
Sport
Keane kynntur til leiks á annan í jólum

Stuðningsmenn Celtic í Skotlandi fá tækifæri til að taka formlega á móti nýja leikmanni sínum Roy Keane á annan í jólum, þegar liðið tekur á móti Livingston. Keane verður ekki leikfær með liðinu fyrr en í janúar, en búist er við því að hann fái góðar móttökur þegar hann verður kynntur fyrir leikinn.