Launaskrið dregur úr sveigjanleika fyrirtækja Óli Kristján Ármannsson skrifar 22. júní 2006 06:00 Ingvar Arnarson Launskrið er meira en ráð var fyrir gert. Milli apríl og maí hækkuðu laun um 0,9 prósent og nemur hækkun á tólf mánuðum 8,7 prósentum. Launaskrið kann að minnka svigrúm fyrirtækja til að sitja á hækkunum vegna gengis krónunnar. Laun landsmanna hækkuðu um tæpt prósent á milli apríl og maímánaðar samkvæmt tölum Hagstofu Íslands. Launaskrið er heldur meira en reiknað var með en laun hafa þannig hækkað um 8,7 prósent á 12 mánuðum. Þetta er umtalsverð hækkun launa bæði sögulega séð og í alþjóðlegu samhengi. Hækkunin er einnig langt umfram framleiðnivöxt á sama tíma. Munurinn kemur fram í vaxandi verðbólguþrýstingi um þessar mundir. Launahækkanir þessar skila því litlu í auknum kaupmætti, segir í áliti greiningardeildar Glitnis banka og bent á að yfir sama tímabil hafi verðbólgan verið 6,5 prósent og kaupmáttur því aukist um 2,2 prósent á tímabilinu. Miklar launahækkanir endurspegla þá spennu sem er á innlendum vinnumarkaði. Atvinnuleysi er nær ekkert, mikið framboð af störfum, atvinnuþátttaka mikil og vinnudagurinn hjá hverjum starfandi langur. Ingvar Arnarson, sérfræðingur á greiningardeild Glitnis banka, segir ljóst að við endurskoðun kjarasamninga í haust þurfi að huga vel að þeim aðstæðum sem upp séu því líklegt sé að verhækkanir fylgi launahækkunum og kaupmáttaraukning verði því lítil. Hækkun launavísitölunnar er meiri en við reiknuðum með og vonandi að hún verði ekki jafnmikil yfir árið í heild, segir hann og telur að launaskrið undangenginna missera skýri ef til vill hversu hratt gengislækkun krónunnar hafi skilað sér í aukinni verðbólgu. Ætla má að þegar gengið styrktist hafi menn getað haldið sínu verði eða jafnvel lækkað það þrátt fyrir aukinn launakostnað. Núna hækka hins vegar báðir þættir, verð á innfluttum vörum og launaliðurinn og þá skilar það sér mikið hraðar út í verðlag. Birtist í Fréttablaðinu Viðskipti Mest lesið Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Viðskipti innlent Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Viðskipti innlent Sýn tapaði 239 milljónum Viðskipti innlent „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Viðskipti innlent Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Verða ekki Framúrskarandi nema uppfylla lög um kynjahlutfall Framúrskarandi fyrirtæki Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Viðskipti innlent Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Neytendur Fleiri fréttir Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Sjá meira
Launskrið er meira en ráð var fyrir gert. Milli apríl og maí hækkuðu laun um 0,9 prósent og nemur hækkun á tólf mánuðum 8,7 prósentum. Launaskrið kann að minnka svigrúm fyrirtækja til að sitja á hækkunum vegna gengis krónunnar. Laun landsmanna hækkuðu um tæpt prósent á milli apríl og maímánaðar samkvæmt tölum Hagstofu Íslands. Launaskrið er heldur meira en reiknað var með en laun hafa þannig hækkað um 8,7 prósent á 12 mánuðum. Þetta er umtalsverð hækkun launa bæði sögulega séð og í alþjóðlegu samhengi. Hækkunin er einnig langt umfram framleiðnivöxt á sama tíma. Munurinn kemur fram í vaxandi verðbólguþrýstingi um þessar mundir. Launahækkanir þessar skila því litlu í auknum kaupmætti, segir í áliti greiningardeildar Glitnis banka og bent á að yfir sama tímabil hafi verðbólgan verið 6,5 prósent og kaupmáttur því aukist um 2,2 prósent á tímabilinu. Miklar launahækkanir endurspegla þá spennu sem er á innlendum vinnumarkaði. Atvinnuleysi er nær ekkert, mikið framboð af störfum, atvinnuþátttaka mikil og vinnudagurinn hjá hverjum starfandi langur. Ingvar Arnarson, sérfræðingur á greiningardeild Glitnis banka, segir ljóst að við endurskoðun kjarasamninga í haust þurfi að huga vel að þeim aðstæðum sem upp séu því líklegt sé að verhækkanir fylgi launahækkunum og kaupmáttaraukning verði því lítil. Hækkun launavísitölunnar er meiri en við reiknuðum með og vonandi að hún verði ekki jafnmikil yfir árið í heild, segir hann og telur að launaskrið undangenginna missera skýri ef til vill hversu hratt gengislækkun krónunnar hafi skilað sér í aukinni verðbólgu. Ætla má að þegar gengið styrktist hafi menn getað haldið sínu verði eða jafnvel lækkað það þrátt fyrir aukinn launakostnað. Núna hækka hins vegar báðir þættir, verð á innfluttum vörum og launaliðurinn og þá skilar það sér mikið hraðar út í verðlag.
Birtist í Fréttablaðinu Viðskipti Mest lesið Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Viðskipti innlent Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Viðskipti innlent Sýn tapaði 239 milljónum Viðskipti innlent „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Viðskipti innlent Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Verða ekki Framúrskarandi nema uppfylla lög um kynjahlutfall Framúrskarandi fyrirtæki Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Viðskipti innlent Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Neytendur Fleiri fréttir Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Sjá meira