Íslensku bankarnir endurheimta traust í Evrópu 18. mars 2006 00:01 Vaxtaálag á bréf íslensku bankanna á eftirmarkaði skuldabréfa í Evrópu lækkaði dag frá degi í síðustu viku. Þróunin endurspeglar heldur jákvæðari tón í skrifum greiningardeilda og viðleitni bankanna til að leiðrétta misskilning. Á þriðjudag varð viðsnúningur í viðhorfi fjárfesta á skuldabréfamörkuðum í viðhorfi til íslensku bankanna sem lýsti sér í því að vaxtálag á skuldabréf bankanna tók að lækka og hélt sú lækkun áfram út vikuna. Deginum áður kom út skýrsla Morgan Stanley þar sem lýst var því áliti að vaxtaálag á bréf bankanna væri allt of hátt og ekki í nokkru samræmi við áhættu fjárfesta við kaup skuldabréfanna. Þannig var um morguninn álag skuldabréf bæði Kaupþings banka og Landsbanka til tveggja ára 90 punktar, en var seinni partinn komið í 81 punkt hjá Kaupþingi banka og 77 punkta hjá Landsbankanum. Glitnir (áður Íslandsbanki) naut þegar nokkuð betri kjara, en álag á skuldabréf hans til sama tíma fór á þriðjudaginn úr 63 punktum í 60 punkta. í Frankfurt í Þýskalandi er miðstöð fjármála Greiningardeildir sem fjárfestar í Evrópu reiða sig sumir hverjir á hafa síðustu misseri farið með rangfærslur um íslenska banka og það hefur haft áhrif á kjör þeirra í útboðum skuldabréfa þar. Nordicphotos/AFP Lækkunin hélt svo áfram í vikunni og náði álagið lágmarki á fimmtudaginn með 38 punktum hjá Glitni á tveggja ára skuldabréfunum, 62 punktum hjá Kaupþingi banka og 58 punktum hjá Landsbankanum. Í gær jókst svo álagið á bréf bankanna lítillega, en sérfræðingar töldu erfitt að ráða í hvað orðið hefði til þess. Einn nefndi að hjá Bloomberg hefði pistlahöfundur farið niðrandi orðum um nafnabreytingu Íslandsbanka í Glitni og endurtekið misskilning um krosseignarhald bankanna. Ingvar H. Ragnarsson, forstöðumaður Alþjóðlegrar fjármögnunar hjá Glitni, segir þróun í vikunni hafa verið mjög jákvæða. Þar höfðu jákvæðar fréttir áhrif, bæði nýjar greiningar erlendra banka svo sem Morgan Stanley og staðfesting lánshæfismatsfyrirtækisins Standard and Poors á lánshæfismati íslenska ríkisins. Hann segir þó alveg ljóst að enn sé mikil vinna fram undan við kynningu á starfsemi bankanna og á aðstæðum í íslensku efnahagslífi. Að því beinum við aðallega kröftum okkar þessar vikurnar. Innlent Viðskipti Mest lesið „Var með skipt í miðju og notaði óhóflegt magn af geli“ Atvinnulíf Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Viðskipti innlent Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Sjá meira
Vaxtaálag á bréf íslensku bankanna á eftirmarkaði skuldabréfa í Evrópu lækkaði dag frá degi í síðustu viku. Þróunin endurspeglar heldur jákvæðari tón í skrifum greiningardeilda og viðleitni bankanna til að leiðrétta misskilning. Á þriðjudag varð viðsnúningur í viðhorfi fjárfesta á skuldabréfamörkuðum í viðhorfi til íslensku bankanna sem lýsti sér í því að vaxtálag á skuldabréf bankanna tók að lækka og hélt sú lækkun áfram út vikuna. Deginum áður kom út skýrsla Morgan Stanley þar sem lýst var því áliti að vaxtaálag á bréf bankanna væri allt of hátt og ekki í nokkru samræmi við áhættu fjárfesta við kaup skuldabréfanna. Þannig var um morguninn álag skuldabréf bæði Kaupþings banka og Landsbanka til tveggja ára 90 punktar, en var seinni partinn komið í 81 punkt hjá Kaupþingi banka og 77 punkta hjá Landsbankanum. Glitnir (áður Íslandsbanki) naut þegar nokkuð betri kjara, en álag á skuldabréf hans til sama tíma fór á þriðjudaginn úr 63 punktum í 60 punkta. í Frankfurt í Þýskalandi er miðstöð fjármála Greiningardeildir sem fjárfestar í Evrópu reiða sig sumir hverjir á hafa síðustu misseri farið með rangfærslur um íslenska banka og það hefur haft áhrif á kjör þeirra í útboðum skuldabréfa þar. Nordicphotos/AFP Lækkunin hélt svo áfram í vikunni og náði álagið lágmarki á fimmtudaginn með 38 punktum hjá Glitni á tveggja ára skuldabréfunum, 62 punktum hjá Kaupþingi banka og 58 punktum hjá Landsbankanum. Í gær jókst svo álagið á bréf bankanna lítillega, en sérfræðingar töldu erfitt að ráða í hvað orðið hefði til þess. Einn nefndi að hjá Bloomberg hefði pistlahöfundur farið niðrandi orðum um nafnabreytingu Íslandsbanka í Glitni og endurtekið misskilning um krosseignarhald bankanna. Ingvar H. Ragnarsson, forstöðumaður Alþjóðlegrar fjármögnunar hjá Glitni, segir þróun í vikunni hafa verið mjög jákvæða. Þar höfðu jákvæðar fréttir áhrif, bæði nýjar greiningar erlendra banka svo sem Morgan Stanley og staðfesting lánshæfismatsfyrirtækisins Standard and Poors á lánshæfismati íslenska ríkisins. Hann segir þó alveg ljóst að enn sé mikil vinna fram undan við kynningu á starfsemi bankanna og á aðstæðum í íslensku efnahagslífi. Að því beinum við aðallega kröftum okkar þessar vikurnar.
Innlent Viðskipti Mest lesið „Var með skipt í miðju og notaði óhóflegt magn af geli“ Atvinnulíf Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Viðskipti innlent Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Sjá meira