Afskipti lykilmanna umhugsunarverð 4. október 2005 00:01 Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, segir í samtali við Fréttablaðið að ýmislegt athyglisvert hafi komið í ljós með umfjöllun Fréttablaðsins um aðdragandann að Baugsmálinu. „Meðal annars það að lykilmenn í Sjálfstæðisflokknum hafi tengst aðdragandanum að málinu beint og er ég þá ekki síst að tala um Styrmi Gunnarsson, ritstjóra Morgunblaðsins,“ segir Valgerður. Hún segir að sér hafi þótt sérstaklega athyglisvert það sem fram kom í einum tölvupósti hans að hann hafi talið að skattalögreglan væri að bíða með Baugsmálið þar til fjármálaráðherra komi úr sumarfríi. „Þetta kom mér ekki að öllu leyti á óvart því ég átti í ritdeilu við Styrmi Gunnarsson í sumar, sem snerist einmitt um sjálfstæði eftirlitsstofnana, sem ég legg mikla áherslu á og tel að sé algjört grundvallaratriði. Í máli Styrmis kom hins vegar fram að hann beinlínis telur að pólitísk afskipti eigi að vera af eftirlitsstofnunum,“ sagði Valgerður. „Styrmir endaði þessar deilur, þegar hann var orðinn rökþrota, með því að segja að það skipti engu máli hvað ég segði, það tæki hvort eð er enginn mark á mér,“ sagði Valgerður. Deilurnar sem hún vitnaði til snerust um gagnrýni Morgunblaðsins á Valgerði, sem birt var í Staksteinum blaðsins, vegna þess að hún hafði neitað að ræða úrskurð Samkeppnisráðs um samruna FL Group, Bláfugls og Flugflutninga, sem stofnunin heimilaði í sumar, við Morgunblaðið. Hún sagðist ekki ræða úrskurði Samkeppnisráðs til að veikja ekki sjálfstæði stofnunarinnar. „Styrmir virtist telja að það væri eðlilegt að stjórnvöld hefðu afskipti af eftirlitsstofnunum,“ segir Valgerður. Spurð hvort hún telji þetta viðhorf hafa endurspeglast í aðkomu Styrmis að aðdraganda Baugsmálsins segir hún: „Það sem ég las í þessum tölvupósti fannst mér í nokkru samræmi við það sem kom fram í sumar, um þetta gundvallaratriði, sem er sjálfstæði eftirlitsstofnana. Auðvitað á hið sama við um lögreglu og skattalögreglu, svo ekki sé fleira nefnt,“ segir hún. Valgerður segir aðspurð að Fréttablaðið og Morgunblaðið hefðu tekist á um málið og væru orðnir gerendur í því. Hún sagði það jafnframt ekki að ástæðulausu að Sjálfstæðisflokknum og Samfylkingunni hefði verið blandað inn í umræðuna um Baugsmálið. „Samfylkingin hefur tekið mjög málstað Baugs í umræðunni almennt, meðal annars þegar samkeppnislög voru til umræðu á þinginu,“ segir hún. Þá sé augljóst hver aðkoma lykilmanna í Sjálfstæðisflokknum að aðdraganda málsins sé. Spurð hvaða áhrif umræðan hefði á ríkisstjórnarsamstarfið segir hún: „Ég er ekki að halda því fram að ráðherrar í ríkisstjórn hafi komið að málinu en hins vegar það, að lykilmenn hafi komið að því í aðdraganda málsins, er umhugsunarefni, þótt ég segi ekki meira.“ Baugsmálið Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Fleiri fréttir Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Sjá meira
Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, segir í samtali við Fréttablaðið að ýmislegt athyglisvert hafi komið í ljós með umfjöllun Fréttablaðsins um aðdragandann að Baugsmálinu. „Meðal annars það að lykilmenn í Sjálfstæðisflokknum hafi tengst aðdragandanum að málinu beint og er ég þá ekki síst að tala um Styrmi Gunnarsson, ritstjóra Morgunblaðsins,“ segir Valgerður. Hún segir að sér hafi þótt sérstaklega athyglisvert það sem fram kom í einum tölvupósti hans að hann hafi talið að skattalögreglan væri að bíða með Baugsmálið þar til fjármálaráðherra komi úr sumarfríi. „Þetta kom mér ekki að öllu leyti á óvart því ég átti í ritdeilu við Styrmi Gunnarsson í sumar, sem snerist einmitt um sjálfstæði eftirlitsstofnana, sem ég legg mikla áherslu á og tel að sé algjört grundvallaratriði. Í máli Styrmis kom hins vegar fram að hann beinlínis telur að pólitísk afskipti eigi að vera af eftirlitsstofnunum,“ sagði Valgerður. „Styrmir endaði þessar deilur, þegar hann var orðinn rökþrota, með því að segja að það skipti engu máli hvað ég segði, það tæki hvort eð er enginn mark á mér,“ sagði Valgerður. Deilurnar sem hún vitnaði til snerust um gagnrýni Morgunblaðsins á Valgerði, sem birt var í Staksteinum blaðsins, vegna þess að hún hafði neitað að ræða úrskurð Samkeppnisráðs um samruna FL Group, Bláfugls og Flugflutninga, sem stofnunin heimilaði í sumar, við Morgunblaðið. Hún sagðist ekki ræða úrskurði Samkeppnisráðs til að veikja ekki sjálfstæði stofnunarinnar. „Styrmir virtist telja að það væri eðlilegt að stjórnvöld hefðu afskipti af eftirlitsstofnunum,“ segir Valgerður. Spurð hvort hún telji þetta viðhorf hafa endurspeglast í aðkomu Styrmis að aðdraganda Baugsmálsins segir hún: „Það sem ég las í þessum tölvupósti fannst mér í nokkru samræmi við það sem kom fram í sumar, um þetta gundvallaratriði, sem er sjálfstæði eftirlitsstofnana. Auðvitað á hið sama við um lögreglu og skattalögreglu, svo ekki sé fleira nefnt,“ segir hún. Valgerður segir aðspurð að Fréttablaðið og Morgunblaðið hefðu tekist á um málið og væru orðnir gerendur í því. Hún sagði það jafnframt ekki að ástæðulausu að Sjálfstæðisflokknum og Samfylkingunni hefði verið blandað inn í umræðuna um Baugsmálið. „Samfylkingin hefur tekið mjög málstað Baugs í umræðunni almennt, meðal annars þegar samkeppnislög voru til umræðu á þinginu,“ segir hún. Þá sé augljóst hver aðkoma lykilmanna í Sjálfstæðisflokknum að aðdraganda málsins sé. Spurð hvaða áhrif umræðan hefði á ríkisstjórnarsamstarfið segir hún: „Ég er ekki að halda því fram að ráðherrar í ríkisstjórn hafi komið að málinu en hins vegar það, að lykilmenn hafi komið að því í aðdraganda málsins, er umhugsunarefni, þótt ég segi ekki meira.“
Baugsmálið Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Fleiri fréttir Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Sjá meira