Danól og Ölgerðin til sölu Óli Kristján Ármannsson skrifar 22. febrúar 2006 06:00 Eigendur Daníels Ólafssonar ehf., sem rekur heildsölufyrirtækið Danól, hafa ákveðið að selja fyrirtækið og allar eignir þess, þar með talda Ölgerðina Egil Skallagrímsson ehf. Félögin verða seld saman eða hvort í sínu lagi að því gefnu að ásættanlegt kauptilboð berist, en sölumeðferðin er í höndum MP Fjárfestingarbanka. Áætlað er að salan taki um sex vikur. Rekstur Danól og Ölgerðarinnar er sagður hafa gengið mjög vel undanfarin ár og árið 2005 sagt það besta í rekstri beggja fyrirtækja frá upphafi. Velta Danól hefur vaxið jafnt og þétt og var 2,3 milljarðar 2005. Ölgerðin hefur vaxið um 50 prósent frá því í janúar 2002 og var velta fyrirtækisins í fyrra um 5,5 milljarðar, segir í tilkynningu. Einar Friðrik Kristinsson, sem verið hefur framkvæmdastjóri Danól í 42 ár, lætur af störfum þegar fyrirtækið verður selt. Ég hef verið lengi í þessum rekstri og finnst kominn tími til að draga mig í hlé. Nú eru góðar aðstæður til að selja enda margir fjársterkir aðilar sem hafa bolmagn til að kaupa. Við viljum koma fyrirtækjunum í hendur traustra aðila sem geta haldið uppbyggingu rekstrarins áfram og tryggt starfsfólkinu öruggt starfsumhverfi, segir hann. Danól er eitt stærsta innflutnings- og dreifingarfyrirtæki, en það sinnir innflutningi og markaðssetningu á mat- og sérvöru fyrir verslanir, bakarí og stóreldhús. Meðal vörumerkja Danól eru Merrild, Nestlé, Nescafé, Duni, Neutral, Oroblu, Quality Street, KitKat og After Eight. Danól er fjölskyldufyrirtæki sem var stofnað árið 1932, en eigendur þess eru hjónin Einar Friðrik Kristinsson framkvæmdastjóri og Ólöf Októsdóttir. Hjá fyrirtækinu starfa um 60 manns. Ölgerðin Egill Skallagrímsson var hins vegar stofnuð árið 1913, en hefur verið í eigu Danól frá því vorið 2002. Hjá Ölgerðinni starfa um 130 starfsmenn og starfstöðvar eru víða um land. Ölgerðin framleiðir, flytur inn, dreifir og markaðssetur gosdrykki, vatn, öl, bjór, léttvín, sterkt áfengi og snakk. Meðal vörumerkja Ölgerðarinnar eru Egils Malt og Egils Appelsín, Pepsi, Kristall og Kristall Plús, Rosemount, Egils Gull, Tuborg, Brennivín, Smirnoff, Gatorade og Doritos. Viðskipti Mest lesið 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Fleiri fréttir 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Sjá meira
Eigendur Daníels Ólafssonar ehf., sem rekur heildsölufyrirtækið Danól, hafa ákveðið að selja fyrirtækið og allar eignir þess, þar með talda Ölgerðina Egil Skallagrímsson ehf. Félögin verða seld saman eða hvort í sínu lagi að því gefnu að ásættanlegt kauptilboð berist, en sölumeðferðin er í höndum MP Fjárfestingarbanka. Áætlað er að salan taki um sex vikur. Rekstur Danól og Ölgerðarinnar er sagður hafa gengið mjög vel undanfarin ár og árið 2005 sagt það besta í rekstri beggja fyrirtækja frá upphafi. Velta Danól hefur vaxið jafnt og þétt og var 2,3 milljarðar 2005. Ölgerðin hefur vaxið um 50 prósent frá því í janúar 2002 og var velta fyrirtækisins í fyrra um 5,5 milljarðar, segir í tilkynningu. Einar Friðrik Kristinsson, sem verið hefur framkvæmdastjóri Danól í 42 ár, lætur af störfum þegar fyrirtækið verður selt. Ég hef verið lengi í þessum rekstri og finnst kominn tími til að draga mig í hlé. Nú eru góðar aðstæður til að selja enda margir fjársterkir aðilar sem hafa bolmagn til að kaupa. Við viljum koma fyrirtækjunum í hendur traustra aðila sem geta haldið uppbyggingu rekstrarins áfram og tryggt starfsfólkinu öruggt starfsumhverfi, segir hann. Danól er eitt stærsta innflutnings- og dreifingarfyrirtæki, en það sinnir innflutningi og markaðssetningu á mat- og sérvöru fyrir verslanir, bakarí og stóreldhús. Meðal vörumerkja Danól eru Merrild, Nestlé, Nescafé, Duni, Neutral, Oroblu, Quality Street, KitKat og After Eight. Danól er fjölskyldufyrirtæki sem var stofnað árið 1932, en eigendur þess eru hjónin Einar Friðrik Kristinsson framkvæmdastjóri og Ólöf Októsdóttir. Hjá fyrirtækinu starfa um 60 manns. Ölgerðin Egill Skallagrímsson var hins vegar stofnuð árið 1913, en hefur verið í eigu Danól frá því vorið 2002. Hjá Ölgerðinni starfa um 130 starfsmenn og starfstöðvar eru víða um land. Ölgerðin framleiðir, flytur inn, dreifir og markaðssetur gosdrykki, vatn, öl, bjór, léttvín, sterkt áfengi og snakk. Meðal vörumerkja Ölgerðarinnar eru Egils Malt og Egils Appelsín, Pepsi, Kristall og Kristall Plús, Rosemount, Egils Gull, Tuborg, Brennivín, Smirnoff, Gatorade og Doritos.
Viðskipti Mest lesið 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Fleiri fréttir 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Sjá meira