Botnlaus hlutabréfamarkaður 20. apríl 2006 00:01 Úrvalsvísitalan er komin undir það gildi sem hún stóð í um áramótin. Þá stóð hún í 5.534 stigum en lokagildi hennar í gær var 5.397 stig eftir 2,5 prósenta dagslækkun. Gengi krónunnar féll jafnframt um 3,5 prósent í gær sem er ein mesta lækkun hennar í fimm ár. Mikið fall hefur verið á hlutabréfamarkaði eftir páska. Þannig hafa hlutabréf allra félaga í Úrvalsvísitöllunni lækkað, mest bréfa í FL Group og Landsbankanum eða um tíu prósent. Nú er svo komið að gengi bankanna er lægra en það var um áramótin. Landsbankinn hefur til að mynda lækkað um 15,8 prósent frá áramótum, Glitnir um 4,6 prósent og KB banki um 1,7 prósent. Straumur-Burðarás hefur hins vegar hækkað lítillega á árinu. "Það ríkir sú skoðun að botninum sé ekki náð. Þá fara margir á hliðarlínuna og setja peningana í áhættulausa fjárfestingu," segir Jónas Gauti Friðþjófsson, sérfræðingur hjá Glitni. Fjárfestar flýja í öruggt skjól með því að leggja peningana sína inn á ellefu prósenta markaðsreikninga. Óvíst er um að þriggja mánaða uppgjör stóru félaganna, sem lofa góðu, hafi nokkur áhrif. Greinilegt er að margir fjárfestar, sem hafa verið fjármagnaðir í erlendum lánum, eru að taka á sig tvöfalt tap með falli hlutabréfa og veikingu krónunnar og geti því ef til vill ekki, eða vilji ekki, komið á ný inn á hlutabréfamarkaðinn. Jónas bendir á að rekstrargrundvöllur flestra fyrirtækja í Kauphöll Íslands sé traustur og horfur góðar, meðal annars hjá fjármálafyrirtækjunum sem hafa lækkað ört. Hins vegar er stemmningin fyrir hlutabréfum neikvæð og mótlætið mikið: "Þegar koma fram þekktar fjármálastofnanir og lýsa því yfir í fyrirsagnastíl að ástandið hér sé slæmt og samdráttur framundan, þá hljómar það illa í eyrum hins almenna fjárfestis." Ekki bæti úr skák að framundan eru verðbólguskot og vaxtahækkanir. Ekki er talið ólíklegt að stærri fjárfestar séu farnir að finna fyrir lækkunum á markaði, enda hafa margir þeirra tekið þátt í hlutafjáraukningum með erlendri fjármögnun. Margir eru þó enn í miklum plús þar sem hlutabréfaverð hefur hækkað um 36 prósent á síðustu tólf mánuðum. Innlent Viðskipti Mest lesið Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Viðskipti innlent Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent Óvænt en breytir þó ekki spám Viðskipti innlent Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Viðskipti innlent Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Viðskipti innlent Ráðin markaðsstjóri Prís Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Nýr vefur Félags foreldra- og uppeldisfræðinga kominn í loftið Samstarf Fleiri fréttir Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Sjá meira
Úrvalsvísitalan er komin undir það gildi sem hún stóð í um áramótin. Þá stóð hún í 5.534 stigum en lokagildi hennar í gær var 5.397 stig eftir 2,5 prósenta dagslækkun. Gengi krónunnar féll jafnframt um 3,5 prósent í gær sem er ein mesta lækkun hennar í fimm ár. Mikið fall hefur verið á hlutabréfamarkaði eftir páska. Þannig hafa hlutabréf allra félaga í Úrvalsvísitöllunni lækkað, mest bréfa í FL Group og Landsbankanum eða um tíu prósent. Nú er svo komið að gengi bankanna er lægra en það var um áramótin. Landsbankinn hefur til að mynda lækkað um 15,8 prósent frá áramótum, Glitnir um 4,6 prósent og KB banki um 1,7 prósent. Straumur-Burðarás hefur hins vegar hækkað lítillega á árinu. "Það ríkir sú skoðun að botninum sé ekki náð. Þá fara margir á hliðarlínuna og setja peningana í áhættulausa fjárfestingu," segir Jónas Gauti Friðþjófsson, sérfræðingur hjá Glitni. Fjárfestar flýja í öruggt skjól með því að leggja peningana sína inn á ellefu prósenta markaðsreikninga. Óvíst er um að þriggja mánaða uppgjör stóru félaganna, sem lofa góðu, hafi nokkur áhrif. Greinilegt er að margir fjárfestar, sem hafa verið fjármagnaðir í erlendum lánum, eru að taka á sig tvöfalt tap með falli hlutabréfa og veikingu krónunnar og geti því ef til vill ekki, eða vilji ekki, komið á ný inn á hlutabréfamarkaðinn. Jónas bendir á að rekstrargrundvöllur flestra fyrirtækja í Kauphöll Íslands sé traustur og horfur góðar, meðal annars hjá fjármálafyrirtækjunum sem hafa lækkað ört. Hins vegar er stemmningin fyrir hlutabréfum neikvæð og mótlætið mikið: "Þegar koma fram þekktar fjármálastofnanir og lýsa því yfir í fyrirsagnastíl að ástandið hér sé slæmt og samdráttur framundan, þá hljómar það illa í eyrum hins almenna fjárfestis." Ekki bæti úr skák að framundan eru verðbólguskot og vaxtahækkanir. Ekki er talið ólíklegt að stærri fjárfestar séu farnir að finna fyrir lækkunum á markaði, enda hafa margir þeirra tekið þátt í hlutafjáraukningum með erlendri fjármögnun. Margir eru þó enn í miklum plús þar sem hlutabréfaverð hefur hækkað um 36 prósent á síðustu tólf mánuðum.
Innlent Viðskipti Mest lesið Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Viðskipti innlent Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent Óvænt en breytir þó ekki spám Viðskipti innlent Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Viðskipti innlent Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Viðskipti innlent Ráðin markaðsstjóri Prís Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Nýr vefur Félags foreldra- og uppeldisfræðinga kominn í loftið Samstarf Fleiri fréttir Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Sjá meira