McGrady sneri aftur og færði Houston sigur 30. nóvember 2005 14:00 Tracy McGrady er liði Houston greinilega óendanlega mikilvægur, því liðið hefur ekki unnið leik án hans í vetur NordicPhotos/GettyImages Átta leikir fóru fram í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Tracy McGrady sneri aftur með liði Houston Rockets, sem hafði tapað sjö leikjum í röð og það var ekki að sökum að spyrja, liðið vann stórsigur á Atlanta Hawks. Houston sigraði Atlanta 100-85. Tracy McGrady var stigahæstur hjá Houston með 25 stig eins og Yao Ming, en Joe Johnson skoraði 17 fyrir Atlanta. Philadelphia burstaði Portland 107-83. Allen Iverson skoraði 38 stig fyrir Philadelphia en Zach Randolph var með 25 stig og 9 fráköst hjá Portland. Milwaukee sigraði Dallas naumlega 113-111 í framlengingu, þar sem nýliðinn Andrew Bogut var hetja Milwaukee og varði skot frá sjóðheitum Jason Terry í blálokin sem hefði jafnað leikinn. Terry fór á kostum hjá Dallas og skoraði 37 stig og bætti fyrir skelfilega frammistöðu Dirk Nowitzki sem hitti aðeins úr 5 af 22 skotum sínum. Bobby Simmons var stigahæstur hjá Milwaukee með 26 stig. TJ Ford skoraði 24 stig fyrir Milwaukee, sem er það besta hjá honum á ferlinum og nýliðinn Bogut átti einnig metleik með 19 stigum og 14 fráköstum. Leikurinn var hin besta skemmtun og var í beinni útsendingu á NBA TV. Milwaukee var án Michael Redd sem er meiddur. Los Angeles Clippers sigraði Minnesota 93-84, þar sem Sam Cassell spilaði veikur gegn sínum gömlu félögum í Minnesota og tryggði Clippers sigurinn í lokin með tveimur mikilvægum körfum eftir að Minnesota hafði gert mikið áhlaup í lokin. Corey Maggette skoraði 30 stig og hirti 10 fráköst fyrir Clippers, en Kevin Garnett skoraði 29 stig fyrir Minnesota. Chicago sigraði Orlando á heimavelli 85-76. Luol Deng skoraði 21 stig fyrir Chicago og Kirk Hinrich jafnaði persónulegt met sitt með 14 stoðsendingum. Heido Turkoglu skoraði 20 stig fyrir Orlando. San Antonio sigraði LA Lakers 90-84. San Antonio virtist vera búið að gera út um leikinn í fyrri hálfleiknum, en hleypti Lakers aftur inn í leikinn í lokin. Manu Ginobili skoraði 18 af 22 stigum sínum í síðari hálfleiknum, en Lamar Odom skoraði 27 stig og hirti 16 fráköst fyrir Lakers. Kobe Bryant hitti aðeins úr 9 af 33 skotum sínum í leiknum. Indiana niðurlægði Utah Jazz á þeirra eigin heimavelli og sigraði 84-60. Þetta var lægsta stigaskor Utah Jazz á heimavelli í sögu félagsins og liðið virðist gjörsamlega heillum horfið í Delta Center, sem í tíð Stockton og Malone var óvinnandi vígi. Þetta var sjötti sigur Indiana á Utah í röð. Jermaine O´Neal var óstöðvandi hjá Indiana og skoraði 21 stig og hirti 15 fráköst, en nýliðinn Deron Williams var eini maðurinn sem skoraði yfir 10 stig hjá Utah og endaði með 14 stig. Að lokum burstaði Sacramento lið Charlotte 110-92. Mike Bibby skoraði 25 stig fyrir Sacramento, en Kareem Rush skoraði 15 stig fyrir Charlotte. Erlendar Fréttir Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Fótbolti „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ Fótbolti Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Íslenski boltinn Fleiri fréttir Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Hörður undir feldinn Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Dagskráin í dag: Nágrannaslagir í Bestu karla og Bónus kvenna Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ KA Íslandsmeistari kvenna í blaki: Unnu allt sem hægt var að vinna Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Ætla að leyfa mér að vona að við séum að nálgast“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Olmo hetja Börsunga Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Dramatík í Manchester Sjá meira
Átta leikir fóru fram í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Tracy McGrady sneri aftur með liði Houston Rockets, sem hafði tapað sjö leikjum í röð og það var ekki að sökum að spyrja, liðið vann stórsigur á Atlanta Hawks. Houston sigraði Atlanta 100-85. Tracy McGrady var stigahæstur hjá Houston með 25 stig eins og Yao Ming, en Joe Johnson skoraði 17 fyrir Atlanta. Philadelphia burstaði Portland 107-83. Allen Iverson skoraði 38 stig fyrir Philadelphia en Zach Randolph var með 25 stig og 9 fráköst hjá Portland. Milwaukee sigraði Dallas naumlega 113-111 í framlengingu, þar sem nýliðinn Andrew Bogut var hetja Milwaukee og varði skot frá sjóðheitum Jason Terry í blálokin sem hefði jafnað leikinn. Terry fór á kostum hjá Dallas og skoraði 37 stig og bætti fyrir skelfilega frammistöðu Dirk Nowitzki sem hitti aðeins úr 5 af 22 skotum sínum. Bobby Simmons var stigahæstur hjá Milwaukee með 26 stig. TJ Ford skoraði 24 stig fyrir Milwaukee, sem er það besta hjá honum á ferlinum og nýliðinn Bogut átti einnig metleik með 19 stigum og 14 fráköstum. Leikurinn var hin besta skemmtun og var í beinni útsendingu á NBA TV. Milwaukee var án Michael Redd sem er meiddur. Los Angeles Clippers sigraði Minnesota 93-84, þar sem Sam Cassell spilaði veikur gegn sínum gömlu félögum í Minnesota og tryggði Clippers sigurinn í lokin með tveimur mikilvægum körfum eftir að Minnesota hafði gert mikið áhlaup í lokin. Corey Maggette skoraði 30 stig og hirti 10 fráköst fyrir Clippers, en Kevin Garnett skoraði 29 stig fyrir Minnesota. Chicago sigraði Orlando á heimavelli 85-76. Luol Deng skoraði 21 stig fyrir Chicago og Kirk Hinrich jafnaði persónulegt met sitt með 14 stoðsendingum. Heido Turkoglu skoraði 20 stig fyrir Orlando. San Antonio sigraði LA Lakers 90-84. San Antonio virtist vera búið að gera út um leikinn í fyrri hálfleiknum, en hleypti Lakers aftur inn í leikinn í lokin. Manu Ginobili skoraði 18 af 22 stigum sínum í síðari hálfleiknum, en Lamar Odom skoraði 27 stig og hirti 16 fráköst fyrir Lakers. Kobe Bryant hitti aðeins úr 9 af 33 skotum sínum í leiknum. Indiana niðurlægði Utah Jazz á þeirra eigin heimavelli og sigraði 84-60. Þetta var lægsta stigaskor Utah Jazz á heimavelli í sögu félagsins og liðið virðist gjörsamlega heillum horfið í Delta Center, sem í tíð Stockton og Malone var óvinnandi vígi. Þetta var sjötti sigur Indiana á Utah í röð. Jermaine O´Neal var óstöðvandi hjá Indiana og skoraði 21 stig og hirti 15 fráköst, en nýliðinn Deron Williams var eini maðurinn sem skoraði yfir 10 stig hjá Utah og endaði með 14 stig. Að lokum burstaði Sacramento lið Charlotte 110-92. Mike Bibby skoraði 25 stig fyrir Sacramento, en Kareem Rush skoraði 15 stig fyrir Charlotte.
Erlendar Fréttir Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Fótbolti „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ Fótbolti Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Íslenski boltinn Fleiri fréttir Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Hörður undir feldinn Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Dagskráin í dag: Nágrannaslagir í Bestu karla og Bónus kvenna Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ KA Íslandsmeistari kvenna í blaki: Unnu allt sem hægt var að vinna Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Ætla að leyfa mér að vona að við séum að nálgast“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Olmo hetja Börsunga Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Dramatík í Manchester Sjá meira