Landsbankinn kaupir írskt verðbréfafyrirtæki 15. nóvember 2005 21:15 Landsbanki Íslands herjar nú á Írland en bankinn keypti í morgun írska verðbréfafyrirtækið Merrion fyrir fjóra milljarða króna. Sjötíu og fimm manns vinna hjá fyrirtækinu og þeir verða fljótlega hluti af 1700 manna starfsliði Landsbankans. Fyrirtækið veltir hátt í 2 milljörðum króna á ári og hefur árlega skilað hálfum milljarði í hagnað frá því það var stofnað fyrir sex árum. Landsbankinn fær helminginn í fyrirtækinu núna en hinn helminginn eftir þrjú ár. Þangað til verður fyrirtækið á hendi gömlu eigendanna sem eru aðallega starfsmenn. Að auki eiga eftirlitsstofnanir, írskar og íslenskar eftir að leggja blessun sína yfir ráðahaginn, þannig að töluvert langt er í að smiðshöggið verði rekið á viðskiptin. Þau eiga sér langan aðdraganda. John Conray, forstjóri Merrion Capital, sagðist vera ánægður með kaup Landsbankans á fyrirtækinu. Hann sagðist hafa skoðað rekstur þeirra og að sér litist vel á hann. Landsbankamenn hafa verið grimmir í fyrirtækjakaupum á þessu ári. Í febrúar keyptu þeir breskt fyrirtæki og franskt fyrirtæki í september. Sigurjón Þ. Árnason, bankastjóri Landsbankans, segir að bankinn sé að reyna að byggja upp fjármálafyrirtæki á meginlandi Evrópu og segir kaupin á Írlandi vera mikinn vaxtamarkað og hann sagði Merrion vera fjórða stærsta verðbréfafyrirtæki Írlands og að mörgu leyti mætti segja að breytingarnar á Írlandi og andinn í viðskiptum væru svipaðar og á Íslandi. Mikill vöxtur og fjárfestingar erlendra aðila og Írar í útrás eins og Íslendingar. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Landsbanki Íslands herjar nú á Írland en bankinn keypti í morgun írska verðbréfafyrirtækið Merrion fyrir fjóra milljarða króna. Sjötíu og fimm manns vinna hjá fyrirtækinu og þeir verða fljótlega hluti af 1700 manna starfsliði Landsbankans. Fyrirtækið veltir hátt í 2 milljörðum króna á ári og hefur árlega skilað hálfum milljarði í hagnað frá því það var stofnað fyrir sex árum. Landsbankinn fær helminginn í fyrirtækinu núna en hinn helminginn eftir þrjú ár. Þangað til verður fyrirtækið á hendi gömlu eigendanna sem eru aðallega starfsmenn. Að auki eiga eftirlitsstofnanir, írskar og íslenskar eftir að leggja blessun sína yfir ráðahaginn, þannig að töluvert langt er í að smiðshöggið verði rekið á viðskiptin. Þau eiga sér langan aðdraganda. John Conray, forstjóri Merrion Capital, sagðist vera ánægður með kaup Landsbankans á fyrirtækinu. Hann sagðist hafa skoðað rekstur þeirra og að sér litist vel á hann. Landsbankamenn hafa verið grimmir í fyrirtækjakaupum á þessu ári. Í febrúar keyptu þeir breskt fyrirtæki og franskt fyrirtæki í september. Sigurjón Þ. Árnason, bankastjóri Landsbankans, segir að bankinn sé að reyna að byggja upp fjármálafyrirtæki á meginlandi Evrópu og segir kaupin á Írlandi vera mikinn vaxtamarkað og hann sagði Merrion vera fjórða stærsta verðbréfafyrirtæki Írlands og að mörgu leyti mætti segja að breytingarnar á Írlandi og andinn í viðskiptum væru svipaðar og á Íslandi. Mikill vöxtur og fjárfestingar erlendra aðila og Írar í útrás eins og Íslendingar.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira