Danske Bank spáir kreppu hér á árinu 22. mars 2006 00:01 Frá Kaupmannahöfn. Í skýrslu sem Danske bank sendi frá sér í gær segir að íslenskir bankar standi frammi fyrir fjárhagslegum mótbyr og brást sendiráð Íslands við með því að senda út fréttatilkynningu þar sem áréttuð er styrk staða þeirra og lánshæfismat. Danske bank sendi í gær frá sér skýrslu þar sem dregin er upp svört mynd af íslensku efnahagslífi og spáð kreppu á þessu ári eða næsta. "Við skoðum vísbendingar sem snemma koma fram um fjármálakreppu og komumst að þeirri niðurstöðu að horfur á Íslandi séu verri á nærri öllum sviðum en voru í Taílandi fyrir kreppuna þar árið 1997 og aðeins örlítið betri en í Tyrkandi fyrir kreppuna 2001," segir í skýrslunni. Sérfræðingar greiningardeilda íslensku bankana segja Danske bank virðast vera að falla í sömu gryfju og erlendar greiningardeildir hafa áður gert með því að setja skuldir þjóðarinnar í samhengi við verga landsframleiðslu. "Í skýrslunni kemur fram nokkur vanþekking og þeir draga svakalegar ályktanir út frá haggögnum sem þeir hafa náð í án þess að huga nokkuð að því hvað þar liggur að baki," segir Snorri Jakobsson, sérfræðingur á greiningardeild Kaupþings banka og bendir á að strax í upphafi skýrslunnar sé sleginn sá varnagli að bankinn hafi ekki áður fjallað um íslenska hagkerfið. Þá sendi sendiráð Íslands í Danmörku frá sér fréttatilkynningu þar sem styrk staða íslensku bankanna er áréttuð. Ólafur Ísleifsson, hagfræðingur og lektor við viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík, segist veigra sér við að kalla skrif Danske bank skýrslu eða álit. "Plaggið er óvenjulega stóryrt," segir hann og bendir á að höfundar þess segist sjálfir ekki vera sérfræðingar í aðstæðum á Íslandi. "Og þeir sýnast rísa undir þeirri fullyrðingu." Ólafur segir bankann taka augljósar staðreyndir, líkt og að hér sé þanið hagkerfi og að ákveðinn misbrestur hafi átt sér stað í efnahagsstjórn sem ekki hafi stutt nægilega peningamálastefnu Seðlabankans og leggja út á versta veg með samanburði við lönd á borð við Taíland og Tyrkland þar sem grundvallaraðstæður á borð við skipan gengismála og þróunarstig í efnahagsmálum hafi verið allar aðrar. Ólafur bendir á að spá Danske bank um 5 til 10 prósenta lækkun á hagvexti næstu tvö ár sé ekki studd neinum gögnum og gangi þvert á allar spár hér heima, til dæmis fjármálaráðuneyti og Seðlabanka. "Einnig vekur athygli að den Danske Bank virðist ekki hafa tekið eftir að Standard og Poors's hefur nýlega staðfest lánshæfiseinkunn sína fyrir Ísland með stöðugum horfum. Eins hafa Moody's og Fitch nýlega staðfest háar einkunnir sínar fyrir íslensku bankana." Innlent Viðskipti Mest lesið „Var með skipt í miðju og notaði óhóflegt magn af geli“ Atvinnulíf Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Viðskipti innlent Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Sjá meira
Danske bank sendi í gær frá sér skýrslu þar sem dregin er upp svört mynd af íslensku efnahagslífi og spáð kreppu á þessu ári eða næsta. "Við skoðum vísbendingar sem snemma koma fram um fjármálakreppu og komumst að þeirri niðurstöðu að horfur á Íslandi séu verri á nærri öllum sviðum en voru í Taílandi fyrir kreppuna þar árið 1997 og aðeins örlítið betri en í Tyrkandi fyrir kreppuna 2001," segir í skýrslunni. Sérfræðingar greiningardeilda íslensku bankana segja Danske bank virðast vera að falla í sömu gryfju og erlendar greiningardeildir hafa áður gert með því að setja skuldir þjóðarinnar í samhengi við verga landsframleiðslu. "Í skýrslunni kemur fram nokkur vanþekking og þeir draga svakalegar ályktanir út frá haggögnum sem þeir hafa náð í án þess að huga nokkuð að því hvað þar liggur að baki," segir Snorri Jakobsson, sérfræðingur á greiningardeild Kaupþings banka og bendir á að strax í upphafi skýrslunnar sé sleginn sá varnagli að bankinn hafi ekki áður fjallað um íslenska hagkerfið. Þá sendi sendiráð Íslands í Danmörku frá sér fréttatilkynningu þar sem styrk staða íslensku bankanna er áréttuð. Ólafur Ísleifsson, hagfræðingur og lektor við viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík, segist veigra sér við að kalla skrif Danske bank skýrslu eða álit. "Plaggið er óvenjulega stóryrt," segir hann og bendir á að höfundar þess segist sjálfir ekki vera sérfræðingar í aðstæðum á Íslandi. "Og þeir sýnast rísa undir þeirri fullyrðingu." Ólafur segir bankann taka augljósar staðreyndir, líkt og að hér sé þanið hagkerfi og að ákveðinn misbrestur hafi átt sér stað í efnahagsstjórn sem ekki hafi stutt nægilega peningamálastefnu Seðlabankans og leggja út á versta veg með samanburði við lönd á borð við Taíland og Tyrkland þar sem grundvallaraðstæður á borð við skipan gengismála og þróunarstig í efnahagsmálum hafi verið allar aðrar. Ólafur bendir á að spá Danske bank um 5 til 10 prósenta lækkun á hagvexti næstu tvö ár sé ekki studd neinum gögnum og gangi þvert á allar spár hér heima, til dæmis fjármálaráðuneyti og Seðlabanka. "Einnig vekur athygli að den Danske Bank virðist ekki hafa tekið eftir að Standard og Poors's hefur nýlega staðfest lánshæfiseinkunn sína fyrir Ísland með stöðugum horfum. Eins hafa Moody's og Fitch nýlega staðfest háar einkunnir sínar fyrir íslensku bankana."
Innlent Viðskipti Mest lesið „Var með skipt í miðju og notaði óhóflegt magn af geli“ Atvinnulíf Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Viðskipti innlent Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Sjá meira