Dagur hugar að heimkomu 6. október 2005 00:01 Dagur Sigurðsson, fyrrverandi fyrirliði íslenska landsliðsins í handbolta, hefur verið að gera það gott sem spilandi þjálfari austurírska félagsins Bregenz en lið félagsins er komið í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu, annað árið í röð. Eftir tíu ár í atvinnumennsku segist Dagur ekki geta neitað því að það sé freistandi að fara að koma heim til Íslands. "Fjölskyldan er mjög ánægð hér í Austurríki en við erum nú samt farin að huga að því koma heim. Við höfum búið lengi erlendis og ætlum okkur að flytja heim á réttum tíma. Tvær dætur mínar eru komnar á skólaaldur og þess vegna meðal annars viljum við fara að flytja heim til Íslands." Dagur verður þó áfram spilandi þjálfari hjá Bregenz út þetta tímabil en hann er með samning við félagið til ársins 2007 en í honum er uppsagnarákvæði sem hugsanlegt er að Dagur nýti sér. Það er ekki ákveðið hvað Dagur fer að gera þegar hann kemur heim. "Ég veit ekki hvað ég fer að gera. Mér finnst nú líklegt að ég haldi áfram í viðskiptunum en ég hef alltaf aðeins komið nálægt þeim. Svo kannski held ég áfram í handboltanum og spila með Val í DHL-deildinni annars veit ég það ekki. Ég er nú bara ekkert búinn að leiða hugann mikið að því hvað ég tek mér fyrir hendur." Bregenz komst í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu og er þar í riðli með stórliðunum Magdeburg, franska liðinu Montpellier og Medvedi frá Rússlandi. Dagur gerir sér ekki miklar vonir um að ná í mörg stig gegn þessum liðum en vonast til þess að geta strítt þeim á heimavelli. "Það er nú ekki raunhæft að stefna að því að vinna þessi lið en vonandi tekst okkur að standa í þeim á heimavelli. Við náðum ágætum úrslitum á móti Magdeburg á síðustu leiktíð þannig að við vitum hvað við getum." Íslenski handboltinn Mest lesið Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Fótbolti Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Íslenski boltinn Elías skoraði og Stefán lagði upp Fótbolti Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Fótbolti Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Handbolti Búbbluhausinn verður í banni Körfubolti Fleiri fréttir Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Búbbluhausinn verður í banni Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Sara Björk lagði upp í stórsigri Bully Boy með gigt Mundi loforðið til kennarans Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara UFC-bardagakappi sagði að Hitler hefði verið fínn gaur Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Tveir íslenskir Nökkvar í Rotterdam City mætir Real Madrid í umspilinu Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Hákon búinn að fórna miklu: „Ég stefni bara á meira og enn hærra“ Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Sjá meira
Dagur Sigurðsson, fyrrverandi fyrirliði íslenska landsliðsins í handbolta, hefur verið að gera það gott sem spilandi þjálfari austurírska félagsins Bregenz en lið félagsins er komið í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu, annað árið í röð. Eftir tíu ár í atvinnumennsku segist Dagur ekki geta neitað því að það sé freistandi að fara að koma heim til Íslands. "Fjölskyldan er mjög ánægð hér í Austurríki en við erum nú samt farin að huga að því koma heim. Við höfum búið lengi erlendis og ætlum okkur að flytja heim á réttum tíma. Tvær dætur mínar eru komnar á skólaaldur og þess vegna meðal annars viljum við fara að flytja heim til Íslands." Dagur verður þó áfram spilandi þjálfari hjá Bregenz út þetta tímabil en hann er með samning við félagið til ársins 2007 en í honum er uppsagnarákvæði sem hugsanlegt er að Dagur nýti sér. Það er ekki ákveðið hvað Dagur fer að gera þegar hann kemur heim. "Ég veit ekki hvað ég fer að gera. Mér finnst nú líklegt að ég haldi áfram í viðskiptunum en ég hef alltaf aðeins komið nálægt þeim. Svo kannski held ég áfram í handboltanum og spila með Val í DHL-deildinni annars veit ég það ekki. Ég er nú bara ekkert búinn að leiða hugann mikið að því hvað ég tek mér fyrir hendur." Bregenz komst í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu og er þar í riðli með stórliðunum Magdeburg, franska liðinu Montpellier og Medvedi frá Rússlandi. Dagur gerir sér ekki miklar vonir um að ná í mörg stig gegn þessum liðum en vonast til þess að geta strítt þeim á heimavelli. "Það er nú ekki raunhæft að stefna að því að vinna þessi lið en vonandi tekst okkur að standa í þeim á heimavelli. Við náðum ágætum úrslitum á móti Magdeburg á síðustu leiktíð þannig að við vitum hvað við getum."
Íslenski handboltinn Mest lesið Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Fótbolti Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Íslenski boltinn Elías skoraði og Stefán lagði upp Fótbolti Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Fótbolti Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Handbolti Búbbluhausinn verður í banni Körfubolti Fleiri fréttir Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Búbbluhausinn verður í banni Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Sara Björk lagði upp í stórsigri Bully Boy með gigt Mundi loforðið til kennarans Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara UFC-bardagakappi sagði að Hitler hefði verið fínn gaur Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Tveir íslenskir Nökkvar í Rotterdam City mætir Real Madrid í umspilinu Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Hákon búinn að fórna miklu: „Ég stefni bara á meira og enn hærra“ Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Sjá meira