Metár í sögu Kauphallarinnar 22. mars 2006 00:01 Horft til framtíðar. Bjarni Ármannsson, fráfarandi stjórnarformaður Verðbréfaþings hf., og Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallar Íslands og framkvæmdastjóri Verðbréfaþings, horfa yfir sviðið á aðalfundi Verðbréfaþings sem haldinn var á fimmtudaginn var. MYND/E.Ól. Á aðalfundi Verðbréfaþings hf. sem haldinn var 16. mars kom fram að síðasta ár hefði verði metár í sögu Kauphallar íslands. Verðbréfaþing er eignarhaldsfélag sem stofnað var sumarið 2002, en undir það heyra Kauphöll Íslands hf. og Verðbréfaskráning Íslands hf. Bjarni Ármannsson, fráfarandi stjórnarformaður Verðbréfaþings, upplýsti að hlutabréfaviðskipti hefðu verið fyrir 1.202 milljarða króna, meiri en nokkru sinni fyrr. Úrvalsvísitalan hækkaði um 65 prósent og sló með því fyrra met frá árinu 1996. Þá var heildarvelta skuldabréfa sú næstmesta frá upphafi, 1.322 milljarðar króna, og velta á einum ársfjórðungi sú mesta frá byrjun, 507 milljarðar króna. Kosin var ný stjórn Verðbréfaþings hf. Við stjórnarformennskunni tók Friðrik Jóhannsson, varaformaður er Ingólfur Helgason og ritari stjórnar Þorgeir Eyjólfsson. Auk þeirra voru kosin í stjórn Tryggvi Pálsson, Óttar Pálsson, Finnur Sveinbjörnsson, Yngvi Örn Kristinsson, Halla Tómasdóttir og Gylfi Magnússon. Varamenn eru Björgólfur Jóhannsson, Jafet Ólafsson, Haukur Hafsteinsson, Tómas Örn Kristinsson, Helgi Sigurðsson, Finnur Reyr Stefánsson, Sævar Helgason, Ágúst H. Leósson og Vilhjálmur Bjarnason. Samþykkt var á fundinum að stjórnarmenn fengju greiddar fyrir setuna 60.000 krónur á mánuði og stjórnarformaður 120.000 krónur. Varamenn fá greiddar 30.000 krónur fyrir hvern fund sem þeir sitja. Auk Bjarna létu af stjórnarsetu Þorkell Sigurjónsson og Ragnhildur Geirsdóttir. Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallarinnar, segir stefnt að frekari vexti og að því að laða til viðskipta fleiri erlend fyrirtæki og fjárfesta. Meðal helstu verkefni sem fyrir liggja á þessu ári segir hann vera frekari samhæfingu innlends fjármálaumhverfis því sem algengast er erlendis og stofnun lánamarkaðar með verðbréf í samstarfi við Verðbréfaskráninguna og kauphallaraðila, sem vænst sé að muni stuðla að auknum seljanleika á markaðnum. Þá segir hann verið að hleypa af stokkunum iSEC nýjum markaði fyrir smá og millistór félög, auk þess sem áfram verði unnið að því að efla NOREX-samstarfið og að styrkja samstarfið við Færeyjar. Hann segir nýrra skráninga færeyskra félaga að vænta á næstu misserum. Innlent Viðskipti Mest lesið „Var með skipt í miðju og notaði óhóflegt magn af geli“ Atvinnulíf Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Viðskipti innlent Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Sjá meira
Á aðalfundi Verðbréfaþings hf. sem haldinn var 16. mars kom fram að síðasta ár hefði verði metár í sögu Kauphallar íslands. Verðbréfaþing er eignarhaldsfélag sem stofnað var sumarið 2002, en undir það heyra Kauphöll Íslands hf. og Verðbréfaskráning Íslands hf. Bjarni Ármannsson, fráfarandi stjórnarformaður Verðbréfaþings, upplýsti að hlutabréfaviðskipti hefðu verið fyrir 1.202 milljarða króna, meiri en nokkru sinni fyrr. Úrvalsvísitalan hækkaði um 65 prósent og sló með því fyrra met frá árinu 1996. Þá var heildarvelta skuldabréfa sú næstmesta frá upphafi, 1.322 milljarðar króna, og velta á einum ársfjórðungi sú mesta frá byrjun, 507 milljarðar króna. Kosin var ný stjórn Verðbréfaþings hf. Við stjórnarformennskunni tók Friðrik Jóhannsson, varaformaður er Ingólfur Helgason og ritari stjórnar Þorgeir Eyjólfsson. Auk þeirra voru kosin í stjórn Tryggvi Pálsson, Óttar Pálsson, Finnur Sveinbjörnsson, Yngvi Örn Kristinsson, Halla Tómasdóttir og Gylfi Magnússon. Varamenn eru Björgólfur Jóhannsson, Jafet Ólafsson, Haukur Hafsteinsson, Tómas Örn Kristinsson, Helgi Sigurðsson, Finnur Reyr Stefánsson, Sævar Helgason, Ágúst H. Leósson og Vilhjálmur Bjarnason. Samþykkt var á fundinum að stjórnarmenn fengju greiddar fyrir setuna 60.000 krónur á mánuði og stjórnarformaður 120.000 krónur. Varamenn fá greiddar 30.000 krónur fyrir hvern fund sem þeir sitja. Auk Bjarna létu af stjórnarsetu Þorkell Sigurjónsson og Ragnhildur Geirsdóttir. Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallarinnar, segir stefnt að frekari vexti og að því að laða til viðskipta fleiri erlend fyrirtæki og fjárfesta. Meðal helstu verkefni sem fyrir liggja á þessu ári segir hann vera frekari samhæfingu innlends fjármálaumhverfis því sem algengast er erlendis og stofnun lánamarkaðar með verðbréf í samstarfi við Verðbréfaskráninguna og kauphallaraðila, sem vænst sé að muni stuðla að auknum seljanleika á markaðnum. Þá segir hann verið að hleypa af stokkunum iSEC nýjum markaði fyrir smá og millistór félög, auk þess sem áfram verði unnið að því að efla NOREX-samstarfið og að styrkja samstarfið við Færeyjar. Hann segir nýrra skráninga færeyskra félaga að vænta á næstu misserum.
Innlent Viðskipti Mest lesið „Var með skipt í miðju og notaði óhóflegt magn af geli“ Atvinnulíf Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Viðskipti innlent Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Sjá meira