Síminn undirbýr útrás 24. mars 2006 00:01 Síminn skoðar útrásartækifæri. Stjórn Símans hefur heimild til að auka hlutafé félagsins um 3,5 milljarða króna ef tækifæri gerast. Lýður Guðmundsson vill að hugað verði að nýjum sæstreng. Síminn hefur til skoðunar fjölmörg tækifæri erlendis til ytri vaxtar. Lýður Guðmundsson, stjórnarformaður Símans, greindi frá þessu á aðalfundi félagsins sem fram fór á miðvikudaginn. Á þessu stigi er ekki unnt að segja annað en að við munum vanda valið vel og gefa okkur þann tíma sem þarf. Stjórn Símans hefur heimild til að auka hlutafé félagsins um 3,5 milljarða að nafnverði, sem myndi nýtast til nýrra verkefna. Félagið ætlar að opna söluskrifstofu í Lundúnum í maí til þess að fylgja eftir útrás íslenskra viðskiptavina. Gríðarlegar breytingar urðu á eignarhaldi og efnahag Símans á síðasta ári. Ríkið seldi 98,8 prósenta hlut sinn til Skipta, sem að standa Exista, KB banki, fjórir lífeyrissjóðir og fleiri fjárfestar, fyrir 66,7 milljarða króna. Í desember síðastliðnum sameinuðust Síminn, Skipti og Íslenska sjónvarpsfélagið og var hlutafé Símans aukið úr sjö milljörðum króna í tæpan 31 milljarð. Eignir félagsins voru í 83 milljörðum í árslok samanborið við 29 milljarða árið áður og stafar hækkunin að mestu af óefnislegum eignum sem urðu til við sameininguna. Eigið fé stóð í 32,8 milljörðum í árslok. Síminn skilaði 4.032 milljóna hagnaði í fyrra og hækkaði um tæpan einn milljarð á milli ára. Lýður er fylgjandi því að hugað verði að nýjum sæstreng en arðsemissjónarmið verða að ríkja um þá framkvæmd. Tvöföld varaleið er nauðsynleg í fyllingu tímans en þá þurfa hugsanlega fleiri að taka ábyrgð á því en eingöngu fjarskiptafyrirtækin og íslenska ríkið. Hann telur að þau fyrirtæki sem eiga allt sig undir góðum samböndum við útlönd gætu einnig komið að verkefninu. Aðalfundurinn var haldinn í ljósi þeirra tíðinda að samkeppnisaðilinn Dagsbrún hafði eignast yfir helming hlutafjár í Kögun en Síminn var stærsti hluthafinn. Stjórnarformaðurinn greindi frá því að öll viðskipti Símans við Kögun yrðu tekin til endurskoðunar en mikil og gagnkvæm viðskipti hafa verið með félögunum í gegnum árin. Nýja stjórn Símans skipa þau Erlendur Hjaltason, Lýður Guðmundsson, Panikos Katsouris, Rannveig Rist og Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson. Heimilt er að fjölgja stjórnarmönnum í sjö. Innlent Viðskipti Mest lesið „Þetta eru bara krakkar sem eru í þessu fyrir peningana“ Neytendur „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Viðskipti innlent Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Viðskipti innlent „Var með skipt í miðju og notaði óhóflegt magn af geli“ Atvinnulíf Buffet hættir sem forstjóri við lok árs Viðskipti erlent Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Sjá meira
Síminn hefur til skoðunar fjölmörg tækifæri erlendis til ytri vaxtar. Lýður Guðmundsson, stjórnarformaður Símans, greindi frá þessu á aðalfundi félagsins sem fram fór á miðvikudaginn. Á þessu stigi er ekki unnt að segja annað en að við munum vanda valið vel og gefa okkur þann tíma sem þarf. Stjórn Símans hefur heimild til að auka hlutafé félagsins um 3,5 milljarða að nafnverði, sem myndi nýtast til nýrra verkefna. Félagið ætlar að opna söluskrifstofu í Lundúnum í maí til þess að fylgja eftir útrás íslenskra viðskiptavina. Gríðarlegar breytingar urðu á eignarhaldi og efnahag Símans á síðasta ári. Ríkið seldi 98,8 prósenta hlut sinn til Skipta, sem að standa Exista, KB banki, fjórir lífeyrissjóðir og fleiri fjárfestar, fyrir 66,7 milljarða króna. Í desember síðastliðnum sameinuðust Síminn, Skipti og Íslenska sjónvarpsfélagið og var hlutafé Símans aukið úr sjö milljörðum króna í tæpan 31 milljarð. Eignir félagsins voru í 83 milljörðum í árslok samanborið við 29 milljarða árið áður og stafar hækkunin að mestu af óefnislegum eignum sem urðu til við sameininguna. Eigið fé stóð í 32,8 milljörðum í árslok. Síminn skilaði 4.032 milljóna hagnaði í fyrra og hækkaði um tæpan einn milljarð á milli ára. Lýður er fylgjandi því að hugað verði að nýjum sæstreng en arðsemissjónarmið verða að ríkja um þá framkvæmd. Tvöföld varaleið er nauðsynleg í fyllingu tímans en þá þurfa hugsanlega fleiri að taka ábyrgð á því en eingöngu fjarskiptafyrirtækin og íslenska ríkið. Hann telur að þau fyrirtæki sem eiga allt sig undir góðum samböndum við útlönd gætu einnig komið að verkefninu. Aðalfundurinn var haldinn í ljósi þeirra tíðinda að samkeppnisaðilinn Dagsbrún hafði eignast yfir helming hlutafjár í Kögun en Síminn var stærsti hluthafinn. Stjórnarformaðurinn greindi frá því að öll viðskipti Símans við Kögun yrðu tekin til endurskoðunar en mikil og gagnkvæm viðskipti hafa verið með félögunum í gegnum árin. Nýja stjórn Símans skipa þau Erlendur Hjaltason, Lýður Guðmundsson, Panikos Katsouris, Rannveig Rist og Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson. Heimilt er að fjölgja stjórnarmönnum í sjö.
Innlent Viðskipti Mest lesið „Þetta eru bara krakkar sem eru í þessu fyrir peningana“ Neytendur „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Viðskipti innlent Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Viðskipti innlent „Var með skipt í miðju og notaði óhóflegt magn af geli“ Atvinnulíf Buffet hættir sem forstjóri við lok árs Viðskipti erlent Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Sjá meira