Haukar í eldlínunni í dag 30. september 2005 00:01 Það verður hart barist á Ásvöllum í dag þegar kvenna- og karlalið Hauka í handbolta verða í eldlínunni í Evrópukeppninni í handbolta. Karlaliðið mætir danska liðinu Århus GF í C-riðli Meistaradeildar Evrópu en Þorvarður Tjörvi Ólafsson hefur leikið með báðum liðunum og þekkir því vel til þeirra beggja. "Århus GF spilar hraðan handbolta og það er eiginlega alltaf skoruð mörg mörk í leikjum liðsins. Markvarslan og varnarleikurinn verða að vera í góðu lagi. Möguleikar Hauka felast fyrst og fremst í því að vera grimmir í vörninni og þora svo að sækja hratt þegar færi gefst. Ég hef fulla trú á Haukum þó að Århus GF sé óneitanlega sterkt lið." Einn Íslendingur leikur nú með Århus GF en það er hornamaðurinn Sturla Ásgeirsson, en hann lék með ÍR áður en hann hélt utan fyrir rúmlega einu ári. Páll Ólafsson, þjálfari Hauka, segir leikmenn sína vera óhrædda og staðráðna í því að standa sig vel. "Danskur handbolti er mjög hraður og skemmtilegur og ef við ætlum að standa okkur gegn Århus GF þarf einbeiting leikmanna að vera í góðu lagi. Hún hefur ekki verið nógu góð í öllum leikjunum í DHL-deildinni en hefur þó batnað með hverjum leiknum. Ég finn fyrir mikilli tilhlökkun í hópnum og þetta á eftir að verða hörkuleikur." Kvennalið Hauka keppir tvo leiki gegn svissneska liðinu St. Otmar um helgina og fer fyrri leikurinn fram í dag á Ásvöllum. Guðbjörg Guðmannsdóttir, hornamaður í liði Hauka, vonast til þess að fá sem flesta áhorfendur á leikina um helgina. "Við vitum nú ekki alveg hverju við eigum von á og því verðum við að vera einbeittar þegar í leikinn er komið. Við hlökkum mikið til þess að spila þessa leiki og að sjálfsögðu ætlum við okkur sigur í báðum leikjunum. Vonandi fjölmenna stuðningsmenn okkar á leikinn." Íslenski handboltinn Mest lesið Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Fótbolti Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Íslenski boltinn Elías skoraði og Stefán lagði upp Fótbolti Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Fótbolti Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Handbolti Búbbluhausinn verður í banni Körfubolti Fleiri fréttir Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Búbbluhausinn verður í banni Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Sara Björk lagði upp í stórsigri Bully Boy með gigt Mundi loforðið til kennarans Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara UFC-bardagakappi sagði að Hitler hefði verið fínn gaur Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Tveir íslenskir Nökkvar í Rotterdam City mætir Real Madrid í umspilinu Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Hákon búinn að fórna miklu: „Ég stefni bara á meira og enn hærra“ Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Sjá meira
Það verður hart barist á Ásvöllum í dag þegar kvenna- og karlalið Hauka í handbolta verða í eldlínunni í Evrópukeppninni í handbolta. Karlaliðið mætir danska liðinu Århus GF í C-riðli Meistaradeildar Evrópu en Þorvarður Tjörvi Ólafsson hefur leikið með báðum liðunum og þekkir því vel til þeirra beggja. "Århus GF spilar hraðan handbolta og það er eiginlega alltaf skoruð mörg mörk í leikjum liðsins. Markvarslan og varnarleikurinn verða að vera í góðu lagi. Möguleikar Hauka felast fyrst og fremst í því að vera grimmir í vörninni og þora svo að sækja hratt þegar færi gefst. Ég hef fulla trú á Haukum þó að Århus GF sé óneitanlega sterkt lið." Einn Íslendingur leikur nú með Århus GF en það er hornamaðurinn Sturla Ásgeirsson, en hann lék með ÍR áður en hann hélt utan fyrir rúmlega einu ári. Páll Ólafsson, þjálfari Hauka, segir leikmenn sína vera óhrædda og staðráðna í því að standa sig vel. "Danskur handbolti er mjög hraður og skemmtilegur og ef við ætlum að standa okkur gegn Århus GF þarf einbeiting leikmanna að vera í góðu lagi. Hún hefur ekki verið nógu góð í öllum leikjunum í DHL-deildinni en hefur þó batnað með hverjum leiknum. Ég finn fyrir mikilli tilhlökkun í hópnum og þetta á eftir að verða hörkuleikur." Kvennalið Hauka keppir tvo leiki gegn svissneska liðinu St. Otmar um helgina og fer fyrri leikurinn fram í dag á Ásvöllum. Guðbjörg Guðmannsdóttir, hornamaður í liði Hauka, vonast til þess að fá sem flesta áhorfendur á leikina um helgina. "Við vitum nú ekki alveg hverju við eigum von á og því verðum við að vera einbeittar þegar í leikinn er komið. Við hlökkum mikið til þess að spila þessa leiki og að sjálfsögðu ætlum við okkur sigur í báðum leikjunum. Vonandi fjölmenna stuðningsmenn okkar á leikinn."
Íslenski handboltinn Mest lesið Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Fótbolti Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Íslenski boltinn Elías skoraði og Stefán lagði upp Fótbolti Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Fótbolti Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Handbolti Búbbluhausinn verður í banni Körfubolti Fleiri fréttir Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Búbbluhausinn verður í banni Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Sara Björk lagði upp í stórsigri Bully Boy með gigt Mundi loforðið til kennarans Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara UFC-bardagakappi sagði að Hitler hefði verið fínn gaur Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Tveir íslenskir Nökkvar í Rotterdam City mætir Real Madrid í umspilinu Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Hákon búinn að fórna miklu: „Ég stefni bara á meira og enn hærra“ Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Sjá meira