Útflutningur tekur við af skuldasöfnun Óli Kristján Ármannsson skrifar 26. apríl 2006 06:00 Þorsteinn Þorgeirsson Þorsteinn er skrifstofustjóri efnahagsskrifstofu fjármálaráðuneytisins. Hann kynnti í gær fjölmiðlum þjóðhagsspá ráðuneytisins fram til ársins 2010. Markaðurinn/GVA Spáð er stuttu verðbólguskoti og hraðri aðlögun hagkerfisins í nýrri þjóðhagsspá fjármálaráðuneytisins fyrir árin 2006 til 2010. Hagvöxtur í fyrra var heldur meiri en fyrri spár gerðu ráð fyrir, 5,5 prósent í stað 5,2 prósenta, vegna ört vaxandi þjóðarútgjalda. "Ójafnvægið er tímabundið, breytingarnar eru að ganga yfir og hagkerfið er byrjað að leita jafnvægis. Gengisbreytingin er hluti af því," segir Þorsteinn Þorgeirsson, skrifstofustjóri efnahagsskrifstofu fjármálaráðuneytisins. "Hér voru stóriðjufjárfestingar vel fyrirséðar, en síðan komu ófyrirséðar breytingar á fjármálamarkaði sem höfðu tímabundin áhrif til að stórauka einkaneyslu og innflutning," segir Þorsteinn og vísar til samkeppni á íbúðamarkaði og krónubréfaútgáfu. "En þrátt fyrir tímabundna ókyrrð á alþjóðlegum fjármálamarkaði eru áherslur í spánni að mestu óbreyttar. Í ár gerum við ráð fyrir 4,8 prósenta hagvexti, en samsetning hans er að breytast. Við förum úr þjóðarútgjalda- og skuldadrifnum hagvexti í útflutningsleiddan hagvöxt." Á næsta ári er gert ráð fyrir að innflutningur dragist saman um helming, um leið og álútflutningur aukist. Þorsteinn bendir á að staða ríkissjóðs sé sterk í alþjóðlegum samanburði og eignir landsmanna, þar á meðal óvenjustórir lífeyrissjóðir, nemi þreföldum skuldum þeirra. Hann segir hægari hagvexti spáð á komandi árum, með aðeins meira atvinnuleysi og minni verðbólgu og því séu líkur minni á harðri lendingu. "Við telum að sú umræða hafi verið svolítið yfirdrifin," segir hann Á næsta ári verður 11,9 milljarða halli á ríkissjóði samkvæmt þjóðhagsspá fjármálaráðuneytisins, saman borið við áætlaðan hagnað upp á 26,2 milljarða í ár og 37,8 milljarða árið 2005. Þorsteinn segir að þarna vegi trúlega þyngst tekjur sem ríkið verður af vegna fyrirhugaðrar tveggja prósenta tekjuskattslækkunar. Þá komi einnig til á árinu 2007 aukin útgjöld vegna framkvæmda sem áður hafi verið frestað, svo sem við gerð Héðinsfjarðarganga. Þorsteinn áréttar að í spá ráðuneytisins sé ekki gert ráð fyrir öðrum framkvæmdum en þeim sem hafi verið ákveðnar eða séu þegar farnar í gang, en ekki þær sem rætt sé um jafnvel þótt kannski séu 90 prósenta líkur á að einhverjar af þeim fari í gang. Hann bendir hins vegar á að í spánni sé farið yfir það hvað gerist verði af stóriðjuframkvæmdum sem rætt er um. "Þar er verið að tala um ríflega 800 þúsund tonna framleiðslugetu í þremur framkvæmdum sem komið gætu til á næstu átta til tíu árum. Þar er lykillinn svolítið tímasetning framkvæmdanna," segir hann, en bætir um leið við að komi aðgerðirnar jafnt inn verði áhrifin innan við eitt prósent af landsframleiðslu á ári. Áhrif af framkvæmdum í ár og í fyrra segir hann helmingi meiri. Viðskipti Mest lesið Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Viðskipti innlent 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Sjá meira
Spáð er stuttu verðbólguskoti og hraðri aðlögun hagkerfisins í nýrri þjóðhagsspá fjármálaráðuneytisins fyrir árin 2006 til 2010. Hagvöxtur í fyrra var heldur meiri en fyrri spár gerðu ráð fyrir, 5,5 prósent í stað 5,2 prósenta, vegna ört vaxandi þjóðarútgjalda. "Ójafnvægið er tímabundið, breytingarnar eru að ganga yfir og hagkerfið er byrjað að leita jafnvægis. Gengisbreytingin er hluti af því," segir Þorsteinn Þorgeirsson, skrifstofustjóri efnahagsskrifstofu fjármálaráðuneytisins. "Hér voru stóriðjufjárfestingar vel fyrirséðar, en síðan komu ófyrirséðar breytingar á fjármálamarkaði sem höfðu tímabundin áhrif til að stórauka einkaneyslu og innflutning," segir Þorsteinn og vísar til samkeppni á íbúðamarkaði og krónubréfaútgáfu. "En þrátt fyrir tímabundna ókyrrð á alþjóðlegum fjármálamarkaði eru áherslur í spánni að mestu óbreyttar. Í ár gerum við ráð fyrir 4,8 prósenta hagvexti, en samsetning hans er að breytast. Við förum úr þjóðarútgjalda- og skuldadrifnum hagvexti í útflutningsleiddan hagvöxt." Á næsta ári er gert ráð fyrir að innflutningur dragist saman um helming, um leið og álútflutningur aukist. Þorsteinn bendir á að staða ríkissjóðs sé sterk í alþjóðlegum samanburði og eignir landsmanna, þar á meðal óvenjustórir lífeyrissjóðir, nemi þreföldum skuldum þeirra. Hann segir hægari hagvexti spáð á komandi árum, með aðeins meira atvinnuleysi og minni verðbólgu og því séu líkur minni á harðri lendingu. "Við telum að sú umræða hafi verið svolítið yfirdrifin," segir hann Á næsta ári verður 11,9 milljarða halli á ríkissjóði samkvæmt þjóðhagsspá fjármálaráðuneytisins, saman borið við áætlaðan hagnað upp á 26,2 milljarða í ár og 37,8 milljarða árið 2005. Þorsteinn segir að þarna vegi trúlega þyngst tekjur sem ríkið verður af vegna fyrirhugaðrar tveggja prósenta tekjuskattslækkunar. Þá komi einnig til á árinu 2007 aukin útgjöld vegna framkvæmda sem áður hafi verið frestað, svo sem við gerð Héðinsfjarðarganga. Þorsteinn áréttar að í spá ráðuneytisins sé ekki gert ráð fyrir öðrum framkvæmdum en þeim sem hafi verið ákveðnar eða séu þegar farnar í gang, en ekki þær sem rætt sé um jafnvel þótt kannski séu 90 prósenta líkur á að einhverjar af þeim fari í gang. Hann bendir hins vegar á að í spánni sé farið yfir það hvað gerist verði af stóriðjuframkvæmdum sem rætt er um. "Þar er verið að tala um ríflega 800 þúsund tonna framleiðslugetu í þremur framkvæmdum sem komið gætu til á næstu átta til tíu árum. Þar er lykillinn svolítið tímasetning framkvæmdanna," segir hann, en bætir um leið við að komi aðgerðirnar jafnt inn verði áhrifin innan við eitt prósent af landsframleiðslu á ári. Áhrif af framkvæmdum í ár og í fyrra segir hann helmingi meiri.
Viðskipti Mest lesið Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Viðskipti innlent 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Sjá meira