpt prósent á milli apríl og maímánaðar samkvæmt tölum Hagstofu Íslands. Launaskrið er heldur meira en reiknað var með en laun hafa þannig hækkað um 8,7 prósent á 12 mánuðum. Þetta er umtalsverð hækkun launa bæði sögulega séð og í alþjóðlegu samhengi. Hækkunin er einnig langt umfram framleiðnivöxt á sama tíma. Munurinn kemur fram í vaxandi verðbólguþrýstingi um þessar mundir. Launahækkanir þessar skila því litlu í auknum kaupmætti, segir í áliti greiningardeildar Glitnis banka og bent á að yfir sama tímabil hafi verðbólgan verið 6,5 prósent og kaupmáttur því aukist um 2,2 prósent á tímabilinu. Miklar launahækkanir endurspegla þá spennu sem er á innlendum vinnumarkaði. Atvinnuleysi er nær ekkert, mikið framboð af störfum, atvinnuþátttaka mikil og vinnudagurinn hjá hverjum starfandi langur. Ingvar Arnarson, sérfræðingur á greiningardeild Glitnis banka, segir ljóst að við endurskoðun kjarasamninga í haust þurfi að huga vel að þeim aðstæðum sem upp séu því líklegt sé að verhækkanir fylgi launahækkunum og kaupmáttaraukning verði því lítil. Hækkun launavísitölunnar er meiri en við reiknuðum með og vonandi að hún verði ekki jafnmikil yfir árið í heild, segir hann og telur að launaskrið undangenginna missera skýri ef til vill hversu hratt gengislækkun krónunnar hafi skilað sér í aukinni verðbólgu. Ætla má að þegar gengið styrktist hafi menn getað haldið sínu verði eða jafnvel lækkað það þrátt fyrir aukinn launakostnað. Núna hækka hins vegar báðir þættir, verð á innfluttum vörum og launaliðurinn og þá skilar það sér mikið hraðar út í verðlag.
Birtist í Fréttablaðinu Viðskipti Mest lesið „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap Viðskipti innlent Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Viðskipti innlent Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Atvinnulíf Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Sjá meira