FL Group breytt vegna fjárfestinga 23. október 2005 17:50 Með skipulagsbreytingum á FL Group er félaginu breytt í fjárfestingafélag og rekstrarfélögin - þar á meðal Icelandair - skilin frá móðurfélaginu. Tilgangurinn virðist vera að auðvelda fjárfestingar FL Group erlendis, meðal annars í lággjaldaflugfélaginu Sterling. Stefnubreyting hefur orðið á rekstri FL Group og mun móðurfélagið einbeita sér alfarið að fjárfestingum og segja skilið við flug- og ferðaþjónusturekstur. Þá verður núverandi flug- og ferðaþjónusturekstri skipt í tvö félög og hefur Hannes Smárason tekið við starfi forstjóra fjárfestingafyrirtækisins af Ragnhildi Geirsdóttir sem hefur sagt upp störfum. Skarphéðinn Berg Steinarsson hefur tekið við starfi formanns stjórnar félagsins. Aðspurður hvort honum finnist ekki að farið sé of geyst í fjárfestingar segir Jón Karl Ólafsson, nýráðinn forstjóri Icelandair Group, að það sé alltaf mjög erfitt að dæma um það. Það hafi einkennt íslenskt efnahagslíf að undanförnu að félög hafi verið miklu framsæknari í fjárfestingum en áður. Fyrirtæki hafi verið keypt í Bretlandi og Danmörku og FL Group hafi þeirri stefnu líka og fyrirtækið hafi því vaxið mjög hratt. Hingað til hafi fjárfestingarnar skilað fínum arði þannig að ekkert bendi til annars en að menn séu að efla og stækka fyrirtækið áfram og vonandi til framtíðar. Samningar um kaup FL Group á danska flugfélaginu Sterling eru á lokastigi. Kaupverðið er á fimmtánda milljarð króna samkvæmt tímaritinu Travel People en höfuðstöðvar félagsins eru í Kaupmannahöfn og er flogið frá Stokkhólmi, Osló og Kaupmannahafnar til 30 áfangastaða, aðallega í Suður-Evrópu. Á síðasta ári flutti Sterling tæpar tvær milljónir farþega og til samanburðar má geta þess að heildarfarþegafjöldi Icelandair var um 1,3 milljónir manna. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Gengi Alvotech hrynur Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ Viðskipti innlent „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Viðskipti innlent 25 sagt upp í fiskvinnslu Viðskipti innlent Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Viðskipti innlent „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Viðskipti innlent Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu Viðskipti innlent Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Viðskipti innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Sjá meira
Með skipulagsbreytingum á FL Group er félaginu breytt í fjárfestingafélag og rekstrarfélögin - þar á meðal Icelandair - skilin frá móðurfélaginu. Tilgangurinn virðist vera að auðvelda fjárfestingar FL Group erlendis, meðal annars í lággjaldaflugfélaginu Sterling. Stefnubreyting hefur orðið á rekstri FL Group og mun móðurfélagið einbeita sér alfarið að fjárfestingum og segja skilið við flug- og ferðaþjónusturekstur. Þá verður núverandi flug- og ferðaþjónusturekstri skipt í tvö félög og hefur Hannes Smárason tekið við starfi forstjóra fjárfestingafyrirtækisins af Ragnhildi Geirsdóttir sem hefur sagt upp störfum. Skarphéðinn Berg Steinarsson hefur tekið við starfi formanns stjórnar félagsins. Aðspurður hvort honum finnist ekki að farið sé of geyst í fjárfestingar segir Jón Karl Ólafsson, nýráðinn forstjóri Icelandair Group, að það sé alltaf mjög erfitt að dæma um það. Það hafi einkennt íslenskt efnahagslíf að undanförnu að félög hafi verið miklu framsæknari í fjárfestingum en áður. Fyrirtæki hafi verið keypt í Bretlandi og Danmörku og FL Group hafi þeirri stefnu líka og fyrirtækið hafi því vaxið mjög hratt. Hingað til hafi fjárfestingarnar skilað fínum arði þannig að ekkert bendi til annars en að menn séu að efla og stækka fyrirtækið áfram og vonandi til framtíðar. Samningar um kaup FL Group á danska flugfélaginu Sterling eru á lokastigi. Kaupverðið er á fimmtánda milljarð króna samkvæmt tímaritinu Travel People en höfuðstöðvar félagsins eru í Kaupmannahöfn og er flogið frá Stokkhólmi, Osló og Kaupmannahafnar til 30 áfangastaða, aðallega í Suður-Evrópu. Á síðasta ári flutti Sterling tæpar tvær milljónir farþega og til samanburðar má geta þess að heildarfarþegafjöldi Icelandair var um 1,3 milljónir manna.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Gengi Alvotech hrynur Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ Viðskipti innlent „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Viðskipti innlent 25 sagt upp í fiskvinnslu Viðskipti innlent Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Viðskipti innlent „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Viðskipti innlent Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu Viðskipti innlent Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Viðskipti innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Sjá meira