Knattspyrnugoðsögnin Alfredo di Stefano, heiðursforseti Real Madrid, liggur þungt haldinn á sjúkrahúsi í Valencia eftir að hafa fengið hjartaáfall yfir hátíðarnar. Di Stefano var á sínum tíma tvisvar kjörinn knattspyrnumaður Evrópu og var mikill markaskorari. Hann skipar stóran sess í sögu Real Madrid og voru flestir stjórnarmenn félagsins mættir til að veita honum stuðning á sjúkrahúsinu í gær.
Í dag kemur svo í ljós hvort Stefano, sem er 79 ára gamall, er nægilega heilsuhraustur til að fara í gangast undir aðgerð sem er að mati lækna nauðsynleg ef hann á að halda lífi.