Frumvarp kosti 650 milljónir 16. október 2005 00:01 Gróft mat frá Fjársýslu ríkisins segir að eftirlaunafrumvarpið umdeilda kosti 650 milljónir króna, eða 50 prósent meira en haldið var fram á þingi. Eftirlaunafrumvarpið var lagt fram fyrir tveimur árum. Það var ekki flutt sem stjórnarfrumvarp og því fygldi því ekkert kostnaðarmat. Davíð Oddsson, þáverandi forsætisráðherra, sagði í fjölmiðlum að útgjaldaaukann næmi tíu til tólf milljónum á ári. Allsherjarnefnd fékk síðar áætlaðan kostnað við lífeyrisskuldbindinguna og var niðurstaðan kynnt á Alþingi, að það kostnaðurinn yrði í versta falli 439 milljónir en í besta falli lækkun á skuldbindingunum um 7 milljónir. Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingarinnar, kallaði eftir niðurstöðum úr nýju mati á kostnaðunum frá Fjársýslu ríkisins og fékk afhent á föstudag. Þar kemur fram að áhrifin eru 650 milljóna króna hækkun á lífeyrisskuldbindingum, eða tæplega 50 prósent hærra en versta mögulega útkoma sem kynnt var Alþingi. Helgi segir að reynt hafi verið að gera eins lítið út kostnaðinum við eftirlaunafrumvarpið og hægt var þegar verið var að keyra það í gegn og því hafi hann ákveðið að kalla eftir upplýsingum um endanlegan kostnað. Lífeyrisskuldbindingar hækki um 650 milljónir króna samkvæmt grófu mati og það sé verulegt áhyggjuefni að ekki hafi verið veittar réttar upplýsingar um kostnaðinn við frumvarp sem hafi varðað hagsmunamál þingmanna sjálfra. Aðspurður hvað þetta segi um málið að hans mati segir Helgi að þetta sýni hversu illa hafi verið að því staðið og hvers langt hafi verið gengið að reyna að keyra það í gegn, jafnvel með því að veita ónógar og jafnvel villandi upplýsingar. Nánar tiltekið hækkar skuldbindingin vegna ráðherra árið um 83 milljónir. Skuldbindingin vegna alþingismanna hækkar um 323 milljónir króna og skuldbindingin vegna annarra embættismanna hækkar um 242 milljónir. Helgi segir það algjörlega óþolandi að kostnaðaráætlanir sem kynntar séu fyrir Alþingi standist ekki, sérstaklega þegar það snúi að þingmönnum sjálfum. Það sé óhjákvæmilegt að taka málið upp í þinginu. Svo hljóti menn að kalla eftir því að forsætisráðherra flytji frumvarp um að þeir sem að séu í forstjóra- og sendiherrrastöðum hjá ríkinu geti ekki jafnframt tekið eftirlaun. „Ætli menn fari nú ekki að spyrja líka eftir því hvort að hinn nýi seðlabankastjóri ætli að fara á eftirlaun jafnframt því að fara inn í Seðlabankann,“ segir Helgi enn fremur. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Boða til upplýsingafundar um landamærin Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Erlent Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Erlent Fleiri fréttir Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Boða til upplýsingafundar um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Sjá meira
Gróft mat frá Fjársýslu ríkisins segir að eftirlaunafrumvarpið umdeilda kosti 650 milljónir króna, eða 50 prósent meira en haldið var fram á þingi. Eftirlaunafrumvarpið var lagt fram fyrir tveimur árum. Það var ekki flutt sem stjórnarfrumvarp og því fygldi því ekkert kostnaðarmat. Davíð Oddsson, þáverandi forsætisráðherra, sagði í fjölmiðlum að útgjaldaaukann næmi tíu til tólf milljónum á ári. Allsherjarnefnd fékk síðar áætlaðan kostnað við lífeyrisskuldbindinguna og var niðurstaðan kynnt á Alþingi, að það kostnaðurinn yrði í versta falli 439 milljónir en í besta falli lækkun á skuldbindingunum um 7 milljónir. Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingarinnar, kallaði eftir niðurstöðum úr nýju mati á kostnaðunum frá Fjársýslu ríkisins og fékk afhent á föstudag. Þar kemur fram að áhrifin eru 650 milljóna króna hækkun á lífeyrisskuldbindingum, eða tæplega 50 prósent hærra en versta mögulega útkoma sem kynnt var Alþingi. Helgi segir að reynt hafi verið að gera eins lítið út kostnaðinum við eftirlaunafrumvarpið og hægt var þegar verið var að keyra það í gegn og því hafi hann ákveðið að kalla eftir upplýsingum um endanlegan kostnað. Lífeyrisskuldbindingar hækki um 650 milljónir króna samkvæmt grófu mati og það sé verulegt áhyggjuefni að ekki hafi verið veittar réttar upplýsingar um kostnaðinn við frumvarp sem hafi varðað hagsmunamál þingmanna sjálfra. Aðspurður hvað þetta segi um málið að hans mati segir Helgi að þetta sýni hversu illa hafi verið að því staðið og hvers langt hafi verið gengið að reyna að keyra það í gegn, jafnvel með því að veita ónógar og jafnvel villandi upplýsingar. Nánar tiltekið hækkar skuldbindingin vegna ráðherra árið um 83 milljónir. Skuldbindingin vegna alþingismanna hækkar um 323 milljónir króna og skuldbindingin vegna annarra embættismanna hækkar um 242 milljónir. Helgi segir það algjörlega óþolandi að kostnaðaráætlanir sem kynntar séu fyrir Alþingi standist ekki, sérstaklega þegar það snúi að þingmönnum sjálfum. Það sé óhjákvæmilegt að taka málið upp í þinginu. Svo hljóti menn að kalla eftir því að forsætisráðherra flytji frumvarp um að þeir sem að séu í forstjóra- og sendiherrrastöðum hjá ríkinu geti ekki jafnframt tekið eftirlaun. „Ætli menn fari nú ekki að spyrja líka eftir því hvort að hinn nýi seðlabankastjóri ætli að fara á eftirlaun jafnframt því að fara inn í Seðlabankann,“ segir Helgi enn fremur.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Boða til upplýsingafundar um landamærin Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Erlent Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Erlent Fleiri fréttir Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Boða til upplýsingafundar um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Sjá meira