FlyMe tvöfaldast í verði 12. janúar 2006 00:01 Pálmi Haraldsson, aðaleigandi FlyMe. Hlutabréf í sænska lággjaldaflugfélaginu hafa hækkað um helming frá áramótum. Hlutabréf í sænska lággjaldaflugfélaginu FlyMe, sem er að stærstum hluta í eigu Pálma Haraldssonar og Jóhannesar Kristinssonar í Fons eignarhaldsfélagi, hækkuðu gríðarlega í gær í miklum viðskiptum. Gengið stóð í 0,23 sænskum krónum á hlut rétt fyrir lokun markaða og hafði hækkað um 30 prósent á einum degi. Frá áramótum er hækkunin um 85 prósent. Straumur-Burðarás er annar stór hluthafi í FlyMe með um sex prósenta hlut. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins mun Ticket, ein stærsta ferðaskrifstofa Svíþjóðar, hefja sölu á miðum í vélar FlyMe í dag eða á allra næstu dögum. Ticket hefur hingað til neitað að selja fyrir FlyMe vegna bágs efnahags sænska lággjaldaflugfélagsins. Fons er stærsti hluthafinn í Ticket með fimmtán prósenta eignarhlut. Fjöldi farþega í desember jókst um fjórtán prósent miðað við sama tíma í fyrra en 49.300 farþegar ferðuðust með félaginu. Sætanýting í nóvember og desember var yfir 70 prósent sem þykir gott á þessum tíma árs. FlyMe, sem hefur bækistöðvar sínar í Gautaborg, ætlar að bæta við tólf nýjum leiðum í lok mars. Félagið fór út í stórt hlutafjárútboð í desember þar sem tveir milljarðar voru seldir til fjárfesta og hlutafé tífaldað. Ætla má að markaðsvirði FlyMe verði rétt um 3,5 milljarðar króna að því loknu. Forstjóri félagsins er Jóhannes Georgsson, sem stýrði Iceland Express á upphafsárum þess. Innlent Viðskipti Mest lesið „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Viðskipti erlent Ráðin markaðsstjóri Prís Viðskipti innlent Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Viðskipti innlent Stefna á gervigreindarver við Húsavík Viðskipti innlent Arnar og Eiríkur til Fossa Viðskipti innlent Að púsla saman vinnu, aukavinnu og lífinu Atvinnulíf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Viðskipti innlent Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Viðskipti innlent Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Sjá meira
Hlutabréf í sænska lággjaldaflugfélaginu FlyMe, sem er að stærstum hluta í eigu Pálma Haraldssonar og Jóhannesar Kristinssonar í Fons eignarhaldsfélagi, hækkuðu gríðarlega í gær í miklum viðskiptum. Gengið stóð í 0,23 sænskum krónum á hlut rétt fyrir lokun markaða og hafði hækkað um 30 prósent á einum degi. Frá áramótum er hækkunin um 85 prósent. Straumur-Burðarás er annar stór hluthafi í FlyMe með um sex prósenta hlut. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins mun Ticket, ein stærsta ferðaskrifstofa Svíþjóðar, hefja sölu á miðum í vélar FlyMe í dag eða á allra næstu dögum. Ticket hefur hingað til neitað að selja fyrir FlyMe vegna bágs efnahags sænska lággjaldaflugfélagsins. Fons er stærsti hluthafinn í Ticket með fimmtán prósenta eignarhlut. Fjöldi farþega í desember jókst um fjórtán prósent miðað við sama tíma í fyrra en 49.300 farþegar ferðuðust með félaginu. Sætanýting í nóvember og desember var yfir 70 prósent sem þykir gott á þessum tíma árs. FlyMe, sem hefur bækistöðvar sínar í Gautaborg, ætlar að bæta við tólf nýjum leiðum í lok mars. Félagið fór út í stórt hlutafjárútboð í desember þar sem tveir milljarðar voru seldir til fjárfesta og hlutafé tífaldað. Ætla má að markaðsvirði FlyMe verði rétt um 3,5 milljarðar króna að því loknu. Forstjóri félagsins er Jóhannes Georgsson, sem stýrði Iceland Express á upphafsárum þess.
Innlent Viðskipti Mest lesið „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Viðskipti erlent Ráðin markaðsstjóri Prís Viðskipti innlent Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Viðskipti innlent Stefna á gervigreindarver við Húsavík Viðskipti innlent Arnar og Eiríkur til Fossa Viðskipti innlent Að púsla saman vinnu, aukavinnu og lífinu Atvinnulíf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Viðskipti innlent Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Viðskipti innlent Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Sjá meira