Erlingur hættur að þjálfa 30. september 2005 00:01 "Ég er ekki að hoppa frá skútunni heldur þvert á móti að berjast enn frekar fyrir merki ÍBV með því að láta til mín taka inni á vellinum í stað þess að standa á hliðarlínunni," sagði Erlingur Richardsson, þjálfari ÍBV, í samtali við Fréttablaðið en hann hefur ákveðið að hætta sem þjálfari Eyjaliðsins en snúa sér að því að spila með liðinu í staðinn. Aðstoðarmaður hans, Kristinn Guðmundsson, tekur við sem aðalþjálfari en þeir hafa unnið náið saman og því verða engar breytingar á leikskipulagi eða æfingum liðsins. ÍBV missti nánast allt byrjunarlið sitt frá síðustu leiktíð þegar Eyjamenn léku til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn við Hauka en þurftu að lúta í parket. ÍBV var spáð lélegu gengi í vetur. Eyjamenn töpuðu tveimur fyrstum leikjunum á leiktíðinni afar illa gegn HK og ÍR en sigruðu Víking/Fjölni í síðustu umferð. Eini leikmaðurinn sem eftir er úr byrjunarliði síðasta vetrar, línumaðurinn Svavar Vignisson, hefur hins vegar verið meiddur og ekkert spilað og þar sem Kári Kristjánsson fór í Hauka hefur ÍBV verið í vandræðum með þessa stöðu. Erlingur lék á línunni á sínum tíma með ÍBV og reyndar nokkra leiki á síðustu leiktíð, aðallega í vörninni. Hann ákvað að taka fram skóna og vildi fyrst og fremst einbeita sér að því en láta Kristin sjá um þjálfunina."Við gerum þetta allt markvissara með þessum hætti og allir hafa sitt hlutverk á hreinu. Ég mun aðallega spila í vörninni til að byrja með og fikra mig áfram í sóknarleiknum. Ég lagði þetta fyrst til fyrir mánuði síðan að gera þetta svona þegar ég sá hvert stefndi. En við ákváðum að sjá aðeins til en þar sem Svavar hefur ekkert verið með í fyrstu leikjunum var kýlt á þetta núna," segir Erlingur. ÍBV fékk fjóra nýja útlenda leikmenn fyrir leiktíðina en þeir hafa ekki staðið undir væntingum. Erlingur segir að þeir séu allir að koma til og ekki standi til að segja upp samningum við þá. "Það tekur því ekki að fá nýja útlendinga því þá þyrftum við að byrja allt upp á nýtt auk þess sem þetta kostar sitt. Við erum með algjörlega nýtt lið og reyndar er spurning hvort við getum dregið fleiri gamlar kempur á flot en mig," sagði Erlingur og átti þar m.a. við Björgvin Rúnarsson. Næsti leikur ÍBV er gegn Leikni í bikarnum á morgun. Íslenski handboltinn Mest lesið Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Fótbolti Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Íslenski boltinn Elías skoraði og Stefán lagði upp Fótbolti Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Fótbolti Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Handbolti Búbbluhausinn verður í banni Körfubolti Fleiri fréttir Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Búbbluhausinn verður í banni Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Sara Björk lagði upp í stórsigri Bully Boy með gigt Mundi loforðið til kennarans Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara UFC-bardagakappi sagði að Hitler hefði verið fínn gaur Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Tveir íslenskir Nökkvar í Rotterdam City mætir Real Madrid í umspilinu Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Hákon búinn að fórna miklu: „Ég stefni bara á meira og enn hærra“ Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Sjá meira
"Ég er ekki að hoppa frá skútunni heldur þvert á móti að berjast enn frekar fyrir merki ÍBV með því að láta til mín taka inni á vellinum í stað þess að standa á hliðarlínunni," sagði Erlingur Richardsson, þjálfari ÍBV, í samtali við Fréttablaðið en hann hefur ákveðið að hætta sem þjálfari Eyjaliðsins en snúa sér að því að spila með liðinu í staðinn. Aðstoðarmaður hans, Kristinn Guðmundsson, tekur við sem aðalþjálfari en þeir hafa unnið náið saman og því verða engar breytingar á leikskipulagi eða æfingum liðsins. ÍBV missti nánast allt byrjunarlið sitt frá síðustu leiktíð þegar Eyjamenn léku til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn við Hauka en þurftu að lúta í parket. ÍBV var spáð lélegu gengi í vetur. Eyjamenn töpuðu tveimur fyrstum leikjunum á leiktíðinni afar illa gegn HK og ÍR en sigruðu Víking/Fjölni í síðustu umferð. Eini leikmaðurinn sem eftir er úr byrjunarliði síðasta vetrar, línumaðurinn Svavar Vignisson, hefur hins vegar verið meiddur og ekkert spilað og þar sem Kári Kristjánsson fór í Hauka hefur ÍBV verið í vandræðum með þessa stöðu. Erlingur lék á línunni á sínum tíma með ÍBV og reyndar nokkra leiki á síðustu leiktíð, aðallega í vörninni. Hann ákvað að taka fram skóna og vildi fyrst og fremst einbeita sér að því en láta Kristin sjá um þjálfunina."Við gerum þetta allt markvissara með þessum hætti og allir hafa sitt hlutverk á hreinu. Ég mun aðallega spila í vörninni til að byrja með og fikra mig áfram í sóknarleiknum. Ég lagði þetta fyrst til fyrir mánuði síðan að gera þetta svona þegar ég sá hvert stefndi. En við ákváðum að sjá aðeins til en þar sem Svavar hefur ekkert verið með í fyrstu leikjunum var kýlt á þetta núna," segir Erlingur. ÍBV fékk fjóra nýja útlenda leikmenn fyrir leiktíðina en þeir hafa ekki staðið undir væntingum. Erlingur segir að þeir séu allir að koma til og ekki standi til að segja upp samningum við þá. "Það tekur því ekki að fá nýja útlendinga því þá þyrftum við að byrja allt upp á nýtt auk þess sem þetta kostar sitt. Við erum með algjörlega nýtt lið og reyndar er spurning hvort við getum dregið fleiri gamlar kempur á flot en mig," sagði Erlingur og átti þar m.a. við Björgvin Rúnarsson. Næsti leikur ÍBV er gegn Leikni í bikarnum á morgun.
Íslenski handboltinn Mest lesið Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Fótbolti Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Íslenski boltinn Elías skoraði og Stefán lagði upp Fótbolti Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Fótbolti Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Handbolti Búbbluhausinn verður í banni Körfubolti Fleiri fréttir Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Búbbluhausinn verður í banni Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Sara Björk lagði upp í stórsigri Bully Boy með gigt Mundi loforðið til kennarans Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara UFC-bardagakappi sagði að Hitler hefði verið fínn gaur Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Tveir íslenskir Nökkvar í Rotterdam City mætir Real Madrid í umspilinu Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Hákon búinn að fórna miklu: „Ég stefni bara á meira og enn hærra“ Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Sjá meira