Ósammála um hækkunarþörf 29. mars 2006 00:01 Greiningardeildir KB banka og Glitnis gera ráð fyrir að Seðlabanki Íslands hækki stýrivexti um fimmtíu punkta á fimmtudaginn. Greiningardeild Landsbankans telur að hún verði á bilinu 50 til 75 punktar en ætti jafnvel að vera 100 punktar. Ef stýrivaxtahækkunin á að hafa áhrif, ekki einungis á verðbólguna heldur ekki síður á trúverðugleika peningastefnunnar, þarf hún að vera að minnsta kosti 75 punktar, segir Edda Rós Karlsdóttir, forstöðumaður Greiningardeildar Landsbankans. Segir hún fyrirsjáanlega mikla verðbólgu á komandi mánuðum þýða að fjárfestar muni flýja yfir í verðtryggð bréf sem muni gefa töluvert hærri ávöxtun en óverðtryggðir skammtímavextir. Það vinni á móti því að vaxtahækkunin komi fram í verðtryggðum löngum vöxtum. Það skiptir miklu máli að miðlunarferlið virki hratt nú þegar við erum komin svona langt inn í hagsveifluna. Sérfræðingar greiningardeilda KB banka og Glitnis eru á öðru máli. Telja þeir skynsamlegast, og jafnframt líklegast, að Seðlabankinn hækki vexti um fimmtíu punkta. Með því viðhaldi hann og auki vaxtamuninn við útlönd. Seðlabankinn hefur markað sér þá stefnu að vera með fasta vaxtaákvörðunardaga sem gefur til kynna að hann muni halda reglulegum takti í sínum vaxtaákvörðunum. Snarhækkun vaxta nú gæfi ekki traustvekjandi mynd af íslensku efnahagslífi út á við, segir Ingvar Arnarson hjá Greiningardeild Glitnis. Ásgeir Jónsson, hagfræðingur KB banka, tekur í sama streng. Segir hann Seðlabankann hafa haft tækifæri til að bregðast við verðbólgunni með því að hækka vexti um meira en 25 punkta í desember, sem hann gerði ekki. Verðbólgan sem nú sé að ganga í garð sé staðreynd og of seint að bregðast við henni, enda taki nokkra mánuði fyrir vaxtaákvörðun að hafa áhrif. Seðlabankinn þurfi því framar öllu að sýna yfirvegun. Edda Rós er ósammála þessu. Nú er ekki tíminn til að bíða og sjá til. Ef okkur tekst að róa krónuna þýðir það að minni eða færri hækkanir komi í kjölfarið. Það er einmitt merki um trúverðugleika og yfirvegun að vera ákveðinn í núverandi stöðu. Innlent Viðskipti Mest lesið Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Viðskipti innlent Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Viðskipti innlent Sýn tapaði 239 milljónum Viðskipti innlent „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Viðskipti innlent Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Verða ekki Framúrskarandi nema uppfylla lög um kynjahlutfall Framúrskarandi fyrirtæki Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Viðskipti innlent Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Neytendur Fleiri fréttir Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Sjá meira
Greiningardeildir KB banka og Glitnis gera ráð fyrir að Seðlabanki Íslands hækki stýrivexti um fimmtíu punkta á fimmtudaginn. Greiningardeild Landsbankans telur að hún verði á bilinu 50 til 75 punktar en ætti jafnvel að vera 100 punktar. Ef stýrivaxtahækkunin á að hafa áhrif, ekki einungis á verðbólguna heldur ekki síður á trúverðugleika peningastefnunnar, þarf hún að vera að minnsta kosti 75 punktar, segir Edda Rós Karlsdóttir, forstöðumaður Greiningardeildar Landsbankans. Segir hún fyrirsjáanlega mikla verðbólgu á komandi mánuðum þýða að fjárfestar muni flýja yfir í verðtryggð bréf sem muni gefa töluvert hærri ávöxtun en óverðtryggðir skammtímavextir. Það vinni á móti því að vaxtahækkunin komi fram í verðtryggðum löngum vöxtum. Það skiptir miklu máli að miðlunarferlið virki hratt nú þegar við erum komin svona langt inn í hagsveifluna. Sérfræðingar greiningardeilda KB banka og Glitnis eru á öðru máli. Telja þeir skynsamlegast, og jafnframt líklegast, að Seðlabankinn hækki vexti um fimmtíu punkta. Með því viðhaldi hann og auki vaxtamuninn við útlönd. Seðlabankinn hefur markað sér þá stefnu að vera með fasta vaxtaákvörðunardaga sem gefur til kynna að hann muni halda reglulegum takti í sínum vaxtaákvörðunum. Snarhækkun vaxta nú gæfi ekki traustvekjandi mynd af íslensku efnahagslífi út á við, segir Ingvar Arnarson hjá Greiningardeild Glitnis. Ásgeir Jónsson, hagfræðingur KB banka, tekur í sama streng. Segir hann Seðlabankann hafa haft tækifæri til að bregðast við verðbólgunni með því að hækka vexti um meira en 25 punkta í desember, sem hann gerði ekki. Verðbólgan sem nú sé að ganga í garð sé staðreynd og of seint að bregðast við henni, enda taki nokkra mánuði fyrir vaxtaákvörðun að hafa áhrif. Seðlabankinn þurfi því framar öllu að sýna yfirvegun. Edda Rós er ósammála þessu. Nú er ekki tíminn til að bíða og sjá til. Ef okkur tekst að róa krónuna þýðir það að minni eða færri hækkanir komi í kjölfarið. Það er einmitt merki um trúverðugleika og yfirvegun að vera ákveðinn í núverandi stöðu.
Innlent Viðskipti Mest lesið Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Viðskipti innlent Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Viðskipti innlent Sýn tapaði 239 milljónum Viðskipti innlent „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Viðskipti innlent Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Verða ekki Framúrskarandi nema uppfylla lög um kynjahlutfall Framúrskarandi fyrirtæki Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Viðskipti innlent Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Neytendur Fleiri fréttir Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Sjá meira