Harry Redknapp greindi frá því í samtali við BBC í dag að hann ætti í stökustu vandræðum með að ná til ákveðinna leikmanna í liði sínu vegna tungumálaerfiðleika. Hann segir þessa leikmenn hafa mjög takmarkað vald á enskri tungu.
"Þetta er fáránlegt ástand, ég er með þrjá leikmenn sem geta ekki talað ensku. Hverng á maður að geta náð til leikmanna ef þeir skilja ekki einu sinni hvað maður er að segja?"