Gæsluvarðhald framlengt

Gæsluvarðhald yfir manni sem sakaður er um alvarlega líkamsárás í Garðabæ aðfaranótt sunnudags, hefur verið framlengt til 2. desember næst komandi. Gæsluvarðhaldsúrkurður yfir honum og tveimur félögum hans rann út í dag og var félögunum tveimur sleppt en krafist lengra gæsluvarðhalds yfir manninum fyrir Héraðsdómi Reykjaness, sem féllst á beiðni lögreglu. Fyrr í vikunni fann lögregla sveðju sem grunur leikur á að hafi verið notuð við verknaðinn. Það vopn er nú til rannsóknar hjá tæknideild lögreglunnar í Reykjavík.