Skattheimta og réttlæti 21. október 2005 00:01 Hér er ein samviskuspurning kæri lesandi: Ef þú gætir valið milli þess að fá hærri laun útborguð um hver mánaðamót og hins að hálaunaður nágranni þinn borgaði meira af tekjum sínum í skatt til ríkisins, hvorn kostinn myndir þú taka? Sjálfur tæki ég hærri laun og þyrfti ekki að hugsa mig um eitt andartak, frekar en ég held að mikill meirihluti launafólks myndi gera ef það stæði frammi fyrir þessum tveimur valkostum. Ef eitthvað er að marka orð forystumanna Alþýðusambands Íslands myndu þeir hins vegar frekar kjósa að nágranninn borgaði hærri skatt en að hækka útborguð laun sín og umbjóðenda sinna. Í ræðu á nýhöfnu ársþingi ASÍ lagði formaðurinn Grétar Þorsteinsson áherslu á að sambandið vill ekki lækka tekjuskatt og ítrekaði enn einu sinni þá skoðun sambandsins að skattheimta eigi ekki síður að vera tekjujöfnunarkerfi en tekjuöflunarkerfi, eins og er einmitt núgildandi hlutverk tekjuskattskerfisins á Íslandi. Ef við færum þetta í fallegri orð þá merkir þetta að samhliða tekjuöflun fyrir ríkissjóð sé markmið skattlagningar að auka réttlæti í þjóðfélaginu. Sem er vissulega fögur hugsun en hjálpar aftur á móti þeim sem njóta minnstra tekna ekkert við að hækka tekjur sínar og bæta þar með afkomu sína. Háir tekjuskattar eru því ekkert annað en jöfnun lífsgæða niður á við. Í stjórnarsáttmála Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks frá því í maí 2003 kemur fram að flokkarnir stefna að lækkun tekjuskatts í áföngum um 4 prósent á kjörtímabilinu. Fyrsta skrefið var tekið um síðustu áramót þegar tekjuskatttur einstaklinga lækkaði um eitt prósent, úr 25,75 prósentum í 24,75 prósent. Reiknað var með sömu lækkun í næsta áfanga um næstu áramót og að 2007, síðasta ár kjörtímabils ríkisstjórnarinnar, lækkuðu skattar um tvö prósent. Þessi viðleitni ríkisstjórnarnarinnar við að draga úr tekjujöfnunaráhrif skattkerfisins hefur sætt gagnrýni meðal annars á þeim forsendum að ójöfnuður sé sífellt að aukast í íslensku samfélagi. Í því samhengi hefur verið bent á að launamunur hefur margfaldast á undanförnum áratug. Það er rétt en miklu huggulegri hlið á málinu er þó sú staðreynd að kaupmáttur lágmarkslauna hefur aukist hlutfallslega mest allra launa undanfarin ár og er nú um 70 prósent hærri en fyrir tíu árum. Betur þó má ef duga skal því tæplega þriðjungur atvinnubærra Íslendinga þarf að þola laun sem liggja undir skattleysismörkum og borgar því engan tekjuskatt. Sá hópur græðir að sjálfögðu ekki neitt á fyrirhuguðum skattalækkun. Miklu nær er að setja á oddinn að hækka laun þeirra frekar en að berjast fyrir því að tekjuskattar haldist áfram háir svo helst enginn hafi það of gott. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Jón Kaldal Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson Skoðun
Hér er ein samviskuspurning kæri lesandi: Ef þú gætir valið milli þess að fá hærri laun útborguð um hver mánaðamót og hins að hálaunaður nágranni þinn borgaði meira af tekjum sínum í skatt til ríkisins, hvorn kostinn myndir þú taka? Sjálfur tæki ég hærri laun og þyrfti ekki að hugsa mig um eitt andartak, frekar en ég held að mikill meirihluti launafólks myndi gera ef það stæði frammi fyrir þessum tveimur valkostum. Ef eitthvað er að marka orð forystumanna Alþýðusambands Íslands myndu þeir hins vegar frekar kjósa að nágranninn borgaði hærri skatt en að hækka útborguð laun sín og umbjóðenda sinna. Í ræðu á nýhöfnu ársþingi ASÍ lagði formaðurinn Grétar Þorsteinsson áherslu á að sambandið vill ekki lækka tekjuskatt og ítrekaði enn einu sinni þá skoðun sambandsins að skattheimta eigi ekki síður að vera tekjujöfnunarkerfi en tekjuöflunarkerfi, eins og er einmitt núgildandi hlutverk tekjuskattskerfisins á Íslandi. Ef við færum þetta í fallegri orð þá merkir þetta að samhliða tekjuöflun fyrir ríkissjóð sé markmið skattlagningar að auka réttlæti í þjóðfélaginu. Sem er vissulega fögur hugsun en hjálpar aftur á móti þeim sem njóta minnstra tekna ekkert við að hækka tekjur sínar og bæta þar með afkomu sína. Háir tekjuskattar eru því ekkert annað en jöfnun lífsgæða niður á við. Í stjórnarsáttmála Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks frá því í maí 2003 kemur fram að flokkarnir stefna að lækkun tekjuskatts í áföngum um 4 prósent á kjörtímabilinu. Fyrsta skrefið var tekið um síðustu áramót þegar tekjuskatttur einstaklinga lækkaði um eitt prósent, úr 25,75 prósentum í 24,75 prósent. Reiknað var með sömu lækkun í næsta áfanga um næstu áramót og að 2007, síðasta ár kjörtímabils ríkisstjórnarinnar, lækkuðu skattar um tvö prósent. Þessi viðleitni ríkisstjórnarnarinnar við að draga úr tekjujöfnunaráhrif skattkerfisins hefur sætt gagnrýni meðal annars á þeim forsendum að ójöfnuður sé sífellt að aukast í íslensku samfélagi. Í því samhengi hefur verið bent á að launamunur hefur margfaldast á undanförnum áratug. Það er rétt en miklu huggulegri hlið á málinu er þó sú staðreynd að kaupmáttur lágmarkslauna hefur aukist hlutfallslega mest allra launa undanfarin ár og er nú um 70 prósent hærri en fyrir tíu árum. Betur þó má ef duga skal því tæplega þriðjungur atvinnubærra Íslendinga þarf að þola laun sem liggja undir skattleysismörkum og borgar því engan tekjuskatt. Sá hópur græðir að sjálfögðu ekki neitt á fyrirhuguðum skattalækkun. Miklu nær er að setja á oddinn að hækka laun þeirra frekar en að berjast fyrir því að tekjuskattar haldist áfram háir svo helst enginn hafi það of gott.
Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson Skoðun
Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson Skoðun