Ramsey fékk 18 mánaða fangelsi 5. október 2005 00:01 Scott Mckenna Ramsey var dæmdur í átján mánaða fangelsi, þar af fimmtán mánuði skilorðsbundið, í héraðsdómi Reykjaness í dag fyrir stórfellda líkamsárás sem leiddi til mannsbana. Hann var einnig dæmdur til að greiða rúmlega tvær milljónir króna í skaða- og miskabætur. Scott Mckenna Ramsey var ákærður fyrir að hafa slegið danska hermanninn Flemming Tolstrup hnefahöggi í hálsinn á skemmtistaðnum Traffic í Keflavík í nóvember í fyrra með þeim afleiðingum að slagæðin rifnaði og blæðing sem Flemming hlaut milli heila og heilahimna leiddi hann til dauða. Ramsey viðurkenndi strax á vettvangi að hafa slegið hann og sagði ástæðuna þá að Flemming hefði stöðugt verið að áreita sambýliskonu hans. Fyrir dómi játaði Ramsey brotið skýlaust og þótti sannað að andlát Flemmings hefði verið bein afleiðing hnefahöggsins sem hann veitti honum. Ramsey er skoskur og hefur verið búsettur hérlendis, en hann lék meðal annars knattspyrnu með Grindavík og KR. Í dómi Héraðsdóms Reykjaness kemur fram að Ramsey eigi engan sakaferil að baki. Segir að við mat á refsingu hafi meðal annars litið til þess að ákærði hafi ekki haft ásetning til þess að vinna Flemming slíkt tjón sem raunin varð og að afleiðingar hnefahöggsins hafi orðið mun alvarlegri en höggið hafi gefið tilefni til. Hins vegar var ekki litið fram hjá hinum alvarlegu afleiðingum sem hlutust af brotinu. Héraðsdómur taldi hæfilega refsingu átján mánaða fangelsi, en rétt þótti að skilorðsbinda 15 mánuði af henni. Dómurinn dæmdi Ramsey einnig til að greiða foreldrum hins látna rúmlega tvær milljónir króna í skaða- og miskabætur. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Bein útsending: Upplýsingafundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Erlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Fleiri fréttir Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Bein útsending: Upplýsingafundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Sjá meira
Scott Mckenna Ramsey var dæmdur í átján mánaða fangelsi, þar af fimmtán mánuði skilorðsbundið, í héraðsdómi Reykjaness í dag fyrir stórfellda líkamsárás sem leiddi til mannsbana. Hann var einnig dæmdur til að greiða rúmlega tvær milljónir króna í skaða- og miskabætur. Scott Mckenna Ramsey var ákærður fyrir að hafa slegið danska hermanninn Flemming Tolstrup hnefahöggi í hálsinn á skemmtistaðnum Traffic í Keflavík í nóvember í fyrra með þeim afleiðingum að slagæðin rifnaði og blæðing sem Flemming hlaut milli heila og heilahimna leiddi hann til dauða. Ramsey viðurkenndi strax á vettvangi að hafa slegið hann og sagði ástæðuna þá að Flemming hefði stöðugt verið að áreita sambýliskonu hans. Fyrir dómi játaði Ramsey brotið skýlaust og þótti sannað að andlát Flemmings hefði verið bein afleiðing hnefahöggsins sem hann veitti honum. Ramsey er skoskur og hefur verið búsettur hérlendis, en hann lék meðal annars knattspyrnu með Grindavík og KR. Í dómi Héraðsdóms Reykjaness kemur fram að Ramsey eigi engan sakaferil að baki. Segir að við mat á refsingu hafi meðal annars litið til þess að ákærði hafi ekki haft ásetning til þess að vinna Flemming slíkt tjón sem raunin varð og að afleiðingar hnefahöggsins hafi orðið mun alvarlegri en höggið hafi gefið tilefni til. Hins vegar var ekki litið fram hjá hinum alvarlegu afleiðingum sem hlutust af brotinu. Héraðsdómur taldi hæfilega refsingu átján mánaða fangelsi, en rétt þótti að skilorðsbinda 15 mánuði af henni. Dómurinn dæmdi Ramsey einnig til að greiða foreldrum hins látna rúmlega tvær milljónir króna í skaða- og miskabætur.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Bein útsending: Upplýsingafundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Erlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Fleiri fréttir Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Bein útsending: Upplýsingafundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Sjá meira