Fyrsta tap Fram staðreynd

KA sigraði Fram í DHL-deild karla í handknattleik á Akureyri í kvöld, 23-21, en þetta var fyrsta tap Fram í deildinni í vetur. Þá vann ÍR auðveldan sigur á HK í Austurbergi 27-29. Hjá KA liðinu var Goran Gusic markahæstur með 7 mörk, eins og Jón Pétursson hjá Fram. Hjá ÍR var Hafsteinn Anton Ingason markahæstur með 9 mörk og Ragnar Már Helgason skoraði 7, en hjá HK var Vilhelm Gauti Bergsveinsson markahæstur með 6 mörk.