Framherjinn Lomana LuaLua hjá Portsmouth hefur verið kærður fyrir ummæli sín í garð dómarans í leik Portsmouth og Tottenham þann 12. desember. Portsmouth tapaði leiknum og LuaLua vildi meina að vítaspyrnudómur sem féll liði sínu í mót hefði verið ósanngjarn. "Það hjálpar ekki þegar dómarinn heldur með hinu liðinu," sagði hann. Leikmaðurinn hefur frest til 17. janúar til að áfrýja.
Kærður fyrir ummæli
