Brasilíski framherjinn Ronaldo hjá Real Madrid meiddist á kálfa á æfingu í gær og talið er víst að hann missi því af bikarleiknum gegn Atletico Bilbao þann 3. janúar, en framherjinn Raul er enn frá vegna hnémeiðsla sem hann hlaut í nóvember. Varnarmaðurinn Jonathan Woodgate er þó byrjaður að æfa á ný eftir að hafa verið meiddur á læri.
