Óvíst hvenær tollar lækka 18. desember 2005 18:53 Geir Haarde sótti fund Alþjóða viðskiptastofnunarinnar í Hong Kong en kom heim í Utanríkisráðherra kveðst ekki reiðubúinn að segja hvenær tollar á landbúnaðarafurðir verða lækkaðir eða felldir niður, eins og hann talaði um á viðskiptaþingi í Hong Kong. Hann segir að það verði ekki gert nema í samráði við önnur ríki heims og tryggt sé að stoðunum verði ekki kippt undan íslenskum landbúnaði. Samkomulag náðist á fundi Alþjóða viðskiptastofnunarinnar í Hong Kong í dag um að fella niður útflutningsstyrki bænda í ríkustu löndum heims fyrir árslok 2013 og tolla á landbúnaðarafurðir fimmtíu fátækustu ríkja heims. Þó hvorugt hafi veruleg áhrif á Íslandi segist Geir Haarde utanríkisráðherra ánægður með samkomulagið þar sem það þýði að viðræðurnar fóru ekki út um þúfur eins og menn óttuðust. Þess í stað verði hægt að vinna áfram að auknu frjálsræði í verslun með landbúnaðarafurðir. Geir treystir sér þó ekki til að segja til um hvenær íslenskir neytendur mega vænta þess að tollar á innfluttar landbúnaðarafurðir lækki - eins og hann boðaði á viðskiptaþinginu - með ákveðnum fyrirvörum. "Innlendir framleiðendur verða að búa sig undir breytta tíma og aðlaga sig breyttum aðstæðum. Þetta kemur fyrr eða síðar," segir Geir. Hann segir að þetta verði þó gert í samhengi við aðrar þjóðir sem séu að gera breytingar á viðskiptaháttum sínum með landbúnaðarafurðir. "En svo eru líka til viðbótar í þessu fyrir okkur hagsmunir hvað varðar útflutning á iðnaðarvörum til landa sem við erum ekki með fríverslunarsamninga við." Andstæðingar frjálsrar verslunar mótmæltu kröftuglega meðan á fundi Alþjóða viðskiptastofnunarinnar stóð og í gær sauð upp úr með átökum lögreglu og mótmælenda. Geir og aðrir íslenskir sendinefndarmenn urðu varir við þetta. Geir segir að framan af hafi mótmælin virst fara ágætlega fram. "Svo fór eitthvað úr böndunum eftir að ég var farinn," segir Geir sem lagði af stað heim áður en átök brutust út í Hong Kong í gær. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Fleiri fréttir Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Sjá meira
Utanríkisráðherra kveðst ekki reiðubúinn að segja hvenær tollar á landbúnaðarafurðir verða lækkaðir eða felldir niður, eins og hann talaði um á viðskiptaþingi í Hong Kong. Hann segir að það verði ekki gert nema í samráði við önnur ríki heims og tryggt sé að stoðunum verði ekki kippt undan íslenskum landbúnaði. Samkomulag náðist á fundi Alþjóða viðskiptastofnunarinnar í Hong Kong í dag um að fella niður útflutningsstyrki bænda í ríkustu löndum heims fyrir árslok 2013 og tolla á landbúnaðarafurðir fimmtíu fátækustu ríkja heims. Þó hvorugt hafi veruleg áhrif á Íslandi segist Geir Haarde utanríkisráðherra ánægður með samkomulagið þar sem það þýði að viðræðurnar fóru ekki út um þúfur eins og menn óttuðust. Þess í stað verði hægt að vinna áfram að auknu frjálsræði í verslun með landbúnaðarafurðir. Geir treystir sér þó ekki til að segja til um hvenær íslenskir neytendur mega vænta þess að tollar á innfluttar landbúnaðarafurðir lækki - eins og hann boðaði á viðskiptaþinginu - með ákveðnum fyrirvörum. "Innlendir framleiðendur verða að búa sig undir breytta tíma og aðlaga sig breyttum aðstæðum. Þetta kemur fyrr eða síðar," segir Geir. Hann segir að þetta verði þó gert í samhengi við aðrar þjóðir sem séu að gera breytingar á viðskiptaháttum sínum með landbúnaðarafurðir. "En svo eru líka til viðbótar í þessu fyrir okkur hagsmunir hvað varðar útflutning á iðnaðarvörum til landa sem við erum ekki með fríverslunarsamninga við." Andstæðingar frjálsrar verslunar mótmæltu kröftuglega meðan á fundi Alþjóða viðskiptastofnunarinnar stóð og í gær sauð upp úr með átökum lögreglu og mótmælenda. Geir og aðrir íslenskir sendinefndarmenn urðu varir við þetta. Geir segir að framan af hafi mótmælin virst fara ágætlega fram. "Svo fór eitthvað úr böndunum eftir að ég var farinn," segir Geir sem lagði af stað heim áður en átök brutust út í Hong Kong í gær.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Fleiri fréttir Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Sjá meira
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent