Sterkur ríkissjóður í þöndu kerfi 3. október 2005 00:01 "Fjárlagafrumvarpið fyrir árið 2006 er lagt fram með 14,2 milljarða króna tekjuafgangi og felur því í sér áframhaldandi aðhald í ríkisfjármálum og sífellt sterkari stöðu ríkissjóðs. Stefnan í ríkisfjármálum hefu stuðlað að stöðugleika samhliða öflugum hagvexti en einnig gefið svigrúm til að lækka skatta á sama tíma og skuldir ríkisins eru greiddar niður." Þannig hefst fréttatilkynning sem fjármálaráðherra gaf út um leið og hann lagði fram fjárlagafrumvarpið fram á Alþingi í gær. Fram kemur að næsti áfangi í lækkun tekjuskatts einstaklinga komi til framkvæmda á næsta ári. Ráðgert er að lækka hann um eitt prósentustig sem jafngildir um fjórum milljörðum króna. Helstu forsendur fjárlagafrumvarpsins eru þær að gert er ráð fyrir 4,6 prósenta hagvexti, 3,8 prósenta verðbólgu og að kaupmáttur ráðstöfunartekna á mann aukist um 2,7 prósent. Atvinnuleysi verður óverulegt en viðskiptahalli áfram mikill vegna stóriðjuframkvæmdanna standist þessar forsendur. Í heildina tekið eru tekjur ríkissjóðs áætlarðar 327 milljarðar króna eða eða liðlega 20 milljörðum meiri en á yfirstandandi fjárlagaári. Útgjöldin eru áætluð um 313 milljarðar. Þótt aðhalds sé gætt í framkvæmdum og verulega hafi dregið úr vaxtabyrði ríkissjóðs er áætlað að auka útgjöld til menntamála um 12 prósent. Einnig er áætlað að auka útgjöld til heilbrigðismála, löggæslu og öryggismála svo nokkuð sé nefnt. Árni Mathiesen fjármálaráðherra segir að með nærri þriggja milljarða króna aukningu til menntamála sé verið að leggja grunn að hagvexti framtíðarinnar. "Það eru miklar breytingar í atvinnulífinu. Störfin breytast mikið og þau gera kröfur um aukna menntun. Við þurfum að bregðast við því, bæði í framhaldsskólanum og háskólastiginu. Og eins gerir atvinnulífið kröfur til þess að við séum með sterkan rannsóknagrunn til þess að styrkja aukna verðmætasköpun inn í framtíðina. Þetta er framhald af þeirri stefnu sem við höfum fylgt undanfarin ár," segir Árni. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir formaður Samfylkingarinnar segir að þótt tekjur ríkissjóðs aukist enn aukist útgjöldin að sama skapi. "Útgjaldaaukningin er 1,8 prósent að raungildi í fjárlögum næsta árs. Ríkisstjórnin hafði sett sér það sem markmið að það yrði ekki nema 1 prósent raunaukning á ári. Þetta finnst mér skjóta skökku við þegar varúðarbjöllur hringja alls staðar vegna þenslunnar. - Það er athyglisvert að á þessu ári var gert ráð fyrir 10 milljarða króna afgangi. Hann reynist nú vera 28 milljarðar króna. Ríkissjóður fékk um 30 milljarða króna búhnykk með skatttekjum sem fást með auknum umsvifum." Ingibjörg segir að enn sé talað um að viðhalda stöðugleikanum. "Um hvaða stöðugleika er verið að tala? Stöðugleika heimilanna sem hafa aukið skuldsetningu milli ára um 150 milljarða króna? Er það stöðugleikinn sem mælist í háum stýrivöxtum og hágengi? Eða er það stöðugleikinn sem lesa má úr viðskiptahalla sem er meiri nú en sögur fara af." Ingibjörg kveðst ekki sjá betur en að ætlunin sé að leggja af bensínstyrk til hreyfihamlaðra. "Það er furðulegt að skerða á slíkum stöðum þegar peningar flæða annars staðar," segir Ingibjörg."Auðvitað er auðvelt að ná saman fjárlagafrumvarpi þegar viðskiptahallinn og umframeyðslan er mikil," segir Steingrímur J. Sigfússon formaður Vinstri grænna. "En skuggahliðin á því er að ríkissjóður er í rauninni að græða á skuldaaukningunni. Ég sé ekki að ríkissjóður sé á nokkurn hátt að horfast í augu við jafnvægisleysið í þjóðarbúskapnum. Þvert á móti reynir fjármálaráðuneytið bersýnilega að gera lítið úr hættunni. Ríkisstjórnin er að þessu leyti á fullkomun afneitunarstigi gagnvart þeim aðstæðum sem útflutnings- og samkeppnisatvinnuvegirnir standa frammi fyrir. Og þolendur þessa ástands eru svo ýmsir málaflokkar á sviði velferðarþjónustu sem alls ekki er lagt til. Ég nefni málefni aldraðra. Með auknum framlögum til menntamála er í rauninni verið að bregðast of seint við fjölgun nemenda, bæði á framhalds- og háskólastigi. Mér er til efs að þetta dugi nema til þess að koma málum upp undir núllið á nýjan leik vegna þeirra erfiðleika sem reksturinn í fyrra og á yfirstandandi ári hefur verið í," segir Steingrímur. Guðjón A. Kristjánsson formaður Frjálslynda flokksins segir að ríkisstjóður hafi miklar tekjur. "Við höfum úr miklu að spila og reynt er að hemja þensluna með því að draga úr framkvæmdum. Útflutningsatvinnuvegirnir eiga mjög undir högg að sækja við núverandi skilyrði. Við sjáum stöðu sjávarþorpa sem þola samdrátt og nú niðurskurð framkvæmda af hálfu ríkisins. En veislan tekur enda árið 2008 en þá eru horfur á að ríkissjóður verði rekinn með halla. Það er vont að missa grunnatvinnustarfsemi úr landinu vegna efnahagsstjórnarinnar." Fréttir Innlent Stj.mál Viðskipti Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Fleiri fréttir Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Sjá meira
"Fjárlagafrumvarpið fyrir árið 2006 er lagt fram með 14,2 milljarða króna tekjuafgangi og felur því í sér áframhaldandi aðhald í ríkisfjármálum og sífellt sterkari stöðu ríkissjóðs. Stefnan í ríkisfjármálum hefu stuðlað að stöðugleika samhliða öflugum hagvexti en einnig gefið svigrúm til að lækka skatta á sama tíma og skuldir ríkisins eru greiddar niður." Þannig hefst fréttatilkynning sem fjármálaráðherra gaf út um leið og hann lagði fram fjárlagafrumvarpið fram á Alþingi í gær. Fram kemur að næsti áfangi í lækkun tekjuskatts einstaklinga komi til framkvæmda á næsta ári. Ráðgert er að lækka hann um eitt prósentustig sem jafngildir um fjórum milljörðum króna. Helstu forsendur fjárlagafrumvarpsins eru þær að gert er ráð fyrir 4,6 prósenta hagvexti, 3,8 prósenta verðbólgu og að kaupmáttur ráðstöfunartekna á mann aukist um 2,7 prósent. Atvinnuleysi verður óverulegt en viðskiptahalli áfram mikill vegna stóriðjuframkvæmdanna standist þessar forsendur. Í heildina tekið eru tekjur ríkissjóðs áætlarðar 327 milljarðar króna eða eða liðlega 20 milljörðum meiri en á yfirstandandi fjárlagaári. Útgjöldin eru áætluð um 313 milljarðar. Þótt aðhalds sé gætt í framkvæmdum og verulega hafi dregið úr vaxtabyrði ríkissjóðs er áætlað að auka útgjöld til menntamála um 12 prósent. Einnig er áætlað að auka útgjöld til heilbrigðismála, löggæslu og öryggismála svo nokkuð sé nefnt. Árni Mathiesen fjármálaráðherra segir að með nærri þriggja milljarða króna aukningu til menntamála sé verið að leggja grunn að hagvexti framtíðarinnar. "Það eru miklar breytingar í atvinnulífinu. Störfin breytast mikið og þau gera kröfur um aukna menntun. Við þurfum að bregðast við því, bæði í framhaldsskólanum og háskólastiginu. Og eins gerir atvinnulífið kröfur til þess að við séum með sterkan rannsóknagrunn til þess að styrkja aukna verðmætasköpun inn í framtíðina. Þetta er framhald af þeirri stefnu sem við höfum fylgt undanfarin ár," segir Árni. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir formaður Samfylkingarinnar segir að þótt tekjur ríkissjóðs aukist enn aukist útgjöldin að sama skapi. "Útgjaldaaukningin er 1,8 prósent að raungildi í fjárlögum næsta árs. Ríkisstjórnin hafði sett sér það sem markmið að það yrði ekki nema 1 prósent raunaukning á ári. Þetta finnst mér skjóta skökku við þegar varúðarbjöllur hringja alls staðar vegna þenslunnar. - Það er athyglisvert að á þessu ári var gert ráð fyrir 10 milljarða króna afgangi. Hann reynist nú vera 28 milljarðar króna. Ríkissjóður fékk um 30 milljarða króna búhnykk með skatttekjum sem fást með auknum umsvifum." Ingibjörg segir að enn sé talað um að viðhalda stöðugleikanum. "Um hvaða stöðugleika er verið að tala? Stöðugleika heimilanna sem hafa aukið skuldsetningu milli ára um 150 milljarða króna? Er það stöðugleikinn sem mælist í háum stýrivöxtum og hágengi? Eða er það stöðugleikinn sem lesa má úr viðskiptahalla sem er meiri nú en sögur fara af." Ingibjörg kveðst ekki sjá betur en að ætlunin sé að leggja af bensínstyrk til hreyfihamlaðra. "Það er furðulegt að skerða á slíkum stöðum þegar peningar flæða annars staðar," segir Ingibjörg."Auðvitað er auðvelt að ná saman fjárlagafrumvarpi þegar viðskiptahallinn og umframeyðslan er mikil," segir Steingrímur J. Sigfússon formaður Vinstri grænna. "En skuggahliðin á því er að ríkissjóður er í rauninni að græða á skuldaaukningunni. Ég sé ekki að ríkissjóður sé á nokkurn hátt að horfast í augu við jafnvægisleysið í þjóðarbúskapnum. Þvert á móti reynir fjármálaráðuneytið bersýnilega að gera lítið úr hættunni. Ríkisstjórnin er að þessu leyti á fullkomun afneitunarstigi gagnvart þeim aðstæðum sem útflutnings- og samkeppnisatvinnuvegirnir standa frammi fyrir. Og þolendur þessa ástands eru svo ýmsir málaflokkar á sviði velferðarþjónustu sem alls ekki er lagt til. Ég nefni málefni aldraðra. Með auknum framlögum til menntamála er í rauninni verið að bregðast of seint við fjölgun nemenda, bæði á framhalds- og háskólastigi. Mér er til efs að þetta dugi nema til þess að koma málum upp undir núllið á nýjan leik vegna þeirra erfiðleika sem reksturinn í fyrra og á yfirstandandi ári hefur verið í," segir Steingrímur. Guðjón A. Kristjánsson formaður Frjálslynda flokksins segir að ríkisstjóður hafi miklar tekjur. "Við höfum úr miklu að spila og reynt er að hemja þensluna með því að draga úr framkvæmdum. Útflutningsatvinnuvegirnir eiga mjög undir högg að sækja við núverandi skilyrði. Við sjáum stöðu sjávarþorpa sem þola samdrátt og nú niðurskurð framkvæmda af hálfu ríkisins. En veislan tekur enda árið 2008 en þá eru horfur á að ríkissjóður verði rekinn með halla. Það er vont að missa grunnatvinnustarfsemi úr landinu vegna efnahagsstjórnarinnar."
Fréttir Innlent Stj.mál Viðskipti Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Fleiri fréttir Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Sjá meira