Afskipti lykilmanna umhugsunarverð 4. október 2005 00:01 Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, segir í samtali við Fréttablaðið að ýmislegt athyglisvert hafi komið í ljós með umfjöllun Fréttablaðsins um aðdragandann að Baugsmálinu. „Meðal annars það að lykilmenn í Sjálfstæðisflokknum hafi tengst aðdragandanum að málinu beint og er ég þá ekki síst að tala um Styrmi Gunnarsson, ritstjóra Morgunblaðsins,“ segir Valgerður. Hún segir að sér hafi þótt sérstaklega athyglisvert það sem fram kom í einum tölvupósti hans að hann hafi talið að skattalögreglan væri að bíða með Baugsmálið þar til fjármálaráðherra komi úr sumarfríi. „Þetta kom mér ekki að öllu leyti á óvart því ég átti í ritdeilu við Styrmi Gunnarsson í sumar, sem snerist einmitt um sjálfstæði eftirlitsstofnana, sem ég legg mikla áherslu á og tel að sé algjört grundvallaratriði. Í máli Styrmis kom hins vegar fram að hann beinlínis telur að pólitísk afskipti eigi að vera af eftirlitsstofnunum,“ sagði Valgerður. „Styrmir endaði þessar deilur, þegar hann var orðinn rökþrota, með því að segja að það skipti engu máli hvað ég segði, það tæki hvort eð er enginn mark á mér,“ sagði Valgerður. Deilurnar sem hún vitnaði til snerust um gagnrýni Morgunblaðsins á Valgerði, sem birt var í Staksteinum blaðsins, vegna þess að hún hafði neitað að ræða úrskurð Samkeppnisráðs um samruna FL Group, Bláfugls og Flugflutninga, sem stofnunin heimilaði í sumar, við Morgunblaðið. Hún sagðist ekki ræða úrskurði Samkeppnisráðs til að veikja ekki sjálfstæði stofnunarinnar. „Styrmir virtist telja að það væri eðlilegt að stjórnvöld hefðu afskipti af eftirlitsstofnunum,“ segir Valgerður. Spurð hvort hún telji þetta viðhorf hafa endurspeglast í aðkomu Styrmis að aðdraganda Baugsmálsins segir hún: „Það sem ég las í þessum tölvupósti fannst mér í nokkru samræmi við það sem kom fram í sumar, um þetta gundvallaratriði, sem er sjálfstæði eftirlitsstofnana. Auðvitað á hið sama við um lögreglu og skattalögreglu, svo ekki sé fleira nefnt,“ segir hún. Valgerður segir aðspurð að Fréttablaðið og Morgunblaðið hefðu tekist á um málið og væru orðnir gerendur í því. Hún sagði það jafnframt ekki að ástæðulausu að Sjálfstæðisflokknum og Samfylkingunni hefði verið blandað inn í umræðuna um Baugsmálið. „Samfylkingin hefur tekið mjög málstað Baugs í umræðunni almennt, meðal annars þegar samkeppnislög voru til umræðu á þinginu,“ segir hún. Þá sé augljóst hver aðkoma lykilmanna í Sjálfstæðisflokknum að aðdraganda málsins sé. Spurð hvaða áhrif umræðan hefði á ríkisstjórnarsamstarfið segir hún: „Ég er ekki að halda því fram að ráðherrar í ríkisstjórn hafi komið að málinu en hins vegar það, að lykilmenn hafi komið að því í aðdraganda málsins, er umhugsunarefni, þótt ég segi ekki meira.“ Baugsmálið Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Fleiri fréttir Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi Sjá meira
Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, segir í samtali við Fréttablaðið að ýmislegt athyglisvert hafi komið í ljós með umfjöllun Fréttablaðsins um aðdragandann að Baugsmálinu. „Meðal annars það að lykilmenn í Sjálfstæðisflokknum hafi tengst aðdragandanum að málinu beint og er ég þá ekki síst að tala um Styrmi Gunnarsson, ritstjóra Morgunblaðsins,“ segir Valgerður. Hún segir að sér hafi þótt sérstaklega athyglisvert það sem fram kom í einum tölvupósti hans að hann hafi talið að skattalögreglan væri að bíða með Baugsmálið þar til fjármálaráðherra komi úr sumarfríi. „Þetta kom mér ekki að öllu leyti á óvart því ég átti í ritdeilu við Styrmi Gunnarsson í sumar, sem snerist einmitt um sjálfstæði eftirlitsstofnana, sem ég legg mikla áherslu á og tel að sé algjört grundvallaratriði. Í máli Styrmis kom hins vegar fram að hann beinlínis telur að pólitísk afskipti eigi að vera af eftirlitsstofnunum,“ sagði Valgerður. „Styrmir endaði þessar deilur, þegar hann var orðinn rökþrota, með því að segja að það skipti engu máli hvað ég segði, það tæki hvort eð er enginn mark á mér,“ sagði Valgerður. Deilurnar sem hún vitnaði til snerust um gagnrýni Morgunblaðsins á Valgerði, sem birt var í Staksteinum blaðsins, vegna þess að hún hafði neitað að ræða úrskurð Samkeppnisráðs um samruna FL Group, Bláfugls og Flugflutninga, sem stofnunin heimilaði í sumar, við Morgunblaðið. Hún sagðist ekki ræða úrskurði Samkeppnisráðs til að veikja ekki sjálfstæði stofnunarinnar. „Styrmir virtist telja að það væri eðlilegt að stjórnvöld hefðu afskipti af eftirlitsstofnunum,“ segir Valgerður. Spurð hvort hún telji þetta viðhorf hafa endurspeglast í aðkomu Styrmis að aðdraganda Baugsmálsins segir hún: „Það sem ég las í þessum tölvupósti fannst mér í nokkru samræmi við það sem kom fram í sumar, um þetta gundvallaratriði, sem er sjálfstæði eftirlitsstofnana. Auðvitað á hið sama við um lögreglu og skattalögreglu, svo ekki sé fleira nefnt,“ segir hún. Valgerður segir aðspurð að Fréttablaðið og Morgunblaðið hefðu tekist á um málið og væru orðnir gerendur í því. Hún sagði það jafnframt ekki að ástæðulausu að Sjálfstæðisflokknum og Samfylkingunni hefði verið blandað inn í umræðuna um Baugsmálið. „Samfylkingin hefur tekið mjög málstað Baugs í umræðunni almennt, meðal annars þegar samkeppnislög voru til umræðu á þinginu,“ segir hún. Þá sé augljóst hver aðkoma lykilmanna í Sjálfstæðisflokknum að aðdraganda málsins sé. Spurð hvaða áhrif umræðan hefði á ríkisstjórnarsamstarfið segir hún: „Ég er ekki að halda því fram að ráðherrar í ríkisstjórn hafi komið að málinu en hins vegar það, að lykilmenn hafi komið að því í aðdraganda málsins, er umhugsunarefni, þótt ég segi ekki meira.“
Baugsmálið Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Fleiri fréttir Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi Sjá meira