Bílstjóri fagnar áfangasigri 6. október 2005 00:01 Hæstiréttur hefur vísað aftur til héraðsdóms máli leigubílstjóra sem varð fyrir því í fyrrasumar að maður teygði sig inn um gluggann hjá honum og skar hann á háls með hnífi. Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í lok nóvember í fyrra manninn sem grunaður var um verknaðinn. Helgi I. Jónsson dómstjóri skilaði hins vegar sératkvæði, þar sem hann taldi að sakfella bæri manninn og dæma í fimm ára fangelsi, auk þess sem hann ætti að greiða rúma milljón króna í bætur. Hinir dómararnir í héraði voru Guðjón St. Marteinsson og Arnar Þór Jónsson. "Ég er mjög ánægður með að þetta fari aftur í hérað og gott hjá Hæstarétti að taka aðeins á þessu," segir Ásgeir Elíasson, leigubílstjórinn sem fyrir árásinni varð. "Mér létti rosalega við þetta og er mjög ánægður með daginn. Eiginlega átti ég alls ekki von á þessari niðurstöðu réttarins." Hann segir trú sína á réttarkerfið endurvakta við þessa ákvörðun Hæstaréttar, en sjálfur segist hann enn að reyna að fóta sig eftir árásina og lifa með því að hafa lent í jafnskelfilegum hlut. "Réttlætið er í Hæstarétti," segir hann. Hæstiréttur féllst ekki á þá niðurstöðu meirihluta Héraðsdóms Reykjavíkur að þættir í rannsókn lögreglu gæfu tilefni til að álykta að hún hefði verið haldin annmörkum, en vopnið sem notað var við árásina fannst ekki. Héraðsdómur taldi annmarka að ekki hefði verið leitað í húsi í nágrenninu, en á það féllst Hæstiréttur ekki, né heldur að leita hefði þurft betur að blóði á fatnaði manna sem voru með þeim sem grunaður var um árásina. Þegar ráðist var á bílstjórann var hann að ljúka ferð með fjóra menn, en sá sem skar var einn farþeganna. Í Hæstarétti dæmdu málið Markús Sigurbjörnsson, Gunnlaugur Claessen, Hrafn Bragason, Ingibjörg Benediktsdóttir og Jón Steinar Gunnlaugsson, en dómur var upp kveðinn í gær. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Barn á öðru aldursári lést Innlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Sjá meira
Hæstiréttur hefur vísað aftur til héraðsdóms máli leigubílstjóra sem varð fyrir því í fyrrasumar að maður teygði sig inn um gluggann hjá honum og skar hann á háls með hnífi. Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í lok nóvember í fyrra manninn sem grunaður var um verknaðinn. Helgi I. Jónsson dómstjóri skilaði hins vegar sératkvæði, þar sem hann taldi að sakfella bæri manninn og dæma í fimm ára fangelsi, auk þess sem hann ætti að greiða rúma milljón króna í bætur. Hinir dómararnir í héraði voru Guðjón St. Marteinsson og Arnar Þór Jónsson. "Ég er mjög ánægður með að þetta fari aftur í hérað og gott hjá Hæstarétti að taka aðeins á þessu," segir Ásgeir Elíasson, leigubílstjórinn sem fyrir árásinni varð. "Mér létti rosalega við þetta og er mjög ánægður með daginn. Eiginlega átti ég alls ekki von á þessari niðurstöðu réttarins." Hann segir trú sína á réttarkerfið endurvakta við þessa ákvörðun Hæstaréttar, en sjálfur segist hann enn að reyna að fóta sig eftir árásina og lifa með því að hafa lent í jafnskelfilegum hlut. "Réttlætið er í Hæstarétti," segir hann. Hæstiréttur féllst ekki á þá niðurstöðu meirihluta Héraðsdóms Reykjavíkur að þættir í rannsókn lögreglu gæfu tilefni til að álykta að hún hefði verið haldin annmörkum, en vopnið sem notað var við árásina fannst ekki. Héraðsdómur taldi annmarka að ekki hefði verið leitað í húsi í nágrenninu, en á það féllst Hæstiréttur ekki, né heldur að leita hefði þurft betur að blóði á fatnaði manna sem voru með þeim sem grunaður var um árásina. Þegar ráðist var á bílstjórann var hann að ljúka ferð með fjóra menn, en sá sem skar var einn farþeganna. Í Hæstarétti dæmdu málið Markús Sigurbjörnsson, Gunnlaugur Claessen, Hrafn Bragason, Ingibjörg Benediktsdóttir og Jón Steinar Gunnlaugsson, en dómur var upp kveðinn í gær.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Barn á öðru aldursári lést Innlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Sjá meira