Segir hervæðingu óskiljanlega 5. október 2005 00:01 Lúðvík Bergvinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, segir hervæðingu Íslands með öllu óskiljanlega. Meðan skortur sé á almennri löggæslu og sakamál séu látin klúðrast vegna manneklu sé verið að eyða á annað hundrað milljónum króna í að efla sérsveitina og kaupa vopn. Fjárlög til löggæslu og öryggismála hækka um fjögur hundruð og sextíu milljónir að raungildi.. Dýrasta viðbótin er vegna nýrra vegabréfa og vegabréfsáritana með svokölluðum lífkennum. Þá er stóraukið framlag til sérsveitar Ríkislögreglustjóra, um 112 milljónir. Yfirmaður sérsveitarinnar, Jón Bjartmarz, segir að verið sé að efla almenna löggæslu með því að styrkja sérsveitina. Hún sé í raun ekkert annað en almenn löggæsla og sérsveitarmenn vinni dagsdaglega almenn lögreglustörf en hafi það sem aukahlutverk að tilheyra sérsveit sem leysi vopnuð lögreglustörf og krefjandi verkefni sem upp komi. Það komi til af bæði þörf hér innanlands og alþjóðlegum skuldbindingum Íslendinga varðandi siglinga- og flugvernd. Íslensk lögregla verði að geta tekist á við hin erfiðustu mál og Íslendingar verði að leysa sín eigin mál. Gert er ráð fyrir fjórtán milljóna króna framlagi til kaupa á vopnum og öðrum búnaði fyrir sérsveitina en alls er áætlað að kaupa slíkt fyrir 30 milljónir í ár. Jón segir að um leið og mönnum sé fjölgað þurfi að kaupa vopnabúnað og ýmsan annan búnað fyrir þá. Keyptar séu Glock-skammbyssur og MP 5 Heckler og Koch hríðskotabyssur sem sé staðalvopnabúnaður sésveitarinnar og hafi verið í áratug. Lúðvík Bergvinsson segir sem hervæðing Íslands sé sérstakt einkaáhugamál dómsmálaráðherra. Ef það falli til peningar í löggæslu þá fari þeir til hermennskudrauma ráðherrans en ekki í að efla öryggi borgaranna. Hann segir dómsmálaráðherra lengi hafa verið mikinn áhugamann um stríð og samkvæmt því fjárlagafrumvarpi sem nú liggi fyrir sé ætlun að leggja á þriðja hundrað milljónir í sérsveitina, þar af fari 30 milljónir í að kaupa vopn. Því hljóti menn að spyrja sig hvort verið sé að hervæða þjóðina í bakgarðinum, hvort ekki þurfi að fara fram umræða um þessi mál áður en Íslendingar komi sér upp einkaher og hvenær sérsveit sé orðin að her. Fréttir Innlent Lög og regla Stj.mál Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Fleiri fréttir Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Sjá meira
Lúðvík Bergvinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, segir hervæðingu Íslands með öllu óskiljanlega. Meðan skortur sé á almennri löggæslu og sakamál séu látin klúðrast vegna manneklu sé verið að eyða á annað hundrað milljónum króna í að efla sérsveitina og kaupa vopn. Fjárlög til löggæslu og öryggismála hækka um fjögur hundruð og sextíu milljónir að raungildi.. Dýrasta viðbótin er vegna nýrra vegabréfa og vegabréfsáritana með svokölluðum lífkennum. Þá er stóraukið framlag til sérsveitar Ríkislögreglustjóra, um 112 milljónir. Yfirmaður sérsveitarinnar, Jón Bjartmarz, segir að verið sé að efla almenna löggæslu með því að styrkja sérsveitina. Hún sé í raun ekkert annað en almenn löggæsla og sérsveitarmenn vinni dagsdaglega almenn lögreglustörf en hafi það sem aukahlutverk að tilheyra sérsveit sem leysi vopnuð lögreglustörf og krefjandi verkefni sem upp komi. Það komi til af bæði þörf hér innanlands og alþjóðlegum skuldbindingum Íslendinga varðandi siglinga- og flugvernd. Íslensk lögregla verði að geta tekist á við hin erfiðustu mál og Íslendingar verði að leysa sín eigin mál. Gert er ráð fyrir fjórtán milljóna króna framlagi til kaupa á vopnum og öðrum búnaði fyrir sérsveitina en alls er áætlað að kaupa slíkt fyrir 30 milljónir í ár. Jón segir að um leið og mönnum sé fjölgað þurfi að kaupa vopnabúnað og ýmsan annan búnað fyrir þá. Keyptar séu Glock-skammbyssur og MP 5 Heckler og Koch hríðskotabyssur sem sé staðalvopnabúnaður sésveitarinnar og hafi verið í áratug. Lúðvík Bergvinsson segir sem hervæðing Íslands sé sérstakt einkaáhugamál dómsmálaráðherra. Ef það falli til peningar í löggæslu þá fari þeir til hermennskudrauma ráðherrans en ekki í að efla öryggi borgaranna. Hann segir dómsmálaráðherra lengi hafa verið mikinn áhugamann um stríð og samkvæmt því fjárlagafrumvarpi sem nú liggi fyrir sé ætlun að leggja á þriðja hundrað milljónir í sérsveitina, þar af fari 30 milljónir í að kaupa vopn. Því hljóti menn að spyrja sig hvort verið sé að hervæða þjóðina í bakgarðinum, hvort ekki þurfi að fara fram umræða um þessi mál áður en Íslendingar komi sér upp einkaher og hvenær sérsveit sé orðin að her.
Fréttir Innlent Lög og regla Stj.mál Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Fleiri fréttir Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Sjá meira