
Sport
Tekur ekki þátt í Evrópumeistaramótinu

tilkynningu frá Sundsambandi Íslands hefur Brian Marshall landsliðsþjálfari tilkynnt að Örn Arnarson sundkappi muni ekki taka þátt í Evrópumeistaramótinu í sundi sem fram fer á Ítalíu í næsta mánuði af heilsufarsástæðum. Örn var greindur með hjartsláttartruflanir um helgina og því þykir ekki ráðlegt að hann verði með á mótinu.