Landsbankinn kaupir írskt verðbréfafyrirtæki 15. nóvember 2005 21:15 Landsbanki Íslands herjar nú á Írland en bankinn keypti í morgun írska verðbréfafyrirtækið Merrion fyrir fjóra milljarða króna. Sjötíu og fimm manns vinna hjá fyrirtækinu og þeir verða fljótlega hluti af 1700 manna starfsliði Landsbankans. Fyrirtækið veltir hátt í 2 milljörðum króna á ári og hefur árlega skilað hálfum milljarði í hagnað frá því það var stofnað fyrir sex árum. Landsbankinn fær helminginn í fyrirtækinu núna en hinn helminginn eftir þrjú ár. Þangað til verður fyrirtækið á hendi gömlu eigendanna sem eru aðallega starfsmenn. Að auki eiga eftirlitsstofnanir, írskar og íslenskar eftir að leggja blessun sína yfir ráðahaginn, þannig að töluvert langt er í að smiðshöggið verði rekið á viðskiptin. Þau eiga sér langan aðdraganda. John Conray, forstjóri Merrion Capital, sagðist vera ánægður með kaup Landsbankans á fyrirtækinu. Hann sagðist hafa skoðað rekstur þeirra og að sér litist vel á hann. Landsbankamenn hafa verið grimmir í fyrirtækjakaupum á þessu ári. Í febrúar keyptu þeir breskt fyrirtæki og franskt fyrirtæki í september. Sigurjón Þ. Árnason, bankastjóri Landsbankans, segir að bankinn sé að reyna að byggja upp fjármálafyrirtæki á meginlandi Evrópu og segir kaupin á Írlandi vera mikinn vaxtamarkað og hann sagði Merrion vera fjórða stærsta verðbréfafyrirtæki Írlands og að mörgu leyti mætti segja að breytingarnar á Írlandi og andinn í viðskiptum væru svipaðar og á Íslandi. Mikill vöxtur og fjárfestingar erlendra aðila og Írar í útrás eins og Íslendingar. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Innlent Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Innlent Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Fleiri fréttir Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar Sjá meira
Landsbanki Íslands herjar nú á Írland en bankinn keypti í morgun írska verðbréfafyrirtækið Merrion fyrir fjóra milljarða króna. Sjötíu og fimm manns vinna hjá fyrirtækinu og þeir verða fljótlega hluti af 1700 manna starfsliði Landsbankans. Fyrirtækið veltir hátt í 2 milljörðum króna á ári og hefur árlega skilað hálfum milljarði í hagnað frá því það var stofnað fyrir sex árum. Landsbankinn fær helminginn í fyrirtækinu núna en hinn helminginn eftir þrjú ár. Þangað til verður fyrirtækið á hendi gömlu eigendanna sem eru aðallega starfsmenn. Að auki eiga eftirlitsstofnanir, írskar og íslenskar eftir að leggja blessun sína yfir ráðahaginn, þannig að töluvert langt er í að smiðshöggið verði rekið á viðskiptin. Þau eiga sér langan aðdraganda. John Conray, forstjóri Merrion Capital, sagðist vera ánægður með kaup Landsbankans á fyrirtækinu. Hann sagðist hafa skoðað rekstur þeirra og að sér litist vel á hann. Landsbankamenn hafa verið grimmir í fyrirtækjakaupum á þessu ári. Í febrúar keyptu þeir breskt fyrirtæki og franskt fyrirtæki í september. Sigurjón Þ. Árnason, bankastjóri Landsbankans, segir að bankinn sé að reyna að byggja upp fjármálafyrirtæki á meginlandi Evrópu og segir kaupin á Írlandi vera mikinn vaxtamarkað og hann sagði Merrion vera fjórða stærsta verðbréfafyrirtæki Írlands og að mörgu leyti mætti segja að breytingarnar á Írlandi og andinn í viðskiptum væru svipaðar og á Íslandi. Mikill vöxtur og fjárfestingar erlendra aðila og Írar í útrás eins og Íslendingar.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Innlent Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Innlent Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Fleiri fréttir Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar Sjá meira