Óttast lækkandi íbúðaverð 21. október 2005 00:01 Viðskiptabankarnir, sem hófu að lána allt að hundrað prósent til íbúðakaupa í fyrra, óttast nú að íbúðaverð kunni að fara lækkandi. Landsbankinn hefur ákveðið að lækka lánahlutfallið niður í áttatíu prósent til að verja veðhagsmuni sína. Áður hafði hann lækkað hlutfallið niður í 90 prósent í desember eftir að það hafði verið hundrað prósent í fjóra mánuði eins og hjá hinum bönkunum. Lánasérfræðingar Íslandsbanka og KB banka töldu að 90 prósenta hlutfallið væri enn í gildi í þeim bönkum, en þó aðeins í orði kveðnu. Í raun væru bankarnir allir búnir að lækka hlutfallið niður í u.þ.b. 80 prósent í flestum tilvikum, en hver umsókn væri metin fyrir sig. Bankarnir hefðu allir hert á ýmsum skilyrðum, til dæmis greiðslumati, eins og fréttastofan hefur greint frá. Eins og fram hefur komið lækkaði húsnæði í verði í síðasta mánuði í fyrsta sinn um langt skeið og eftir að hafa hækkað um 40 prósent tólf mánuðina þar á undan. Haldi lækkunin eitthvað áfram er ljóst að veð fyrir einhverjum af hundrað prósenta lánun verða hærri en raunvirði íbúðanna. Þetta er staðfest í tilkynningu Landsbankans um lækkunina þar sem segir, út frá allt öðru sjónarhorni þó: „Landsbankinn grípur til þessara aðgerða til að draga úr hættu á því að viðskiptavinir bankans lendi í þeirri stöðu að lán þeirra verði hærri en markaðsverðmæti eignarinnar.“ Innlent Viðskipti Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Atvinnulíf Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Viðskipti innlent Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Sjá meira
Viðskiptabankarnir, sem hófu að lána allt að hundrað prósent til íbúðakaupa í fyrra, óttast nú að íbúðaverð kunni að fara lækkandi. Landsbankinn hefur ákveðið að lækka lánahlutfallið niður í áttatíu prósent til að verja veðhagsmuni sína. Áður hafði hann lækkað hlutfallið niður í 90 prósent í desember eftir að það hafði verið hundrað prósent í fjóra mánuði eins og hjá hinum bönkunum. Lánasérfræðingar Íslandsbanka og KB banka töldu að 90 prósenta hlutfallið væri enn í gildi í þeim bönkum, en þó aðeins í orði kveðnu. Í raun væru bankarnir allir búnir að lækka hlutfallið niður í u.þ.b. 80 prósent í flestum tilvikum, en hver umsókn væri metin fyrir sig. Bankarnir hefðu allir hert á ýmsum skilyrðum, til dæmis greiðslumati, eins og fréttastofan hefur greint frá. Eins og fram hefur komið lækkaði húsnæði í verði í síðasta mánuði í fyrsta sinn um langt skeið og eftir að hafa hækkað um 40 prósent tólf mánuðina þar á undan. Haldi lækkunin eitthvað áfram er ljóst að veð fyrir einhverjum af hundrað prósenta lánun verða hærri en raunvirði íbúðanna. Þetta er staðfest í tilkynningu Landsbankans um lækkunina þar sem segir, út frá allt öðru sjónarhorni þó: „Landsbankinn grípur til þessara aðgerða til að draga úr hættu á því að viðskiptavinir bankans lendi í þeirri stöðu að lán þeirra verði hærri en markaðsverðmæti eignarinnar.“
Innlent Viðskipti Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Atvinnulíf Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Viðskipti innlent Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Sjá meira