Íslensk fréttastofa á ensku Óli Kristján Ármannsson skrifar 22. febrúar 2006 06:00 Gunnlaugur Árnason aðalritstjóri M2 Communications og Viðskiptablaðsins og Tom Naysmith sem stýrir M2 í Bretlandi. Hópur fjárfesta sem tengist Viðskiptablaðinu hefur keypt bresku frétta- og upplýsingaveituna M2 Communications Limited (M2). Fréttir og annað efni frá M2 eru sögð ná til allt að sjö milljóna manna um allan heim á degi hverjum. Kaupverðið er sagt trúnaðarmál. Landsbanki Íslands í London fjármagnaði yfirtökuna að hluta til og veitti ráðgjöf. Fjárfestahópurinn er undir forystu Gunnars Jóhanns Birgissonar, stjórnarformanns Framtíðarsýnar, útgáfufélags Viðskiptablaðsins. Gunnlaugur Árnason, ritstjóri Viðskiptablaðsins, hefur verið ráðinn aðalritstjóri M2 samhliða því að ritstýra Viðskiptablaðinu. Hann segir að gengið hafi verið frá kaupunum í Lundúnum á Valentínusardaginn, 14. febrúar, en útrásin hafi átt sér nokkurn aðdraganda. Þegar ég hóf störf á Viðskiptablaðinu lagði ég fram ákveðnar hugmyndir sem stjórnendur tóku vel í og svo var farið af stað með fjármögnun. Hann segir þetta skuldsetta yfirtöku, en skuldsetningin sé þó í algjöru lágmarki. Gunnlaugur segir ástæður þess að ráðist var í kaupin tvíþættar. Fyrirtækið er stöndugt og hefur alltaf verið rekið með hagnaði og fjárfestingin sem slík mjög góð. Svo var náttúrlega tímabært að fylgja íslenskum fyrirtækjum í útrásinni og koma um leið á framfæri áreiðanlegum upplýsingum af íslensku viðskiptalífi, en fyrirtækið er í raun fréttaveita fyrir fréttaveitur. Samhliða kaupunum hefur Viðskiptablaðið stofnað fréttastofuna Icelandic Financial News (IFN), sem sérhæfir sig í fréttum af íslensku viðskipta- og efnahagslífi. Fréttum IFN verður svo dreift í gegnum samstarfsaðila M2, svo sem Reuters og Dow Jones. Viðskiptablaðið verður áfram Viðskiptablaðið, segir Gunnlaugur aðspurður um hvaða breytingar kaupin hafi í för með sér, en bætir við að einhverjar mannaráðningar séu fyrirséðar. En þarna verður náttúrlega ákveðin samnýting á blaðamönnum. Við fáum efni frá þeim sem við myndum ekki fá öðruvísi og eins miðla blaðamenn Viðskiptablaðsins upplýsingum til þessa fréttamiðils, hvort það er um Avion Group, Novator eða Baug. M2 Communications var stofnað árið 1993 og er með blaðamenn víða um heim, meðal annars í Bretlandi, Finnlandi, Póllandi og á Indlandi. Fyrirtækið dreifir eigin fréttum auk efnis frá öðrum, svo sem fréttatilkynningum. M2 er sagt vera stærsta fyrirtæki Evrópu í dreifingu fréttatilkynninga og það þriðja stærsta í heiminum. Viðskipti Mest lesið Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Hópur fjárfesta sem tengist Viðskiptablaðinu hefur keypt bresku frétta- og upplýsingaveituna M2 Communications Limited (M2). Fréttir og annað efni frá M2 eru sögð ná til allt að sjö milljóna manna um allan heim á degi hverjum. Kaupverðið er sagt trúnaðarmál. Landsbanki Íslands í London fjármagnaði yfirtökuna að hluta til og veitti ráðgjöf. Fjárfestahópurinn er undir forystu Gunnars Jóhanns Birgissonar, stjórnarformanns Framtíðarsýnar, útgáfufélags Viðskiptablaðsins. Gunnlaugur Árnason, ritstjóri Viðskiptablaðsins, hefur verið ráðinn aðalritstjóri M2 samhliða því að ritstýra Viðskiptablaðinu. Hann segir að gengið hafi verið frá kaupunum í Lundúnum á Valentínusardaginn, 14. febrúar, en útrásin hafi átt sér nokkurn aðdraganda. Þegar ég hóf störf á Viðskiptablaðinu lagði ég fram ákveðnar hugmyndir sem stjórnendur tóku vel í og svo var farið af stað með fjármögnun. Hann segir þetta skuldsetta yfirtöku, en skuldsetningin sé þó í algjöru lágmarki. Gunnlaugur segir ástæður þess að ráðist var í kaupin tvíþættar. Fyrirtækið er stöndugt og hefur alltaf verið rekið með hagnaði og fjárfestingin sem slík mjög góð. Svo var náttúrlega tímabært að fylgja íslenskum fyrirtækjum í útrásinni og koma um leið á framfæri áreiðanlegum upplýsingum af íslensku viðskiptalífi, en fyrirtækið er í raun fréttaveita fyrir fréttaveitur. Samhliða kaupunum hefur Viðskiptablaðið stofnað fréttastofuna Icelandic Financial News (IFN), sem sérhæfir sig í fréttum af íslensku viðskipta- og efnahagslífi. Fréttum IFN verður svo dreift í gegnum samstarfsaðila M2, svo sem Reuters og Dow Jones. Viðskiptablaðið verður áfram Viðskiptablaðið, segir Gunnlaugur aðspurður um hvaða breytingar kaupin hafi í för með sér, en bætir við að einhverjar mannaráðningar séu fyrirséðar. En þarna verður náttúrlega ákveðin samnýting á blaðamönnum. Við fáum efni frá þeim sem við myndum ekki fá öðruvísi og eins miðla blaðamenn Viðskiptablaðsins upplýsingum til þessa fréttamiðils, hvort það er um Avion Group, Novator eða Baug. M2 Communications var stofnað árið 1993 og er með blaðamenn víða um heim, meðal annars í Bretlandi, Finnlandi, Póllandi og á Indlandi. Fyrirtækið dreifir eigin fréttum auk efnis frá öðrum, svo sem fréttatilkynningum. M2 er sagt vera stærsta fyrirtæki Evrópu í dreifingu fréttatilkynninga og það þriðja stærsta í heiminum.
Viðskipti Mest lesið Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira