Stjórnarliðar hrósuðu sér af meiri fjárlagaafgangi en flestar Evrópuþjóðir gætu státað af meðan stjórnarandstæðingar sögðu væntanleg fjárlög þýða útgjaldaþenslu og aukið misrétti í samfélaginu.
Þetta kom fram við atkvæðagreiðslu um fjárlög á Alþingi í dag en þar sagði fjármálaráðherra að samþykkt fjárlagatillagna í dag væri mjög mikilvægt innlegg til hagstjórnar í landinu.