Lánastofnanir finna aukna ásókn í myntkörfulán 19. apríl 2006 00:01 Í Kópavogi. Veiking krónunnar síðustu daga hefur orðið til þess að fleiri hugleiða nú húsnæðislán í erlendri mynt. Slíkum lánum fylgir gengisáhætta á móti því að þau bera lægri vexti og einstaklingsbundið hvað hentar hverjum. MYND/E.Ól. Útlánastofnanir merkja aukna ásókn almennings í húsnæðislán í erlendri mynt, hvort sem það er til endurfjármögnunar eða nýrra kaupa. Bankar ráðlögðu fólki til skamms tíma að taka frekar lán í krónum, en taka nú sumir hverjir hlutlausari afstöðu. Veiking á gengi krónunnar hefur leitt til þess að fleiri velta fyrir sér hvort hagkvæmt sé að skuldbreyta húsnæðislánum yfir í erlendar myntkörfur. Slík lán eru óverðtryggð þannig að fólk er laust við verðbólguáhrif sem hækka lán og bera auk þess töluvert lægri vexti. Á móti kemur að myntkörfulánum geta fylgt meiri sveiflur í afborgunum og um þau gilda strangari reglur um veðsetningarhlutfall íbúða. Í nýlegri úttekt greiningardeildar Landsbankans á efnahagsmálum og skuldabréfamarkaði segir að raungengi krónunnar sé nálægt jafnvægi. Það ýtir undir að hagkvæmt kunni að vera að taka lán í erlendri mynt. Í gær endaði vísitala krónunnar í 131,1 stigi, en í ritinu er talið líklegast að hún sveiflist á bilinu 120 til 130 stig það sem eftir lifir árs og fram á það næsta, áður en gengið styrkist á ný gangi stóriðjuáform eftir. Við styrkingu gengisins græða þeir sem skulda í erlendri mynt. Friðrik S. Halldórsson, framkvæmdastjóri viðskiptabankasviðs Kaupþings banka, segir að eftir veikingu krónunnar hafi aðeins orðið vart við aukinn áhuga á skulbreytingum lána yfir í erlendar myntir. "Hér áður fyrr höfum við ekki hvatt fólk til að gera þetta, en núna þegar krónan hefur leiðrést er þetta kannski orðið betri kostur en var." Hann segir bankann þó reyna að vera hlutlausan í ráðleggingum sínum til fólks í þessum efnum. "Við finnum samt vaxandi áhuga, vaxtamunurinn er orðinn það mikill og krónan á stuttum tíma búin að lækka um rúm 15 prósent." Friðrik áréttar þó að lánum í erlendri mynt fylgi áhætta. "Kannski ekki síst að vextir erlendis hækki, en þeir hafa hækkað töluvert undanfarið, sérstaklega í Bandaríkjunum. En hér eru líka verðbólguhorfur frekar daprar þannig að fólk veltir fyrir sér þessum kostum." Hann segir að bankinn bjóði líka erlend lán þegar verið er að kaupa fasteignir en þeim fylgi þó strangari skilyrði, sérstaklega varðandi veðsetningu. Hlutfall hennar má alla jafna ekki fara yfir 65 prósent. Þá fylgir skuldbreytingum kostnaður í formi uppgreiðslu og stimpilgjalda sem taka þarf tillit til, en í háum lánum geta þau útgjöld orðið töluverð. Þannig nemur lántöku og stimpilgjald að jafnaði um 2,5 prósentum af lánsupphæðinni. Frjálsi fjárfestingarbankinn var núna í vikunni fyrstur til að auglýsa myntkörfulán sérstaklega. Eiríkur Óli Árnason, forstöðumaður útlánasviðs bankans, segir að viðskiptavinum sé þó ekki ráðlagt að taka myntkörfulán, enda hafi bankinn ekki greiningardeild til að undirbyggja slíka ráðleggingu. "En við bendum fólki á að skoða þetta vel sem valkost og mælum ekki á móti því," segir hann og kveður suma starfsmenn bankans hafa breytt sínum lánum yfir í erlenda mynt. Haukur Oddsson, framkvæmdastjóri viðskiptabanka Glitnis, segist ekki merkja sérstaka ásókn í myntkörfulán um þessar mundir umfram venjubundnar sveiflur. Innlent Viðskipti Mest lesið Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap Viðskipti innlent Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Fleiri fréttir Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Sjá meira
Útlánastofnanir merkja aukna ásókn almennings í húsnæðislán í erlendri mynt, hvort sem það er til endurfjármögnunar eða nýrra kaupa. Bankar ráðlögðu fólki til skamms tíma að taka frekar lán í krónum, en taka nú sumir hverjir hlutlausari afstöðu. Veiking á gengi krónunnar hefur leitt til þess að fleiri velta fyrir sér hvort hagkvæmt sé að skuldbreyta húsnæðislánum yfir í erlendar myntkörfur. Slík lán eru óverðtryggð þannig að fólk er laust við verðbólguáhrif sem hækka lán og bera auk þess töluvert lægri vexti. Á móti kemur að myntkörfulánum geta fylgt meiri sveiflur í afborgunum og um þau gilda strangari reglur um veðsetningarhlutfall íbúða. Í nýlegri úttekt greiningardeildar Landsbankans á efnahagsmálum og skuldabréfamarkaði segir að raungengi krónunnar sé nálægt jafnvægi. Það ýtir undir að hagkvæmt kunni að vera að taka lán í erlendri mynt. Í gær endaði vísitala krónunnar í 131,1 stigi, en í ritinu er talið líklegast að hún sveiflist á bilinu 120 til 130 stig það sem eftir lifir árs og fram á það næsta, áður en gengið styrkist á ný gangi stóriðjuáform eftir. Við styrkingu gengisins græða þeir sem skulda í erlendri mynt. Friðrik S. Halldórsson, framkvæmdastjóri viðskiptabankasviðs Kaupþings banka, segir að eftir veikingu krónunnar hafi aðeins orðið vart við aukinn áhuga á skulbreytingum lána yfir í erlendar myntir. "Hér áður fyrr höfum við ekki hvatt fólk til að gera þetta, en núna þegar krónan hefur leiðrést er þetta kannski orðið betri kostur en var." Hann segir bankann þó reyna að vera hlutlausan í ráðleggingum sínum til fólks í þessum efnum. "Við finnum samt vaxandi áhuga, vaxtamunurinn er orðinn það mikill og krónan á stuttum tíma búin að lækka um rúm 15 prósent." Friðrik áréttar þó að lánum í erlendri mynt fylgi áhætta. "Kannski ekki síst að vextir erlendis hækki, en þeir hafa hækkað töluvert undanfarið, sérstaklega í Bandaríkjunum. En hér eru líka verðbólguhorfur frekar daprar þannig að fólk veltir fyrir sér þessum kostum." Hann segir að bankinn bjóði líka erlend lán þegar verið er að kaupa fasteignir en þeim fylgi þó strangari skilyrði, sérstaklega varðandi veðsetningu. Hlutfall hennar má alla jafna ekki fara yfir 65 prósent. Þá fylgir skuldbreytingum kostnaður í formi uppgreiðslu og stimpilgjalda sem taka þarf tillit til, en í háum lánum geta þau útgjöld orðið töluverð. Þannig nemur lántöku og stimpilgjald að jafnaði um 2,5 prósentum af lánsupphæðinni. Frjálsi fjárfestingarbankinn var núna í vikunni fyrstur til að auglýsa myntkörfulán sérstaklega. Eiríkur Óli Árnason, forstöðumaður útlánasviðs bankans, segir að viðskiptavinum sé þó ekki ráðlagt að taka myntkörfulán, enda hafi bankinn ekki greiningardeild til að undirbyggja slíka ráðleggingu. "En við bendum fólki á að skoða þetta vel sem valkost og mælum ekki á móti því," segir hann og kveður suma starfsmenn bankans hafa breytt sínum lánum yfir í erlenda mynt. Haukur Oddsson, framkvæmdastjóri viðskiptabanka Glitnis, segist ekki merkja sérstaka ásókn í myntkörfulán um þessar mundir umfram venjubundnar sveiflur.
Innlent Viðskipti Mest lesið Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap Viðskipti innlent Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Fleiri fréttir Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Sjá meira