Fíkniefnahundar í VMA 6. október 2005 00:01 Verkmenntaskólinn á Akureyri hefur skorið upp herör gegn fíkniefnanotkun. Nemendur geta nú vænst þess að lögreglumenn með sérþjálfaðan hund leiti að fíkniefnum í skólanum hvenær sem er. Skólayfirvöld í Verkmenntaskólanum á Akureyri hafa tekið höndum saman við lögregluna á Akureyri í því augnamiði að stemma stigu við fíkniefnanotkun nemenda. Þótt dæmi sé um að fíkniefni hafi verið seld í húsakynnum Verkmenntaskólans vilja skólastjórnendur þó meina að vandamálið sé fyrst og síðast utan veggja skólans. Karen Malmquist, forvarnafulltrúi VMA, segir að í skólanum hafi verið nemendur sem hafi selt fíkniefni en henni sé ekki kunnugt um að það sé nokkur sem geri það í dag. Aðspurð hvar salan hafi farið fram segir Karen að sumir krakkar hafi sagt að þeim hafi verið boðin efni til sölu á göngum skólans en skólayfirvöld telji að ekki sé verið að selja í skólanum sjálfum. Á meðal aðgerða sem ákveðið hefur verið að grípa til er að lögreglumenn á Akureyri munu ganga með fíkniefnahund um lóð og húsakynni skólans í leit að eiturlyfjum. Hjalti Jón Sveinsson, skólameistari VMA, segir að honum þætti ekkert óeðlilegt að lögreglan væri sýnileg í og við skólann öðru hverju og kæmi með fíkniefnahund og leiddi hann um skólann. Um sé að ræða 14 þúsund fermetra húsnæði með mörgum inn- og útgönguleiðum og þá sé bílastæðið stórt og geysileg umferð af fólki, en nemendur séu yfir 1200. Með aðgerðunum vilja skólayfirvöld senda sölumönnum fíkniefna skýr skilaboð en skólameistari hefur tilkynnt nemendum að lögreglumenn geti komið á svæðið hvenær sem er. Sölumenn fíkniefna og þeir nemendur sem hugsanlega eru með óhreint mjöl í pokahorninu geta því vænst þess að fíkniefnahundur þefi af klæðnaði þeirra og skólatöskum, hvort heldur er í kennslustund eða matarhléi. Erla Steinþórsdóttir, nemandi í VMA, segir að sér finnist allt í lagi að sýna því fólki sem komi með eiturlyf inn í skólann að nemendum sé ekki alveg sama. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Innlent Fleiri fréttir Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Sjá meira
Verkmenntaskólinn á Akureyri hefur skorið upp herör gegn fíkniefnanotkun. Nemendur geta nú vænst þess að lögreglumenn með sérþjálfaðan hund leiti að fíkniefnum í skólanum hvenær sem er. Skólayfirvöld í Verkmenntaskólanum á Akureyri hafa tekið höndum saman við lögregluna á Akureyri í því augnamiði að stemma stigu við fíkniefnanotkun nemenda. Þótt dæmi sé um að fíkniefni hafi verið seld í húsakynnum Verkmenntaskólans vilja skólastjórnendur þó meina að vandamálið sé fyrst og síðast utan veggja skólans. Karen Malmquist, forvarnafulltrúi VMA, segir að í skólanum hafi verið nemendur sem hafi selt fíkniefni en henni sé ekki kunnugt um að það sé nokkur sem geri það í dag. Aðspurð hvar salan hafi farið fram segir Karen að sumir krakkar hafi sagt að þeim hafi verið boðin efni til sölu á göngum skólans en skólayfirvöld telji að ekki sé verið að selja í skólanum sjálfum. Á meðal aðgerða sem ákveðið hefur verið að grípa til er að lögreglumenn á Akureyri munu ganga með fíkniefnahund um lóð og húsakynni skólans í leit að eiturlyfjum. Hjalti Jón Sveinsson, skólameistari VMA, segir að honum þætti ekkert óeðlilegt að lögreglan væri sýnileg í og við skólann öðru hverju og kæmi með fíkniefnahund og leiddi hann um skólann. Um sé að ræða 14 þúsund fermetra húsnæði með mörgum inn- og útgönguleiðum og þá sé bílastæðið stórt og geysileg umferð af fólki, en nemendur séu yfir 1200. Með aðgerðunum vilja skólayfirvöld senda sölumönnum fíkniefna skýr skilaboð en skólameistari hefur tilkynnt nemendum að lögreglumenn geti komið á svæðið hvenær sem er. Sölumenn fíkniefna og þeir nemendur sem hugsanlega eru með óhreint mjöl í pokahorninu geta því vænst þess að fíkniefnahundur þefi af klæðnaði þeirra og skólatöskum, hvort heldur er í kennslustund eða matarhléi. Erla Steinþórsdóttir, nemandi í VMA, segir að sér finnist allt í lagi að sýna því fólki sem komi með eiturlyf inn í skólann að nemendum sé ekki alveg sama.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Innlent Fleiri fréttir Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Sjá meira