Virkur eignarhlutur í SPH frá upphafi 13. janúar 2006 00:01 Sparisjóður Hafnarfjarðar. Stjórn sjóðsins undrast rannsókn Fjármálaeftirlitsins á því hvort virkur eignarhlutur hafi myndast í sjóðnum. Samkvæmt skilgreiningu FME hafi slíkur eignarhlutur verið til staðar frá upphafi. Stjórn Sparisjóðs Hafnarfjarðar (SPH) telur að samkvæmt skilgreiningu Fjármálaeftirlitsins hafi virkur eignarhlutur verið til staðar í sjóðnum frá upphafi og undrast því rannsókn eftirlitsins nú. Kemur þetta fram í greinargerð sem Sparisjóðurinn sendi frá sér í gær. Samkvæmt lögum um fjármálafyrirtæki segir að með virkum eignarhlut sé átt við beina eða óbeina hlutdeild í fyrirtæki sem nemi tíu prósentum eða meira af eigin fé, stofnfé eða atkvæðisrétti, eða aðra hlutdeild sem gerir kleift að hafa veruleg áhrif á stjórnun viðkomandi fyrirtækis. Segir í greinargerð SPH að það hafi verið eindregin afstaða þeirra sem fóru með stjórn sjóðsins síðustu áratugina að halda fjölda stofnfjáreigenda í lágmarki þess sem lög kveði á um. Sparisjóðurinn sé sá næststærsti á landinu, en þó hafi stofnfjáreigendur einungis verið fjörutíu og fimm miðað við stöðuna í árslok 2002, samanborið við rúmlega ellefu hundruð stofnfjáreigendur hjá þeim stærsta, Sparisjóði Reykjavíkur og nágrennis. Í ljósi þess að stofnfjáraðilar SPH voru aðeins fjörutíu og fimm blasi við að stjórn, skipuð fimm mönnum, geti ekki annað en myndað virkan eignarhluta. Framboð til stjórnar krefjist stuðnings fimm stofnfjáreigenda til viðbótar og samkvæmt túlkun Fjármáleftirlitsins á lögum um fjármálafyrirtæki myndist því virkur eignarhluti í sjóðnum sem fari með tuttugu og tvö prósent stofnfjár. Þessi staða hafi verið óbreytt hjá SPH frá upphafi án þess að Fjármálaeftirlitið hafi séð ástæðu til að gera athugasemdir fyrr en eftir að hreyfing komst á stofnféð á síðasta aðalfundi. Í kjölfar aðalfundarins, sem haldinn var síðastliðið sumar, komu margir nýjir stofnfjáreigendur í hópinn, þeirra á meðal Sigurður G. Guðjónsson lögmaður, fjárfestarnir Sigurður Á. Bollason og Magnús Ármann, Sjóvá, Íslandsbanki og MP-fjárfestingabanki. Innlent Viðskipti Mest lesið 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Fleiri fréttir 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Sjá meira
Stjórn Sparisjóðs Hafnarfjarðar (SPH) telur að samkvæmt skilgreiningu Fjármálaeftirlitsins hafi virkur eignarhlutur verið til staðar í sjóðnum frá upphafi og undrast því rannsókn eftirlitsins nú. Kemur þetta fram í greinargerð sem Sparisjóðurinn sendi frá sér í gær. Samkvæmt lögum um fjármálafyrirtæki segir að með virkum eignarhlut sé átt við beina eða óbeina hlutdeild í fyrirtæki sem nemi tíu prósentum eða meira af eigin fé, stofnfé eða atkvæðisrétti, eða aðra hlutdeild sem gerir kleift að hafa veruleg áhrif á stjórnun viðkomandi fyrirtækis. Segir í greinargerð SPH að það hafi verið eindregin afstaða þeirra sem fóru með stjórn sjóðsins síðustu áratugina að halda fjölda stofnfjáreigenda í lágmarki þess sem lög kveði á um. Sparisjóðurinn sé sá næststærsti á landinu, en þó hafi stofnfjáreigendur einungis verið fjörutíu og fimm miðað við stöðuna í árslok 2002, samanborið við rúmlega ellefu hundruð stofnfjáreigendur hjá þeim stærsta, Sparisjóði Reykjavíkur og nágrennis. Í ljósi þess að stofnfjáraðilar SPH voru aðeins fjörutíu og fimm blasi við að stjórn, skipuð fimm mönnum, geti ekki annað en myndað virkan eignarhluta. Framboð til stjórnar krefjist stuðnings fimm stofnfjáreigenda til viðbótar og samkvæmt túlkun Fjármáleftirlitsins á lögum um fjármálafyrirtæki myndist því virkur eignarhluti í sjóðnum sem fari með tuttugu og tvö prósent stofnfjár. Þessi staða hafi verið óbreytt hjá SPH frá upphafi án þess að Fjármálaeftirlitið hafi séð ástæðu til að gera athugasemdir fyrr en eftir að hreyfing komst á stofnféð á síðasta aðalfundi. Í kjölfar aðalfundarins, sem haldinn var síðastliðið sumar, komu margir nýjir stofnfjáreigendur í hópinn, þeirra á meðal Sigurður G. Guðjónsson lögmaður, fjárfestarnir Sigurður Á. Bollason og Magnús Ármann, Sjóvá, Íslandsbanki og MP-fjárfestingabanki.
Innlent Viðskipti Mest lesið 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Fleiri fréttir 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Sjá meira