Hagkerfið komið að ystu mörkum 27. október 2005 19:13 Heildarútgáfa skuldabréfa erlendis í íslenskum krónum fór yfir 100 milljarða króna í gær þegar Alþjóðabankinn gaf út skuldabréf fyrir alls þrjá milljarða króna til tveggja ára. Útgáfan svarar til um eins þriðja af fjárlögum íslenska ríkisins. Skuldabréfin eru með 8% föstum vöxtum. En hvað þýðir þetta fyrir hinn almenna borgara? Tryggvi Þór Herbertsson svarar því til að peningamálastjórn verði erfiðari sem þýði að vextir þurfi þá að hækka meira. Jafnframt fylgi þessu meiri áhætta og gegnið gæti farið af stað, þó það sé ólíklegt. En Tryggvi segir þessu þó einnig fylgja ýmsir kostir. Þetta dýpki t.a.m. skuldamarkaðinn hérlendis sem á endanum komi almenningi til góða því þá virki fjármálakerfið betur. Og Tryggvi segir mikilvægt að Íslendingar verði ekki of háðir þessari tegund útgáfu skuldabréfa því þetta sé líklega komið nálægt einhverjum endimörkum, og að verða háður útgáfunni sé ekki af hinu góða. Seðlabankastjóri segir útgáfu þessa geta valdið flökti á gengi krónunnar en það sé þó ekki líklegt. Það vilji Íslendingum til happs að vera ekki lengur með gengismarkmið heldur verðbólgumarkmið. Þá segir hann skuldabréfaútgáfuna jákvæða fyrir þjóðina að því leytinu til að útlendingar kynnist íslensku krónunni. Þar af leiðandi muni þeir kynna sér íslenskt efnahagslíf í meiri mæli en áður. Sérfræðingar greiningardeildar KB banka segja engin takmörk fyrir því hvað erlendir bankar og fjármálastofnanir geti gefið út af skuldabréfum í íslenskum krónum. Ekkert bendi til þess að hægja fari á þessum kaupum. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Fleiri fréttir Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Sjá meira
Heildarútgáfa skuldabréfa erlendis í íslenskum krónum fór yfir 100 milljarða króna í gær þegar Alþjóðabankinn gaf út skuldabréf fyrir alls þrjá milljarða króna til tveggja ára. Útgáfan svarar til um eins þriðja af fjárlögum íslenska ríkisins. Skuldabréfin eru með 8% föstum vöxtum. En hvað þýðir þetta fyrir hinn almenna borgara? Tryggvi Þór Herbertsson svarar því til að peningamálastjórn verði erfiðari sem þýði að vextir þurfi þá að hækka meira. Jafnframt fylgi þessu meiri áhætta og gegnið gæti farið af stað, þó það sé ólíklegt. En Tryggvi segir þessu þó einnig fylgja ýmsir kostir. Þetta dýpki t.a.m. skuldamarkaðinn hérlendis sem á endanum komi almenningi til góða því þá virki fjármálakerfið betur. Og Tryggvi segir mikilvægt að Íslendingar verði ekki of háðir þessari tegund útgáfu skuldabréfa því þetta sé líklega komið nálægt einhverjum endimörkum, og að verða háður útgáfunni sé ekki af hinu góða. Seðlabankastjóri segir útgáfu þessa geta valdið flökti á gengi krónunnar en það sé þó ekki líklegt. Það vilji Íslendingum til happs að vera ekki lengur með gengismarkmið heldur verðbólgumarkmið. Þá segir hann skuldabréfaútgáfuna jákvæða fyrir þjóðina að því leytinu til að útlendingar kynnist íslensku krónunni. Þar af leiðandi muni þeir kynna sér íslenskt efnahagslíf í meiri mæli en áður. Sérfræðingar greiningardeildar KB banka segja engin takmörk fyrir því hvað erlendir bankar og fjármálastofnanir geti gefið út af skuldabréfum í íslenskum krónum. Ekkert bendi til þess að hægja fari á þessum kaupum.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Fleiri fréttir Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Sjá meira