Vill þingfund fyrir áramót 29. desember 2005 13:21 Vinstri-grænir vilja kalla þing saman fyrir áramót. Formaður Samfylkingarinnar telur enn tíma til þess. MYND/Vilhelm Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, segir flokkinn tilbúinn til að tilnefna fulltrúa í nefnd forsætisráðherra vegna niðurstöðu Kjaradóms, að því gefnu að þing verði kallað saman á morgun eða á gamlársdag, til að setja lög sem fresta gildistöku launahækkana æðstu embættismanna. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingar, telur enn hægt að kalla þing saman fyrir áramót. Þingmenn Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs komu saman til fundar í morgun til að ræða niðurstöðu kjaradóms um laun þingmanna og ráðherra og störf nefndar sem forsætisráðherra hyggst skipa til að fara yfir stöðuna. "Við erum tilbúin að setja fulltrúa í nefnd til að endurskoða lögin um kjaradóm og kjaranefnd, að því undangengnu að Alþingi komi saman og fresti gildistöku úrskurðarins. Það getur þingið gert með því að koma saman á morgun eða þess vegna gamlársdag," segir Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs. Þingflokkur Samfylkingarinnar kom saman til fundar klukkan eitt. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, segir afstöðu flokksins til nefndarskipunar ráðast þar. Hún segir málið orðið óttalegt klúður og segir að það hefði verið hyggilegra af forsætisráðherra að fara að tilmælum stjórnarandstöðunnar og kalla þing saman heldur en að spila biðleik með því að leita til kjaradóms á ný. Þess vegna hafi dýrmætur tími tapast. Þingmenn Frjálslynda flokksins eru reiðubúnir að ræða þær forsendur sem kjaradómur á að dæma eftir en líst lítið á að finna annað form til að ákvarða laun þingmanna. Magnús Þór Hafsteinsson, varaformaður flokksins, segir erfitt að ímynda sér hvað ætti að koma í staðinn og segist hafa sérstaklega lítinn áhuga á því að þingmenn lendi aftur í því að ákvarða laun sín eins og var fyrir tíð kjaradóms. Fréttir Frjálslyndi flokkurinn Innlent Samfylkingin Stj.mál Vinstri græn Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Innlent Móðirin á Edition gengur laus Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Fleiri fréttir Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Allt tiltækt slökkvilið kallað út vegna elds í íbúð Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Ofsótt af eltihrelli sem enn gengur laus Kvenmannshár í farangurshlera reyndist vera hrekkjavökuskraut Formannsslagur í vændum hjá Ungu jafnaðarfólki Móðirin á Edition gengur laus Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 Sjá meira
Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, segir flokkinn tilbúinn til að tilnefna fulltrúa í nefnd forsætisráðherra vegna niðurstöðu Kjaradóms, að því gefnu að þing verði kallað saman á morgun eða á gamlársdag, til að setja lög sem fresta gildistöku launahækkana æðstu embættismanna. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingar, telur enn hægt að kalla þing saman fyrir áramót. Þingmenn Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs komu saman til fundar í morgun til að ræða niðurstöðu kjaradóms um laun þingmanna og ráðherra og störf nefndar sem forsætisráðherra hyggst skipa til að fara yfir stöðuna. "Við erum tilbúin að setja fulltrúa í nefnd til að endurskoða lögin um kjaradóm og kjaranefnd, að því undangengnu að Alþingi komi saman og fresti gildistöku úrskurðarins. Það getur þingið gert með því að koma saman á morgun eða þess vegna gamlársdag," segir Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs. Þingflokkur Samfylkingarinnar kom saman til fundar klukkan eitt. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, segir afstöðu flokksins til nefndarskipunar ráðast þar. Hún segir málið orðið óttalegt klúður og segir að það hefði verið hyggilegra af forsætisráðherra að fara að tilmælum stjórnarandstöðunnar og kalla þing saman heldur en að spila biðleik með því að leita til kjaradóms á ný. Þess vegna hafi dýrmætur tími tapast. Þingmenn Frjálslynda flokksins eru reiðubúnir að ræða þær forsendur sem kjaradómur á að dæma eftir en líst lítið á að finna annað form til að ákvarða laun þingmanna. Magnús Þór Hafsteinsson, varaformaður flokksins, segir erfitt að ímynda sér hvað ætti að koma í staðinn og segist hafa sérstaklega lítinn áhuga á því að þingmenn lendi aftur í því að ákvarða laun sín eins og var fyrir tíð kjaradóms.
Fréttir Frjálslyndi flokkurinn Innlent Samfylkingin Stj.mál Vinstri græn Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Innlent Móðirin á Edition gengur laus Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Fleiri fréttir Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Allt tiltækt slökkvilið kallað út vegna elds í íbúð Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Ofsótt af eltihrelli sem enn gengur laus Kvenmannshár í farangurshlera reyndist vera hrekkjavökuskraut Formannsslagur í vændum hjá Ungu jafnaðarfólki Móðirin á Edition gengur laus Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 Sjá meira