Íslensk skuldabréf erlendis 23. október 2005 15:04 Ört vaxandi útgáfa erlendra banka á erlendum skuldabréfum í íslenskum krónum er að verða tikkandi tímasprengja í íslensku hagkerfi, að mati sérfræðinga í verðbréfaviðskiptum. Kaupþing banki hefur nú blandað sér í leikinn. Íslenska peningakerfið er svo örsmátt á heimsvísu að sterkar peningastofnanir á heimsmælikvaðra virðast geta spilað á það ef áhugi eða samstaða skapast um það. Þannig komu erlendir fjárfestar nýlega auga á hagnaðarvon með því að spila á vaxtamun á stýrivöxtum hér á landi og á Evrusvæðinu og reyndar vestanhafs líka. Þeir eru nú um tíu prósent hér en tvö og hálft prósent á Evrusvæðinu. Þrátt fyrir að þessi viðskitpi séu tiltölulega nýbyrjuð nema þau nú þegar 86 milljörðum króna, eða umþaðbil tvöfaldri fjáfestingu í virkjana- og stóriðjuframkvæmdum hér á landi í ár. Við þetta bætist gríðarleg fjárfesting erlendra skuldabréfasjóða í eldri húsbréfum upp á 220 milljarða króna, en þessir peningar eru mjög hreyfanlegir þannig að ef erlendu eigendunum dytti í hug að selja þessi bréf , myndi íslenska krónan hríð falla, líklega í stærra stökki en nokkru sinni fyrr. Auk þess hefði Seðlbankinn lítil sem engin tök á að milda fallið. Áhugi útlendinga á þessari nýju leið skýrist vel með því að skuldabréfasjóðir á meginlandinu eru almennt að reyna að ná þriggja til fimmm prósenta vöxtum, en með íslensku leiðinni ná þeir allt að 9 prósenta vöxtum. Þetta þýðir að nú streymir erlendur gjaldeyrir inn í landið, sem síst er þörf á að mati Seðlabankans, og krónurnar streyma út, sem enn síður er til þess fallið að Seðlabankinn geti haft nokkur áhrif á gengi krónunnar, því þessi þróun skrúfar gengi hennar upp, en það er nú þegar orðið of hátt að margra mati. Það eru einkum erlendir bankar, sem standa að þessu, en nú hefur KB banki, sem er með mikla starfssemi í útlöndum, blandað sér í leikinn og hefur stofnað sérstakan sjóð í því skyni, sem heitir KB erlend skuldabréf. Í kynningu bankans á sjóðnum er það markmið meðal annars kynnt að nýta háa vexti á Íslandi og mikinn vaxtamun við útlönd, og að erlendu bréfin séu varin í íslenskum krónum. Viðskipti Mest lesið „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Viðskipti erlent Að púsla saman vinnu, aukavinnu og lífinu Atvinnulíf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Viðskipti innlent Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Viðskipti innlent Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Viðskipti innlent Hermann tekur við söluarmi Samherja Viðskipti innlent Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Viðskipti innlent Nýr vefur Félags foreldra- og uppeldisfræðinga kominn í loftið Samstarf Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Sjá meira
Ört vaxandi útgáfa erlendra banka á erlendum skuldabréfum í íslenskum krónum er að verða tikkandi tímasprengja í íslensku hagkerfi, að mati sérfræðinga í verðbréfaviðskiptum. Kaupþing banki hefur nú blandað sér í leikinn. Íslenska peningakerfið er svo örsmátt á heimsvísu að sterkar peningastofnanir á heimsmælikvaðra virðast geta spilað á það ef áhugi eða samstaða skapast um það. Þannig komu erlendir fjárfestar nýlega auga á hagnaðarvon með því að spila á vaxtamun á stýrivöxtum hér á landi og á Evrusvæðinu og reyndar vestanhafs líka. Þeir eru nú um tíu prósent hér en tvö og hálft prósent á Evrusvæðinu. Þrátt fyrir að þessi viðskitpi séu tiltölulega nýbyrjuð nema þau nú þegar 86 milljörðum króna, eða umþaðbil tvöfaldri fjáfestingu í virkjana- og stóriðjuframkvæmdum hér á landi í ár. Við þetta bætist gríðarleg fjárfesting erlendra skuldabréfasjóða í eldri húsbréfum upp á 220 milljarða króna, en þessir peningar eru mjög hreyfanlegir þannig að ef erlendu eigendunum dytti í hug að selja þessi bréf , myndi íslenska krónan hríð falla, líklega í stærra stökki en nokkru sinni fyrr. Auk þess hefði Seðlbankinn lítil sem engin tök á að milda fallið. Áhugi útlendinga á þessari nýju leið skýrist vel með því að skuldabréfasjóðir á meginlandinu eru almennt að reyna að ná þriggja til fimmm prósenta vöxtum, en með íslensku leiðinni ná þeir allt að 9 prósenta vöxtum. Þetta þýðir að nú streymir erlendur gjaldeyrir inn í landið, sem síst er þörf á að mati Seðlabankans, og krónurnar streyma út, sem enn síður er til þess fallið að Seðlabankinn geti haft nokkur áhrif á gengi krónunnar, því þessi þróun skrúfar gengi hennar upp, en það er nú þegar orðið of hátt að margra mati. Það eru einkum erlendir bankar, sem standa að þessu, en nú hefur KB banki, sem er með mikla starfssemi í útlöndum, blandað sér í leikinn og hefur stofnað sérstakan sjóð í því skyni, sem heitir KB erlend skuldabréf. Í kynningu bankans á sjóðnum er það markmið meðal annars kynnt að nýta háa vexti á Íslandi og mikinn vaxtamun við útlönd, og að erlendu bréfin séu varin í íslenskum krónum.
Viðskipti Mest lesið „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Viðskipti erlent Að púsla saman vinnu, aukavinnu og lífinu Atvinnulíf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Viðskipti innlent Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Viðskipti innlent Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Viðskipti innlent Hermann tekur við söluarmi Samherja Viðskipti innlent Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Viðskipti innlent Nýr vefur Félags foreldra- og uppeldisfræðinga kominn í loftið Samstarf Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Sjá meira