Úrvalsvísitalan á hraðri uppleið 18. nóvember 2005 12:00 MYND/Stefán Úrvalsvísitalan er á hraðri uppleið í Kauphöllinni og vísitalan hefur hækkað um hátt í fimmtíu prósent í ár, meira en nokkru sinni fyrr. Hún hefur aldrei verið jafn há og engin lækkun er fyrirsjáanleg, að sögn forstjóra Kauphallarinnar. Vísitalan fór í fimm þúsund stig í gær, sem er hið langhæsta til þessa. KB banki hækkaði til dæmis um hátt í 40 milljarða í fyrradag, með 8 prósenta hækkun, og þau örfáu félög, sem eitthvað hafa lækkað, hafa lækkað mjög lítið. Ef litið er tíu ár aftur í tímann þá hafa tíu stærstu fyrirtækin af þeim sem mynda vísitöluna tífaldað tekjur sínar og síðast en ekki síst, tífaldað ágóða sinn líka. Þegar nánar er skoðað eru það útrásarfyrirtækin sem knýja hækkunina áfram og er nú svo komið að þrjár af hverjum fjórum krónum sem útrásarfyrirtækin í Kauphöllinni afla, er aflað í útlöndum. EF ferið er aðeins þrjú ár aftur í tímann og tekið sem dæmi fyrirtæki, sem þá var metið á 100 milljónir króna, þá er það núna metið á um það bil 280 milljónir, sem er um 180 prósenta hækkun á aðeins þremur árum. Í ljósi alls þessa vaknar sú spurning hvort þetta sé ekki bóla sem muni springa innan tíðar eins og gerst hefur af og til erlendis og gerðist hér árið 2000. Þórður Friðjónsson forstjóri Kauphallalrinnar segir hins vegar að tölur úr rekstri fyrirtækjanna gefi engar vísbendingar um slíkt, engin augljós rök bendi í þá átt. Eins og áður sagði er þessi vöxtur knúinn áfram af útrásarfyrirtækjum en ef litið er til fyrirtækja á innlendum vettvangi, eins og sjávarútvegsfyrirtækja og matvælafyrirtækja, þá hafa þau sáralítið hækkað á þessu blómaskeiði útrásarfyrirtækjanna, sem ótvírætt bendir til þess að vaxtarmöugleikar íslenskra fyrirtækja séu í útlöndum, en ekki á Íslandi. Fréttir Innlent Undir smásjánni Viðskipti Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Fleiri fréttir Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Sjá meira
Úrvalsvísitalan er á hraðri uppleið í Kauphöllinni og vísitalan hefur hækkað um hátt í fimmtíu prósent í ár, meira en nokkru sinni fyrr. Hún hefur aldrei verið jafn há og engin lækkun er fyrirsjáanleg, að sögn forstjóra Kauphallarinnar. Vísitalan fór í fimm þúsund stig í gær, sem er hið langhæsta til þessa. KB banki hækkaði til dæmis um hátt í 40 milljarða í fyrradag, með 8 prósenta hækkun, og þau örfáu félög, sem eitthvað hafa lækkað, hafa lækkað mjög lítið. Ef litið er tíu ár aftur í tímann þá hafa tíu stærstu fyrirtækin af þeim sem mynda vísitöluna tífaldað tekjur sínar og síðast en ekki síst, tífaldað ágóða sinn líka. Þegar nánar er skoðað eru það útrásarfyrirtækin sem knýja hækkunina áfram og er nú svo komið að þrjár af hverjum fjórum krónum sem útrásarfyrirtækin í Kauphöllinni afla, er aflað í útlöndum. EF ferið er aðeins þrjú ár aftur í tímann og tekið sem dæmi fyrirtæki, sem þá var metið á 100 milljónir króna, þá er það núna metið á um það bil 280 milljónir, sem er um 180 prósenta hækkun á aðeins þremur árum. Í ljósi alls þessa vaknar sú spurning hvort þetta sé ekki bóla sem muni springa innan tíðar eins og gerst hefur af og til erlendis og gerðist hér árið 2000. Þórður Friðjónsson forstjóri Kauphallalrinnar segir hins vegar að tölur úr rekstri fyrirtækjanna gefi engar vísbendingar um slíkt, engin augljós rök bendi í þá átt. Eins og áður sagði er þessi vöxtur knúinn áfram af útrásarfyrirtækjum en ef litið er til fyrirtækja á innlendum vettvangi, eins og sjávarútvegsfyrirtækja og matvælafyrirtækja, þá hafa þau sáralítið hækkað á þessu blómaskeiði útrásarfyrirtækjanna, sem ótvírætt bendir til þess að vaxtarmöugleikar íslenskra fyrirtækja séu í útlöndum, en ekki á Íslandi.
Fréttir Innlent Undir smásjánni Viðskipti Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Fleiri fréttir Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Sjá meira