Erlent

Hitti forsætisráðherra Dana

Kofi Annan, aðalritari Sameinuðu þjóðanna, hitti Anders Fogh Rasmussen, forsætisráðherra Dana, á fundi í Danmörku í gær en þar var Annan í dagsheimsókn. Ekki er vitað hvað þeim fór á milli en líklegt er að málefni í Írak og Súdan hafi borið á góma ásamt hlutverki SÞ í Írak. Frá þessu greinir skrifstofa danska forsætisráðherrans.

Einnig ætluðu þeir að ræða um endurbætur á starfsemi Sameinuðu þjóðanna, en á ráðstefnu í New York árið 2005 samþykktu þjóðarleiðtogar fjölmargra landa tillögu um grundvallarendurbætur á starfsemi samtakanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×