Bankar veikari en uppgjör benda til Óli Kristján Ármannsson skrifar 2. febrúar 2006 06:00 Seðlabankinn Von er á skýrslu Seðlabanka Íslands þar sem staða fjármálafyrirtækja hér er greind í byrjun maí, en í úttektum tveggja erlendra greiningarfyrirtækja er mat á lánshæfi stóru bankanna þriggja dregið í efa. Fréttablaðið/Heiða Tvö erlend greiningarfyrirtæki gagnrýna lánshæfismat íslensku bankanna í nýjum skýrslum og telja hana eiga að vera skör lægri. Gengishagnaður er sagður gera það að verkum að staða þeirra sé veikari en uppgjör þeirra benda til. Bankarnir segja afkomuna góða þótt gengishagnaður sé ekki talinn með. Greiningarfyrirtækin Barclays Capital Research og Credit Sights hafa nýverið gefið út skýrslur þar sem farið er yfir stöðu Landsbankans, Íslandsbanka og KB banka og því haldið fram að matsfyrirtækin Moody's og Fitch meti lánshæfi þeirra of hátt. Gagnrýnd eru náin eignatengsl fjárfesta og fyrirtækja hér sem geri bankana viðkvæmari fyrir niðursveiflu í efnahagslífinu en ella væri. Þá er bent á að bankarnir reiði sig mjög á erlent lánsfé og sé það ákveðinn veikleiki því aðgengi að fjármagni hafi ekki verið í takt við lánshæfiseinkunn Moody's og Fitch og því hafi þeir þurft að leita fjármagns utan Evrópu, bæði í Bandaríkjunum og Asíu. Jónas Sigurgeirsson, framkvæmdastjóri samskiptasviðs í KB banka, segir bankann aldrei hafa verið í sterkari stöðu en nú. Hann telur einkennilega gagnrýni að benda á að arðsemi eigin fjár bankans falli úr 39 prósentum í 21 prósent sé gengishagnaður dreginn frá. "Hvaða banki sem er getur verið stoltur af því að sýna 21 prósenta arðsemi. Yfirlýst arðsemismarkmið okkar er að vera yfir 15 prósentum." Jónas áréttar einnig að álag á skuldabréfum bankans hafi verið að lækka eins og búist hafi verið við, þótt vissulega hefði bankinn viljað sjá það gerast hraðar. Ingvar H. Ragnarsson forstöðumaður Alþjóðlegrar fjármögnunar Íslandsbanka, segir ljóst að bankarnir þurfi að auka upplýsingagjöf á erlenda markaði, því þótt lánshæfiseinkunn banka sé góð hjá matsfyrirtækjum á borð við Moody's og Fitch þá geti skrif greiningarfyrirtækja á borð við Credit Sights og Barcleys haft áhrif á fjárfesta og þar með á kjör á skuldabréfum. "Og þetta er verkefni bankanna allra," segir hann og bætir við að tónninn í þessum nýju skýrslum Credit Sights og Barcleys sér svipaður og verið hafi í fyrri skrifum erlendra greiningarfyrirtækja. "En með auknum umsvifum bankanna erlendis hafa fleiri farið að fylgjast með þeim og greina þá." Tryggvi Pálsson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Seðlabanka Íslands, segir bankann ekki munu tjá sig sérstaklega um álit þessara greiningarfyrirtækja á stöðu íslensku bankanna heldur gera grein fyrir eigin áliti á stöðugleika fjármálakerfisins í árvissri skýrslu sinni. "Næsta skýrsla kemur út 4. maí. Þá verður farið yfir bæði þjóðhagslegt umhverfi og rekstrarlegar forsendur bankakerfisins og okkar mat á því hvernig fjármálakerfið stendur varðandi stöðugleika," segir hann en bætir þó við að skrif um fjármálamarkaðinn hér séu alltaf áhugaverð, hvort sem þau séu innlend eða erlend. "Ljóst er að yfir línuna séð er lögð vinna í þessar greiningar, en þær hafa oft mismunandi tilgang, til dæmis ráðgjöf við fjárfesta og eru þá ekki sambærilegar við stöðugleikagreiningar seðlabanka, né álit matsfyrirtækja sem hafa jú miklu meiri aðgang að trúnaðarupplýsingum hjá bönkunum sem þeir meta." Gylfi Magnússon, deildarforseti viðskipta- og hagfræðideildar Háskóla Íslands, segir greiningarfyrirtæki leggja fram rökstudd álit eftir að hafa skoðað aðstæður og geti komist að ólíkum niðurstöðum. Hann telur þó ekki sérstakt tilefni til að draga lánshæfismat fyrirtækja á borð við Moody's og Fitch á bönkunum í efa. "Þessi fyrirtæki leggja orðspor sitt að veði og eru þekkt fyrir að hafa oftar rétt fyrir sér en ekki." Birtist í Fréttablaðinu Viðskipti Mest lesið 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Fleiri fréttir 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Sjá meira
Tvö erlend greiningarfyrirtæki gagnrýna lánshæfismat íslensku bankanna í nýjum skýrslum og telja hana eiga að vera skör lægri. Gengishagnaður er sagður gera það að verkum að staða þeirra sé veikari en uppgjör þeirra benda til. Bankarnir segja afkomuna góða þótt gengishagnaður sé ekki talinn með. Greiningarfyrirtækin Barclays Capital Research og Credit Sights hafa nýverið gefið út skýrslur þar sem farið er yfir stöðu Landsbankans, Íslandsbanka og KB banka og því haldið fram að matsfyrirtækin Moody's og Fitch meti lánshæfi þeirra of hátt. Gagnrýnd eru náin eignatengsl fjárfesta og fyrirtækja hér sem geri bankana viðkvæmari fyrir niðursveiflu í efnahagslífinu en ella væri. Þá er bent á að bankarnir reiði sig mjög á erlent lánsfé og sé það ákveðinn veikleiki því aðgengi að fjármagni hafi ekki verið í takt við lánshæfiseinkunn Moody's og Fitch og því hafi þeir þurft að leita fjármagns utan Evrópu, bæði í Bandaríkjunum og Asíu. Jónas Sigurgeirsson, framkvæmdastjóri samskiptasviðs í KB banka, segir bankann aldrei hafa verið í sterkari stöðu en nú. Hann telur einkennilega gagnrýni að benda á að arðsemi eigin fjár bankans falli úr 39 prósentum í 21 prósent sé gengishagnaður dreginn frá. "Hvaða banki sem er getur verið stoltur af því að sýna 21 prósenta arðsemi. Yfirlýst arðsemismarkmið okkar er að vera yfir 15 prósentum." Jónas áréttar einnig að álag á skuldabréfum bankans hafi verið að lækka eins og búist hafi verið við, þótt vissulega hefði bankinn viljað sjá það gerast hraðar. Ingvar H. Ragnarsson forstöðumaður Alþjóðlegrar fjármögnunar Íslandsbanka, segir ljóst að bankarnir þurfi að auka upplýsingagjöf á erlenda markaði, því þótt lánshæfiseinkunn banka sé góð hjá matsfyrirtækjum á borð við Moody's og Fitch þá geti skrif greiningarfyrirtækja á borð við Credit Sights og Barcleys haft áhrif á fjárfesta og þar með á kjör á skuldabréfum. "Og þetta er verkefni bankanna allra," segir hann og bætir við að tónninn í þessum nýju skýrslum Credit Sights og Barcleys sér svipaður og verið hafi í fyrri skrifum erlendra greiningarfyrirtækja. "En með auknum umsvifum bankanna erlendis hafa fleiri farið að fylgjast með þeim og greina þá." Tryggvi Pálsson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Seðlabanka Íslands, segir bankann ekki munu tjá sig sérstaklega um álit þessara greiningarfyrirtækja á stöðu íslensku bankanna heldur gera grein fyrir eigin áliti á stöðugleika fjármálakerfisins í árvissri skýrslu sinni. "Næsta skýrsla kemur út 4. maí. Þá verður farið yfir bæði þjóðhagslegt umhverfi og rekstrarlegar forsendur bankakerfisins og okkar mat á því hvernig fjármálakerfið stendur varðandi stöðugleika," segir hann en bætir þó við að skrif um fjármálamarkaðinn hér séu alltaf áhugaverð, hvort sem þau séu innlend eða erlend. "Ljóst er að yfir línuna séð er lögð vinna í þessar greiningar, en þær hafa oft mismunandi tilgang, til dæmis ráðgjöf við fjárfesta og eru þá ekki sambærilegar við stöðugleikagreiningar seðlabanka, né álit matsfyrirtækja sem hafa jú miklu meiri aðgang að trúnaðarupplýsingum hjá bönkunum sem þeir meta." Gylfi Magnússon, deildarforseti viðskipta- og hagfræðideildar Háskóla Íslands, segir greiningarfyrirtæki leggja fram rökstudd álit eftir að hafa skoðað aðstæður og geti komist að ólíkum niðurstöðum. Hann telur þó ekki sérstakt tilefni til að draga lánshæfismat fyrirtækja á borð við Moody's og Fitch á bönkunum í efa. "Þessi fyrirtæki leggja orðspor sitt að veði og eru þekkt fyrir að hafa oftar rétt fyrir sér en ekki."
Birtist í Fréttablaðinu Viðskipti Mest lesið 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Fleiri fréttir 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Sjá meira